Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 8
56 NYJAR KV0LDV0KUR. eruð eins og þér eigið að vera. Kunnið þér ekki þessa vísu: Fjandinn hafi hvern fýlunagg sem fastar og hleypir brúnum og vill ekki nema vatnið tómt — eg vel honum sess með kúnum. Vatnið — eg veit ekki hvað maður á svo sem að gera með vatn nema hafa það í grogg og svo að sigla í því.* »Eg er alveg á sömu meiningu,« svaraði Tumi og rétti fram bollan sinn tóman. »Altend ert þú eins —en þú skalt nú samt fá aðra inngjöf.« »Er þetta líka meðal?« sagði skólameistari. »Já, meira en það, hetra en alt skottu- læknágutl í veröldinni; það læknar sorgir og þunglyndi og allar hugraunir.« sRað efast eg nú samt um faðir, minn, því að því meira sem drukkið er, því meiri verður raunasvipurinn á flöskunni.« »Hu —hu,« heyrðist niðri í skólameistara. »Tumi vinur, meðal annara dygða virðist það lfka skerpa fyndnina. Segið oss meira af lyfja- dygðum þess, Dúx góður.« »F>að læknar líka ástir, sem ekki er svarað, og herðir á þeim, þegar alt gengur vel. Eg hef heyrt það læknaði líka afbrýðisemi, en það er eg nú ekki viss um,« Og svo sagði gamli Tumi þeim langa sögu um afbrýði og brennivín, og endaði svo með því að bjóða skólameistara að bæta í bollann hans. »Áður en eg samþykki það, Dúx vinur, verðið þér að upplýsa mig um, hvað mikið maður má taka inn af þessum yndislega drykk án þess að verða ölvaður, eða fullur, eins og fólk kallar það.« »Faðir minn getur drukkið svo mikið, að bátur getur flotið í því,« svaraði litli Tumi, »svo þér þurfið ekki að vera hræddur. Eg skal drekkast á við yður í alla nótt upp á það.« »F>að skaltu ekki, Tumi,« svaraði faðir hans. »Jú, eg skal, herra.« Eg tók eftir, að það var talsvert farið svífa á skólameistara minn, og af því að eg vildj að það yrði ekki ofmikið úr því fyrir honum, hnipti eg í hann til þess að gefa honum bend- ingu. En hann var sokkinn ofan í djúpar hugs- anir og skeytti mér ekki. Svo stóð eg upp og fór að liðka mig á að líta eftir akkgrisfestinni. »Er það ekki undarlegt,« tautaði skólameist- ari. »Jakob er að smáhnippa í mig. Hvað skyldi hann meina með því?« »Hefur hann hnipt í yður?« sagði litli Tumi. »Já, hvað ofan í annað —og svo fór hann burt.« »F>að hefur verið hnipt heldur fast í yður sýnist mér,« sagði Tumi, og seildist eftir frakka- lafi skólameistara, sem hundurinn hafði rifið af, og sýndi honum. »Ó, Jakob, elsku barn, hvað hefur þú gert,« mælti skólameistari og hélt upp stúfnum af lafinu með örvæntingarsvip. »Langt tak, kraftatak, tröllatak,« sönglaði gamli Tumi, og leit svo til litla Tuma, »þú ert þokkapiltur, strákur.* »F>að er komið sem komið er,« andvarpaði skólameistari og stakk lafinu í þann vasann, sem eftir var, »og verður ekki úr því bætt.« »Að vísu er nú svona komið,« sagði gamli Tumi, »en úr því má bæta vona eg. Ekki þarf nema nál og spotta til þess að sameina frakk- ann og lafið aftur í heilagt hjónaband.* »F>að er nú satl hu —hu. Ráðskonan mín verður að gera að honum —en hún verðurreið. En tölum ekki um það—« sagði skólameist- ari og saup vel á bollanum sínum. Tók nú mjög að svífa að honum. ->Mér finst eg líða í loftinu léttur sem fugl og eg gæti bæði farið að syngja og dansa.« Tumi gamli tók þegar lagið, lilli Tumi söng í mjóum róm, en svo kom innanum hvakkandi hljóð, sem eg kannaðist ofboðsvel við; það var skólameistari — hann söng með. Eg kom aftureftir og ætlaði að reyna að vara hann við, enn hann tók nú engum aðvörun- um. Tumi var nú seudur eftir hinni flöskunni og svo var haldið áfram og drukkið ósleiti- lega. Eg reyndi enn að fá hann til að gefa upp drykkinn, en hafði ekki annað upp úr því

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.