Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 15
NI-NI. 63 eldheitu orðum suður-Frakka og orðavali há- mentaðs manns. Fatime varð frá sér af gleði. Laroche varð guð hennar. »Viltu sverja við Allah (guð)? Ætlarðu að taka mig fyrir konu?« »Pað sver eg þér.« »E!skaði maður —hjartablóð mitt vil eg gefa út fyrir þig,« svaraði hún með ákafa. »Eg er á þínu valdi.« »Við verðum að flýja, elskaða.« »Pað er alhægt fyrir okkur. Eg á hryssu, sem heitir Ní — Ní; hún er fljótasta hrossið í þessum ættboga. Pú hefur víst séð mig á baki hennar.« aÞað var yndisleg sjón.« »Hún fylgir engum nema mér. Við getum bæði flúið á baki hennar, því að Ní —Ní er svo sterk og þolin, og svo er hún svo þæg.« »Vertu þá viðbúin —lífið mitt — sálin mín.« Og þá í fyrsta sinn faðmaði hann að sér hina yndislegu mey. »Einhverja næstu nóttina, þegar ekki er tunglsljós,« hvíslaði hann; »en reyndu til þess að ná í pístólurnar mínar.« »Alt sem þú vilt, Sidi.« Meðan þetta gerðist, gekk Sifar el Kim um gólf í tjaldi Abd-el-Kaders og var þungbúinn á svip. »Og þú heldur að áætlun þín sé góð,« sagði hinn mikli hermaður með göfugmannlega andlitið. »Areiðanlega.« sagði Sifar. »Ef hræðslan getur knúð þennan vesaling, herra Bourget, til þess að skrifa bréfið, þá er alt unnið. Vér ginnum þá Frakka inn í Gifrir- dragið. Eg ræðst á þá að framan, og þú að aftan frá með riddaraliði voru; það verður að vera í humáttina á eftir Frökkum á Ieið þeirra — og þá eru þeir frá.« Abd-el-Kader stóð upp af ábreiðunni og var hinn hermannlegasti ásýndum. »Hefurðu nú engum atvikum gleymt?« »Engum.« »Reyndu þá hamingju þína, Sífar.« »Stundu síðar gekk Sífar inn í tjald fang- anna; þeir Iágu þar á úlfaldahúð og reyktu ilt Bedúínatóbak úr leirpípum. F*eir litu upp. sPið getið bjargað lífi ykkar,« hóf Bedúín- inn mál sitt og var skuggalegur á svip, »ef annarhvor ykkar vill skrifa brél fyrir mig til Lamoriciéres hershöfðingja.« Hann sagði þetta á franska tungu. »Eg kann ekki að skrifa,« svaraði Laroche undireins, »en Bourget kann það.« Bourget ætlaði ekki að trúa því sem hann heyrði, en Laroche hvíslaði þegar að honum mjög lágt: »þei, þei, skrifaðu alt sem hann segir þér; eg skipa yður það sem höfuðsmaður yðar; F*að er Frakklandi til hamingju.« Sífar hlitstaði vandlega, en hann fann ekk- ert annað í orðum yfirmánnsins en einfalda skipun og sá enga slægð felast á bak við þau. Hann tók silfurbúna pístólu af belti sér, tók ritfæri undan skikkju sinni, fékk Bourget og Ias honum fyrir svolátandi bréf: »Hershöfðingi minn, ef þér komið með eina hersveit manna inn í Gifrirdalverpið á þriðju nóttu frá þessari, getið þér frelsað okkur og tortímt flokki Sifar el Kims. Le Bourget.* »F)etta skrifa eg ekki,« sagði Bourget, »það væru svik.« F’á lyfti Sífar pístólunni og sagði: »Skrifaðu eða eg sendi skot í gegn um höfuð þér.« Laroche benti honum að hlýða, Ie Bourget stundi við og skrifaði. »Brjóttu bréfið og skrifaðu utaná,« sagði Sífar. Le Bourget gerði svo. Sífar tók við bréfi- nu og gekk út. F*á hvíslaði Laroche að Bour- get: »Heimskingi — eg skal ónýta það altsam- an. »En svo lagði hann fingurinn á munn sér, því að Sífar kom inn aftur og var með honum munkur, El Ghezir að nafni. Munkurinn tók upp bréfið, las það, kinkað kolli og sagði á kabýlska tungu:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.