Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 20
68 NYJAR KV0LDV0KUR. Eg kveikti í seinasta vindlingnum mínum og hneig máttvana niður við tamarisku eina kl. 1. um nóttina. Eg reyndi að kveykja bál en gat það ekki. Eg lá um stund í móki, en hrökk upp við, að mér fanst einhver vera að Iæðast skamt frá mér. Kasim hafði þá dregist á eftir mér —og svo héldum við áfrain um stund. Oss var orðið sama um alt —við börðumst við þreyt- una og svefninn. Við skriðum langar leiðir á fjórum fótum, og fórum fótskriðu ofan öldu- brekkurnar. En alt í einu sáum við mannsspor í sand- inum. F*að var eins og Iífið væri að þokast nær okkur. Við fórum að hressast og héldum að einhverjir hefðu séð bálið okkar, og væru nú að leita að okkur. Okkur datt í hug að reyna að kveikja nýtt bál. En svo fórum við að athuga sporin betur. Kasim leysti fljótt gátuna. Hann hneig máttvana ofan í sandinn og tautaði. »Pað eru sporin okkar sjálfra.« Við höfðum gengið í hring í ósjálfræði. Við vorum búnir að fá nóg og sofnuðum um stund kl. 3. Kl. 10 mín. yfir 4. fórum við aftur. Pað var hörmung að sjá hann Kasim —lifandi beina- grind. Hann skalf og hristist af sinadráttum, en samt dróst hann með. Svo rann sólin upp 5. maí. Eg ætla ekki að lýsa allri þeirri gleði, sem greip mig, þegar eg sá úti í sjóndeildarhringnum dökka rönd — skóginn meðfram Kotan-darja. Við urðum eins og að nýjum mönnum, og vorum þegar kom- nir undir laufhvelfingarnar kl. hálfsex. Nú vissi eg okkur var borgið. Bara að hinir hefðu náð hingað líka. Alstaðar var líf og fjör, fuglasöng- ur og dýraslóðir. Við skreiddumst áfram eftir götuslóða til suðurs, kl. 9. um morguninn vor- um við uppgefnir. Okkur sortnaði fyrir augum af hitanum, svo við gátum ekki svo mikið sem skriðið. Svo lágum við þar í forsælu allan dag- inn. Kasim var meðvitundarlaus með köflum, og þegar eg fór að hotta á hann á fætur kl. 7. um kvöldið, gaf hann aðeins bendingar, en gat ekki staðið upp. Eg tók spaðaskaftið, (jpð eina vopn sem var ?ftir, og hélt í austurátt. Eg fann ekki neitt til neins, eins og forboði dauðans væri í vænd- um. Eg varð að taka á öllu þreki mínu til þess að leggjast ekki fyrir. Eg dróst áfram, reif mig á þyrnum og þistlum á höndunum, en það blæddi ekkert úr hruflunum, fotin rifnuðu ut- anaf mér, því að þau voru þunn og veigalítil. Loksins komst eg austur úr skógabeltinu; blasti þá við mér breið og slétt flatneskja. Pað var farvegur Kotan-darja. En nú var áin þur eins og eyðimörkin, og beið eftir vorhlákunum. En þeirra var ekki von fyr en að nokkrum vikum liðnum. Átti eg þá að deyja úr þorsta í miðjum farvegi árinnar? Eg réð af að ganga yfir farveginn — og ef eg fyndi ekki vatn, ætlaði eg að leggja mig útaf á austurbakkanum í síðasta sinn. Tunglið var lágt á lofti í suðaustri. Rang- að fór eg hægt og með hvíldum. Alt var í dauðakyrð. Roka lá yfir landinu til austurs að sjá. Eg gekk eitthvað hálfan þriðja kílómetra (um x/s mílu), og mér fanst það aldrei ætla að taka enda. Þá flaug önd upp fyrir fótum mér, og gutlaði við um leið, og eg stóð rétt í sömu svifum á bakka á polli, um 20 metra löngum, með tæru og hreinu vatni. Lesendum verður líklega jafnerfitt að skilja alt það, sém mér flaug í hug eins og mér að koma orðum að því. Alt framtíðarlíf mitt spegl- aðist í þessum lygna polli. Án hans hefði eg verið dauðans herfang; því eg frétti seinna, að enginn annar pollur hefði verið þar til á löngu svæði. Ósýnileg hönd hafði leitt mig að þessari lífslind —og þarna stóð eg á bakkan- um og þakkaði guði, mér fanst hann vera svo nærri mér þá stundina. Svo settist eg niður og taldi slögin á lífæð- inni. Rau voru 49 á mínútu, dauf og þung- lamaleg. Ró voru þau enn daufari og seinfær- ari áður en eg fann vatnið. Svo fylti eg vatns- krúsina og drakk nokkrar krúsir, en hægt og stilt. Eg fann lífskraftinn streyma um mig. Að fám mínútum liðnum sló æðin 56 slög. En hvað mér fanst nú lífið dýrmætt, og skógurinn fagur hinumegin farveganna. Tígur eða eitthvað annað stórt dýr skrjáfaði í kjarrinu, en það hörf-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.