Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Qupperneq 8
54
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
eins framkvæmt svo vel, sem raun ber
vitni um, að hann var náttúrufræðingur.
Starfssvið hans var eitt af hinum örðug-
ustu innan grasafræðinnar, og því engin
von þess, að honum tækist á svo skömm-
um tíma, sem hann starfaði þar að, bæði
að safna og vinna úr söfnunum. Það má
teljast fullkomlega víst, að til þessa dags
hefur enginn fslendingur haft víðtækari
og djúpsettari þekkingu á lággróðri
þessa lands en hann. Það tjón,, sem rann-
sókn þessara fræða beið við dauða hans,
verður seint metið til fulls. »Meira þó í
huga hans hvarf með honum dánum«, á
ekki sízt við þenna þátt starfs hans. f
Þjóðólfsgrein dr. J. Þ., sem fyrr er vitn-
að í, tekur hann upp bréfkafla frá Stef-
áni Stefánssyni, þar sem svo er að orði
komizt: »Þjóðfræði og grasafræði lands-
ins mátti heldur ekki vera án hans. Það
sem hann hefur unnið fyrir íslenzka
grasafræði síðustu árin er ómetanlegt.
Hann hefur safnað ógrynni af plöntum,
--------og þessu ætlaði hann að halda
áfram með þreki því og elju, sem honum
var eiginleg«. Það er heldur enginn vafi
á því, að í hinum fámenna hópi íslenzkra
náttúrufræðinga skipar Ólafur virðuleg-
an sess.
Vm mannlnn.
Eftir hina lauslegu grein, sem nú hef-
ur gerð verið fyrir störfum Ólafs, þykir
mér hlýða að lýsa manninum ögn nánar
eftir því sem efni standa til. Styðst ég
þar einkum við greinar þær, sem ritaðar
voru um hann látinn, en einnig hef ég þar
nokkurn stuðning af munnlegum frá-
sögnum þeirra, sem þekktu hann.
Óllum, sem Ólafi hafa lýst ber saman
um það, að hann hafi verið einrænn, fá-
skiptinn og dulur og óglysgj arn úr hófi
fram. En jafnframt þessu er viðbrugðið
samúð hans með smælinggjunum, hjálp-
fýsi og greiðvikni við hvem, sem í hlut
átti. Um hjálpfýsi hans segir Einar Kvar-
an í nainningargrein í »Norðurlandi« 19.
sept. 1903: »Hann hafði svo ríka og næma
tilfinningu fyrir þeim, sem bágt áttu, að
hann klæddi sig úr fötunum og gaf simi
síðasta eyri til þess að gleðja þá og bæta
úr böli þeirra; Hann mátti ekkert aumt
sjá.
Einu sinni sem oftar kom hann hing-
að á Akureyri í illu veðri, for var mikil
á götunum. Nokkuð fyrir utan hótelið
var mannræfill blindfullur, sem stungizt
hafði á höfuðið í forina og skaddast svo
á höfði, að blóð vall úr sárinu og bland-
aðist við saurinn, sem hann var ataður
í frá hvirfli til ilja. Allir, sem á horfðu,
létu þetta afskiptalaust og biðu þess, að
lögreglan tæki manninn. »Ult er þetta«,.
segir Ólafur, »ég verð að hjálpa mann-
skepnunni, þótt ekki þekki ég hann«. Svo
fiskaði hann manninn upp úr forinni,
draslaði honurn inn í hótel, þvoði á hon-
urn höfuðið eins vel og hann gat, batt
um það með vasaklút sínum og borgaði
fyrir hann næturgreiðann«.
Þá er og barngæðum hans viðbrugðið.
f sörnu grein og áður er getið segir Ein-
ar Kvaran: »En ekkert opnaði eins ást-
ríkislindirnar i hjarta hans eins og börn-
in. Barngæði hans voru frábær. Öll börn
hændust að honum, og yfir þeim, sem
þekktu hann bezt hafði hann svo mikið-
vald, að hann gat huggað þau til fulls,
hvað sárt, sem mótlætið var. Þau voru
heilög í hans augum og máttu ekkert sjá
né heyra, sem miður mátti fara. Og allt-
af var hann að fræða þau«.
Enginn hlutur var Ólafi fjær skapi en-
að berast á eða vera hávaðamaður. Fá-
orður var hann og stuttorður og virtist
oft vera þurr á manninn, en engu að síð-
ur var hann gleðimaður á sína vísu, og
manna skemmtilegastur í góðvina hóp.
Var hann þá einkennilega fyndinn og
gagnorður. »Láta hann snara að mér