Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 22
70 NYJAR KV0LDV0KUR í Danmörku, hvar sem leitað er í heiminum, þegar alt kemur til alls. Rað hefur oft verið talað um það, hvað Danir skeyttu lítið um það að kynnast íslandi eða breiða sanna þekkingu á því út hjá sér. Og það er ekki að ástæðulausu. Rað eru varla aðrir en Daníel Bruun, sem hafa fengist við það, en hann hefur líka gert það vel og heiðarlega, enda er hann maður sannorður og ber hið bezta skynbragð á að meta og skilja íslendinga rétt. Öðrum man eg ekki eftir. Nú allra síðustu árin eru íslendingar farnir að ryðja sér til rúms og vekja eftirtekt í Dan- mörku, Fyrir fám árum útlagði Holger Wiehe sögur eftir Einar Hjörleifsson og Olaf Hansen sýnishorn áf ljóðakveðskap vorum og var hvort- tveggja vel gert, og vakti allmikla eftirtekl. Svo voru árið sem leið útlagðar og útgefnar af Gyldendals bókaverzlun fjórar af sögum Jónas- ar Jónassonar (Sagamannesker) og Borgir Jóns Trausta (Mod Stiömmen), og þótti talsvert til þeirra koma. einkum hinnar síðari, enda er sú saga það bezta, sem Jón Trausti hefur enn gefið út. Frú Margrét Löbner-Jörgensen í Askov hefur þýtt báðar bækurnar. Vera má að eitt- hvað sé fleira, sem eg veit ekki um eða man eftir. En svo eru íslenzkir rithöfundar að komast að á bókamarkaðinum danska. Pað er sorglegt að svo skuli þurfa að vera, að þeir gerist danskir rithöfundar, — en hvað skal segja, ef þeir komast þar að betri kjörum og gengur betur að verja pundi sínu sér til lífsuppeldis þar en hér. Hver er þó altaf sjálfum sér næst- ur; og þó að ættjarðarástin sé fögur í munni og mikið þyki til koma að offra sér á altari þeirrar gyðju, sem rétt er og satt, þá verður hún létt í viktina fyrir æði mörgum, þegar á að fara að búa til úr henni lífsviðurværi. Jónas Guðlaugsson átti erfitt uppdráttar hér að ryðja sér braut, én nú hefur hann þegar gefið út tvö kvæðasöfn á dönsku, og hafa þau fengið þar talsvert hrós. Gunnar Gunnarsson, bráð- ungur maður af austurlandi, hefur gefið út Ijóðasafn á dönsku, og svo skáldsögu, sem hann kallar Ormar Örlygsson, og er það fyrsta sagan af heilum bálk, sem nú er orðið móðins að geia. Ekkert af þessu hefur sézt hér. En tilþrifamestur og frægastur er Jóhann Sigurjóns- son, sern virðist nú vera á leið með að byrja að ná Evrópufrægð þeirra Henriks Ibsens og Björnsons með Fjalla-Eyvindi. Vér megum vera Dönum þakklátir fyrir að hafa tekið þessa menn upp á bókmentaskrá síiia, því að nóg áttu þeir fyrir, en vafasamt að þeir hefðu átt vérulega framtíð fyrir höndum í fásinninu hér hjá oss. Nú um 16 ár hefur verið gefið út í Kaup- mannahöfn rit það er »Frcm« heitir, Rað er gefið út sem vikublað, en þegar hver árgang- ur er búinn, þá má og á að leysa hann allan i sundur í aðgreindar bækur. Bækur þessar eru ekki neinn hégómi, þær eru ekki skáldrit eða sögurusl, heldur almenn fræðirit um öll helztu vísindi, sem þarf að þekkja til almennrar ment- unar. Eg held það séu engar fræðigreinar nema guðfræði, lögfræói og málfræði, sem eru undan skildar. Og bækur þessar hafa ritað hinir mestu og beztu fræðimenn á Norðurlöndum, helst þó i Danmörku, prófessorar við háskóla og frægir vísindamenn. Nú eru komin út 60 bindi í safni þessu með mörg þúsund myndum, og eru sum bindin afarstór, t. d. mannkynssaga og landafræði, hver yfir 100 arkir í áfarstóru broti. Nú í aíðasta árgangi komu 6 bindi í stóru broti, hvert um 20 arkir, og skal eg benda þar á ferðasögu Svens Hedins hina síðustu (Transhimalaja) í tveim bindum. Nú í yfirstandandi árgagi er að koma út Opfindel- sernes Bog (saga uppfundninga og iðnaðarfram- fara mannkynsins). Sú bók verður í 12 bind- um og fyllir þenna árgang ritsins og 'hinn næsta. Ritið kostar 6 kr. á ári og má fá það hjá bóksölum. Ættu sýslubókasöfn og þeir sem hafa not af dönskum bókum í lesfélögum að vera sér úti um rit þetta, því annaðeins ritsafn er mér vitanlega hvergi annarstaðar gef- ið út í heiminum. j j

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.