Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 21
BÓKMENTIR. 69 aði undan návist mannsins. Rað var eins og ekkert ilt þyrði að manni, sem var svona ný- sloppinn undan dauðanum. Fyrir skömmu hafði eg mist alt það sem eg átti, lestina, mennina, ferðapeninga mína, uppteiknanir, verkfæri og Ijósmyndaplötur. Eg var aleinn þessa kyrru nótt í alókunnu landi, og þó fanst mér eg auð- ugri en nokkur konungur á jörðinni. En nú mátti ekki slæpast. Mannslíf Iá við. Eg fylti bæði stígvélin mín á barma, smeygði stroffunni upp á spaðaskaftið og hélt sömu leið til baka. Poka kom á um nóttina, svo eg vilt- ist í skóginum. Eg kallaði á Kasim, en enginn gegndi. Eg settist því að og kveikti bál mikið og lá til morguns. Um morguninn vaknaði eg snemma, og fann Kasim, og var hann þá að kominn dauða. Hann hafði heyrt mig kalla og séð eldinn, en hafði ekki krafta til að draga sig þangað. Hann tæmdi stígvélin í tveimur teigum og var borgið. Svo er ekki meira að segja af þessu æfin- týri. Við Kasim vorum enn þrjá daga á ferð, þar til við hittum hirða nokkra, og Iifðum á rótum og hráum fiskum úr ánni. Já, því verð eg að bæta við, að daginn eftir kom Islam og fleygði sér grátandi fyrir fætur mér. Hann hafði bjargað minnisblöðum mínum, kortunum, sumu af verkfærunum og ferðapeningunum; hann sagði að bálið okkar við poplana hefði gefið sér nýtt líf og krafta. Um hina mennina tvo viss- um við aldrei neitt. Reir og úlfaldarnir sofa svefni dauðans undir skríðandi sandöldunum í eyðimörkinni. « Bókmentir. Það hefur sjaldan verið mikið getið danskra bókmenta í Kvv., og kemur það til aftvennu: annað er það, að fátt og lítið hefur hingað til verið íslands getið í þeim, — í því stendur Þýzkaland stórum framar — og svo hitt, að sárlítið berst hingað af dönskum bókmentum nema fáein blöð og skólabækur. Eg sé að margir kaupa Familie-Journal og Mönstertid- ende, og getur hver sem vill talið það til bók menta. En dönsk skáldrit berast hingað fá, og mun því valda tvent: að þau eru mörg ekki við okkar hæíi, og svo eru þau að jafnaði svo dýr, að menn geta ekki keypt þau. Og er hvorttveggja ilt. Danmörk sténdur framar- lega í bókmentum meðal þjóðanna nú á dög- um, og ef hún er að mannfjölda til borin saman við stórþjóðirnar, Rjóðverja, Englend- inga og Frakka, blandast víst fáum hugur um, hver þjóðin stendur þar hæst eins og stendur. En erfiðleikarnir eru miklir með að geta fylgzt með fyrir okkur hér, og ekki hef eg getað náð í svo mikið af nýjum dönskum skáldritum, að eg sjái mér fært að benda á neitt sérstakt, sem eg vildi benda mönnum á. Pað getur verið svo margt enn betra, sem kunnugir menn tækju fram yfir, að eg vil ekki fara að hlaupa á mig með nein nöfn. En ráða skildi eg þeim, sem vildu kynnast dönskum bókmentum og hafa ráð á að afla sér bóka, að vera sér í útvegum með tímarit eitt, er kallast »Bogvennen«, og Gyldendals bókaverzlun gefur út; það er 20 hefti á ári og kostar 3 kr. með tveimur ágæt- um skáldritum, er fylgja því. Par er getið alls hins helzta, sem út kemur, einkum frá Gylden- dal, og efnis ritanna, og er með fjöldi mynda. Nú á síðustu árum hafa ýms félög í Dan- mörku byrjað á að gefa út ýmsar bækur í flokkum (seríum), og hefur »Kunstforlaget Dan- mark« gert mest að því. Pað eru mest upp- prentanir eldri rita, ogþótt frágangur á þeim væri miður vandaður framan af, þá er það nú orð- ið miklum mun betra. Nokkuð mun vera keypt af þeim hér á landi og er það gott að því leyti að flest eru það úrvalsrit. En stórum mun vandaðri, bæði að frágangi og efnisvali, eru »Martins« seríur, alt eða mest úrval úr útlend- um bókmentum. »Gyldendals« seríur eru úrval úr hinum nýrri dönsku bókmentum, og mjög vandaðar bæði að efni og frágnngi. Báðar þess- ar seríur eru afaródýrar, 50 og 75 au. hvert bindi. Bókagerð mun nú vera að tiltölu mes^

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.