Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Page 6

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Page 6
54 NYJAR KV0LDV0KUR Skólameistari stóð og hugsaði hátt og mælti annað veifið á latínu úr kvæðabókum sínum: »Alt fram streymir endalaust, ár og dagar líða — og svona sópast kynslóðir mannanna með straumnum fram í veraldarinnar haf.« Nú var Tommi búinn með beinið og kom. Tumi benti honum óðara á annað frakkalaf skólameistara; seppi var vanur að bíta í kaðla þegar honum var gefin bending, og var nú ekki seinn á sér, tók kjaftfylli sína í frakkalaf- ið og kipti þrisvar fast í það. Skólameistari var sokkinn niður í hugleiðingar sínar, og hélt þetta væri eg að kippa í sig til þess að benda sér á eitthvað, og sagði því aðeins: »Eg er í annríki.« En Tumi herti á seppa og sagði: »Togaðu og haltu fast,« og hló svo dátt, að tárin stóðu í augunum á honum. Tommi rykti af öllu afli í og tókst á endannm að rífa frakka- lafið frá. En skólaméistari tók ekkert eftir því. Hann var enn uppi í skýjunum, en hundurinn hljóp burt með lafið og Tumi á eftir honum til þess að ná því af honum. Skólameistari var svo niðursokkinn, að hann varð einskis var þangað til gamli Tumi fór að syngja til þess að vekja hann. Lagið var svo fallegt og rödd- in svo hrein, að Dómíne fór að ranka við sér, sneri sér að Tuma gamla og sagði: »í sann- leika, þetta hrífur eyru mín, og,« liann mældi gamla Tuma frá hvirfli til stúfa, »og það af fótalausum manni.« »Nú, gamli heiðursmaður, eg syng heldur ekki með fótunum,« svaraði gamli Tumi. »Nei, góði Dúx, svo heimskur er eg ekki, að eg viti ekki að maðurinn syngur með munn- inum, en söngrödd yðar er þægileg, sæt eins og hunang frá Hybla — sterk —« »Eins og gæs á latínu,« tók litli Tumi fram í, »þú verður að hressa karlinn upp, pabbi, það liggur illa á honum.« »f*egi þú — en hvað hefur þú gert við kríustélið af hinum gamla heiðursmanni?« »Láttu mig um það; eg er vanur að kom- ast úr klípunum.« »Þér veitir víst ekki af því — en farðu nú að búa bátinn "til ferðar. Reisið nú mastrið, strákar.« Svo fórum við af stað, og skólameistara mikluðust mjög hættur þær og skelfingar, sem gætu orðið á leið hans á þessari voðalegu sjóferð. Hann runaði upp langar klausur úr Óvið og öðrum latnesku skáldum. Og litli Tumi gat ekki að sér gert að gera gabb að karlinum upp í opið geðið á honum, en hann tók það alt í einlægni. Seinast fór hann að stríða honum á nefinu á honum. »Rví í ósköp- unum eruð þér ekki uppréttur,« sagði hann. »Rað er líklega þessi skelfilegi botnnámur, sem heldur yður niður og geririr yður svona hok- inn.« »Tumi, ef þú heldur áfram að láta svona, skal eg stappa úr þér plokkfisk. Farðu heldur og reyndu að fullgera miðdegismatinn, en láta svona við gamlan heiðursmann. Nú fer að gola betur.« »Jakob,« sagði skólameistari við mig, »eg hef heyrt það af hundrað tungum, hvað sjó- menn væru skeytingarlausir með hættur — en eg hef aldrei getað hugsað mér svona mikla léttúð hjartnanna. Þessi maður er að vísu ekki gamall, en samt ekki nema brot af manni og stendur á illa gerðum og ónáttúrlegum stoðum — og þessi drengur er svo kátur og áhyggju- laus, eins og hann ætti allan heimsins auð vis- an. Mér lízt vel á þennan dreng og hefði gam- an af að kenna honum undirstöðuatriðin í því latínska tungumáli.« »Eg efast um að Tuini fengist nokkurntíma til að læra það — hann er svo einþykkur.« »Bágt er að heyra það af þínum vörum. Hann er vel gefinn, en óupplýstur. Og svo líkar mér ágætlega við hann Dúx okkar. — En þar á er eg forviða, að maður, sem vantar nauðsynlegustu limina til að hreyfa sig á, skuli þora að fara á vald þeirrar höfuðskepnu, sem er jafnvölt og ótrygg og vatnið.« »Hann getur þó staðið á fótunum, herra.» »Nei, Jakob, hvernig er hægt að standa á því, sem ekki er til? Þú talar meira að segja

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.