Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Síða 3
Olafur Davíðsson
þjóðsagna- og náttúrufræðingur.
liingan^nr.
Það eru nú rúm 30 ár liöin, síöan lokið
var æfi eins hins sérkennilegasta íslenzka
fræðimanns á seinni hluta 19. aldar, ÖI-
afs Davíössonar. Síðan hefir verið furðu
Ólafur Davíðsson.
hljótt um hann, og aðalritverk hans legið
geymd í handriti, og fáurn mönnum
Ííunn. En líkt og hann vann verk sitt í
kyrrþey, hefur minning hans geymzt
hljóðlátlega meðal hinna fáu, er þekktu
hann. Eins hafa þeir, er fást við rann-
■sókn íslenzkra fræða trauðlega komizt
framhjá því, sem Ólafur hefur þar af
N.-Kv. XXVII. árg., 4.-6. h.
mörkum lagt, án þess að verða þess var-
ir, einkum um allt það, sem snertir
menningarsögu hinna síöustu alda.
Margir þeirra munu þar hafa notið góðs
af starfi hans. Líkt fer og þeim, er sinna
íslenzkri grasafræði. í þeim fræðum er
nafn Ólafs nefnt svo oft, að það hlýtur
að vekja athygli, enda þótt hann hafi
ekkert ritað sjálfstætt um þau efni. En
þrátt fyrir þetta er hann samt að mestu
ókunnur hinni uppvaxandi kynslóð lands-
ins. Það hef ég rekið mig oftlega á. Bæði
sakir þessa, og svo hins, að nú er að
hefjast útgáfa á þjóðsagnasafni hans
hinu mikla, hef ég ráðizt í að kynna
manninn lítið eitt fyrir lesendum N*. Kv.,
enda þótt ég finni, að það verði af meiri
vanefnum gert, en ég hefði óskað.
Æfiatriði.
Hin ytri æfisaga Ólafs Daviðssonai' er-
hvorki löng né viðburðarík. Hann stóð
aldrei í neinni þeirri fylkingu, er heyr
þá bardaga, er þjóðin starir á með undr-
un og aðdáun. Hann skipaði heldur ekkí
neinn þann virðingarsess, sem helgaður
er af lögum og landssið. Hann var alla
æfi fátækui', hógvær fræðimaður,- sem
vann af ást á viðfangsefnunum, »sér til
hugarhægðar, en hvorki sér til lofs né
frægðar«.
Ólafur Davíðsson var fæddur að Felli
í Sléttuhlíð hinn 26. febrúar 1862. For-
eldrar hans voru: Sigríður Ólafsdóttir
Briem og Davíð Guðmundsson,, sem síðar
var lengi prófastur í Eyjafjarðarsýslu og
sat þá að Hofi í Hörgárdal og þjónaði
Möðruvallaklausturskirkju. Voru þau
7