Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 19
FRA FERÐUM SVEN HEDINS 67 okkur. Regar okkur var orðið heitt aftur, urð- um við svo syfjaðir að við fleygðum okkur niður og sofnuðuin óðara. Við vöknuðum aft- ur kl. 4 um morguninn 2. maí, og var þá sárkalt, og gengum svo fimm stundir samfleytt. Svo hvíldum við okkur eina stund. Svo gengum við tvær stundir. Rá var orð- ið svo heitt, að við hnigum niður örmagna. Kasim gróf upp kaldan sand norðan í sandöldu, og þar skriðum við allsuaktir ofan í holuna. Höfuðin ein stóðu upp úr, og hlífðum við þeim við sólarhitanum með fötum okkar, sem við fiengdum á spaðann. Kasim helti við og við yfir mig köldum sandi, og var það eins hress- andi eins og steypibað. Svona lágum við ör- magna í sandinum allan daginn til kvölds — en ekki gátum við sofnað. Um miðaftansbilið skreiddumst við á fætur og klæddum okkur. Svo drógumst við áfram um stund og ultum svo útaf sofandi á sandöldu. Mér fór að verða illa við þennan ólukku svefn, ef það kæmi að því að við vöknuðum ekki aftur. 3. maí fórum við af stað kl. hálffimm. Við stauluðumst áfram nokkrar stundir —en þá greip Kasim alt í einu í handlegg mér, stansaði og benti í austur. Eg gat ekkert séð öðru nýrra. »Júlgún (tamariska),« hvíslaði hann. Guði sé lof. Við fengum nýja krafta og kjöguðum áfram svo sem við máttum, og þegar við höfðum náð að runnanum—olíugreininni, sam boðaði að strönd sandhafsins væri í nánd, — féllum við á kné með þakkarbæn til guðs og tugðum þess- ar vökvamiklu nálar. Klukkan hálftíu náðum við að öðrum runni, og sáum hylla undir fleiri eins og dökka depla í gulum sandinum. En nú voru kraftar okkar á þrotum. Við grófum okk- nr ofan í sandinn, en nú var Kasim orðinn svo máttfarinn, að hann gat ekki helt yfir mig sandi. Rarna lágum við í 9 stundir, þegjandi eins og tvö lifandi lík, og gátum ekki sofnað. Tunga, varir og gómur var orðið svo skræln- að, að við gátum ekkert sagt —við hvísluðum eða blésum frá okkur einu og einu orði. Kl. 7 um kvöldið fórum við að lifna i rökkrinu. Svo gengum við þrjár stundir, og það var orðið koldimt. Rá sá Kasim alt í einu þrjá popla rétt hjá okkur. Rætur þeirra hlutu að ná til grunnvatns, og það gat ekki verið sérlega djúpt á því. Við fórum að grafa við eitt tréð, en urðum brátt að hætta fyrir mátt- Ieysi. Við lágum og klóruðum í jörðina með fingrunum, en ekki kom vatnið fyrir það. Við nerum okkur með populblöðunum vökvamiklu. Lengra komumst við ekki þá nótt. Par var mikið af þurrum feyskjum; þær týndum við saman og gerðum bál mikið, sem hefði átt að sjást, ef menn væru í skógunum við Kotan- darja og hrest huga Islams, ef hann væri enn lifandi. Við héldum eldinum við í tvær stund- ir; svo dó hann út. Svo reyndum við að pina ofan í okkur ögn af nestinu; en það tókst ekki að renna neinu niður, og svo fleygðum við því í eldinn til þess að vera ekki að dragast með það. Eg hélt þó eftir einni tómri dós og ætlaði að hafa hana til að drekka úr henni úr Kotan-darja. Svo sofnuðum við, og fundum ekki til næturkuldans. Hinn 4. maí gengum við frá því kl. 4 um morguninn fram að kl. 9; þá fleygðum við okkur niður við tamarisku eina. Eyðimörkin blasti við til austurs. Hvergi var popul að sjá — einstöku stað skrælnaða tamarisku. Rarna lág- um við 10 stundir í steikjandi sólarhitanum. Svo leið sól til vesturs og lækkaði á lofti — ef til vill í síðasta sinn yfir okkur. Eg hrædd- ist að sjá mig nakinn. Skinnið var rauðmó- rautt, hart og þurt eins og harður bjór utan á beinunum. Öll rifin riðu hátt uppi og mag- inn gerði djúpa dæld fyrir neðan rifjahylkin. Eg ætlaði með engu móti að komast á fætur. Kasim lá eins og dauður, og þegar eg fór að hrista hann til, tautaði hanti að hann gæti ekki meira, og hefði slept allri von. Átti eg þá að lifa lengst af allri þessari lest, mönnum og dýrum? Eg tók prikið mitt og keifaði áfram í myrk- rinu og sandinum. Loftið var svalt og blæja- Iogn. Eg lagði við og við eyrað við sandirin — en ekkert heyrðist netna tifið í úrinu mínu og þungur og seirffara hjartsláttur.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.