Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Síða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Síða 4
52 NYJAR KV0LDV0KUR »Jakob, kondu; Tumi, farðu og taktu stýrið.<> »Ekki eg,« sagði Tumi. »Kærðu þig ekkert um stýrið, Jakob, harin rekur svona beint litla stund — kondu og hjálp- aðu mér. < Eg hafði ósköp gaman af þessu, og var heldur hliðhollur litla Tuma, svo að eg sagði, að eg mætti ómögulega fara frá stýrinu, því að bátmn kynni að reka á grynningarnar. Eg hafði gaman af að vita, hvernig Tumarnir hefðu sig út úr þessum tvöföldu vandræðum. »Fjandinn eigi líka þessa . .. Tumi, óhræs- ið þitt, ætlarðu að láta mig standa hér fastan í allan dag?« »Nei, pabbi, það held eg ekki. Nú skal eg strax hjálpa þér.« »Nú, því gerirðu það þá ekki?« »Eg verð fyrst að ná samninguin við þig. Pú getur þó skilið, að eg vil ekki hjálpa þér til þess að lúskra mér?« »Eg skal ekkert lúskra þér. Fari tréfæturnir mínir fjandans til ef eg geri það.« »Jæja þá, ef eg lýk upp fyrir tréfælinum — ætlar þú þá að ljúka upp skápnum? Og gefa mér einn ósvikinn á eftir miðdegis matnum?« »Já.« Og svo kom Tumi litli og losaði um múr- steinahrúguna svo karl Iosnaði. Regar hann kom út á þilfarið, sagði karl: »Fátt er svo ilt að einugi dugi. Margri ráðningunni hefurðu siopp- ið hjá fyrir það að eg er fótalaus.« — Svo lágum við þarna í næstu vík um nóttina. Eg hef verið nokkuð langorður um fyrsta daginn, sem eg var hjá þeim feðgum. — Rað má heita lýsing á lífinu hjá okkur, eins og það var dag eftir dag. Reir smáhnippuðust feðgarnir og urðu svo beztu vinir aftur. Rað var nóg um skemtun, gamli Tumi söng og sagði sög- ur, og fékk sér stundum neðan í því; litliTumi fékk sér bragð með, bjó til matinn og hvað eina. Mál þeirra Flemings og Marables var nú fyrir hendi, svo að eg varð að vera í landi nokkra daga. Fleming var kærður fyrir innbrots- þjófnað, hilming á stolnu fé og morðtilraun, áuk margra annara saka. Marables var og sak- aður um hilming og hlutdeild í morðtilraun- inni. Það gat eg losað hann við að fullu. Hann játaði alt tregðulaust og sýndi á sér einlæg iðrunarmerki, en Fleming var hinn stæltasti og þverneitaði öllu, hvernig sem sakirnar bárust á hann. Hann hafði þá leikið þá list að vera í félagsskap með innbrotsþjófum meira en heilt ár, en síðari tímann hafði hann haft það starf á hendi að koma stolnu mununum á aðra staði í borginni og sjá um sölu á þeim þar. Ensvo hafði orðið rimma út úr skiftunum á ránsfengn- um, og það svo að tveir úr félaginu höfðu sagt til, gegn því að þeir slyppu óhegndir; þannig komst alt upp. Sakirnar á hendur Fleming og þeim félög- um voru svo berar, að engin mátmæli dugðu neitt. Eg sagði satt og rétt frá öllu sem áður. En þó eg hefði hvergi við komið, voru málin svo ljós, að engu varð um þokað. Fleming var dæmdur til hengingar, en Marables til æfilangr- ar útlegðar, en rétt á eftir var því breytt í sjö árá útlegð, áður en skipið fór af stað með hann. FIMTI KAPÍTULI. Skemtiferð skólameistara. Ferjubáturinn kom fám dögum síðar, og eg var rétt í svefnrofunum, þegar eg heyrði að glumdi í rödd sem eg þekti vel: >Indæl er sólin við austurhafsbrún, indæl er vordögg og gjálfur á fjörum, indælust þó víst af öllu er hún — nú, Tumi þarna, festu kaðalinn og settu hlífar- kubbana ofan með kinnungnum — flýtt’ þér nú, svo málningin skemmist ekki — unnustan blíða með kossinn á vörum.« Eg spratt upp úr rúminu, opnaði hélaðan gluggann og sá bátinn við bryggjuna. Sólskin var hið fegursta, andlitið á gamla Tuma var eins glaðlegt eins og morguninn sjálfur, og litli Tumi hoppaði fram og aftur og blés í kaun, Eg var ekki lengi að klæðast og hljóp

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.