Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 17
NI-NI. 65 til að gefast upp, úr því að það var komið á heljarþrömina. Abd-el-Kader hafði beðið voðalegan ósigur. Af því leiddi að þeir Sífar el Kim og hann gerðust óvinir og slitu félagi sínu, og fóru sinn í hvora áttina: Sífar í suðvesturátt en Abd-el-Kader til suðurs inn í eyðimörkina. Einn dag kom munkurinn E1 Ghezir heim úr njósnarferð og gekk þegar beina leið inn í tjald Sífar el Kims og sagði: »t>ig vantar dóttur þína — veiztu hvar hún er niður komin?« »Nei, en þú virðist vita það.« »Eg veit það.« »Nú, svo seg mér það þá.« »Hún er hjá Ferengunum.® ^það getur ekki verið. Er hún ambátt?« »Kona Frakkans, sem hún flúði með.« »Hjá heiðingjum.Sé hún bölvuð. Og Ni-Ni?« »Ber nú franskan söðul á baki.« »Séu þær báðar bölvaðar.« »Og Frakkar hafa nú bezta og fljótasta hrossið, sem er til í landinu.« »Þeir skulu hvorugu halda lengi, hvorki konunni né hrossinu. Hvar er hersveitin nú?« Við Mitilfa við Garbidalinn.« »Þakka þér fyrir.« Munkurinn fór og var nú ánægður. Konan, sem hann vildi fá, var sama sem dauð, þvíað Bedúínar gleyma því aldrei, ef einhver fellur frá trú þeirra og flokki. Sífar el Kim kallaði á fjóra elztu sonu sína og sagði við þá, og var dökkur á brúnina: »Synir mínir, eg fel ykkur hefndina fyrir allan kynþátt okkar.« »Tala þú,« svaraði Elab, elzti sonurinn, »tala þú, herra minn og faðir.« »Þið áttuð systur.« »Fatime?« sögðu þeir allir. Hann hneigði höfði gremjulega. »Hún er orðin kona Laroche hins franska, heiðingjans.« »Vei, vei,« hrópuðu þeir allir. »Hún hefur gefið honum Ní —Ní.« »Vei, vei,« hrópuðu þeir aftur. »Þau verða að deyja—öll þrjú — Fatime — heiðinginn — Ní—Ní —.« Synirnir hneigðu höfði þegjandi. »Frakkar eru við Garbidalinn —við Mitilfa. — Hefnið mín.« Þá mælti Elab: »F*að sver eg við skegg spámannsins, að við förum af stað þegar í dag—Jússúf, Rúss og Ardent bræður mínir fara með mér.« Þeir hneigðu höfuð sín, krosslögðu hend- urnar á brjóstinu og gengu þegjandi út. — Viku síðar var Fatime á reið með manni sínum; hún reið Ní-Ní við hlið honum ogláó- umræðilega vel á henni. Hann reið brúnum Berbahesti. Svo riðu þau út úr herbúðunum. Fatime kunni vel franska tungu. . Pá benti hún út í fjarska og mælti. »Lítt á, Francois, þarna er strútsfuglaveiði.« Laroche leit upp, »Það er satt,« sagði hann. Fjórir Bedúínar voru að elta einn strút, og hljóp hann í víðan hring eins og vant er. Strúturinn hljóp nær þeim Laroche og Fat- ime. Alt í einu þeystu hinir fjórir Bedúínar beint til þeirra og miðuðu byssum sínum á þau áður en þau varði hið minsta. Fjögur skot dundu við í einu. Fatime hneig þegar dauð af hrossinu. en Ní—Ní byltist nið- ur og var þegar dauð. Hestur Laroche féll líka dauður niður og rétti þegar frá sér alla fætur, en sjálfur var hann sár til ólífis. Hann skreiddist að líki'Fatime, kysti hana og sagði: »Þig hef eg eina elskað, yndið mitt bezta. Það líður ekki á löngu þangað til við sjáumst aftur.« Hann stundi svo sárt, eins og hjarta hans væri að springa. Varðliðið hafði heyrt skotin og kom þegar stökkvandi. En Bedúínarnir —bræðurnir fjórir — þeystu þegar á fleygiferð út í buskann og hurfu. Menn vildu fara að hjálpa Laroche, en hann brosti raunalega og mælti: »Látið mig vera, bræður góðir, eg hef feng- ið nóg. Úr því Fatime er fallin fyrir vopnum 9

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.