Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Qupperneq 10
Helgi Valtýsson:
A
I Austfjarðaþokunni.
(Framh.).
IV.
Jón gamli á Höfða reri einn á báti,
eins og hann var vanur. Sjósóknin var
ekki ýkjalöng. Höfðinn liggur norðan-
vert við Flóann, og hann var allur eitt
óslitið fiskimið, djúpt og grunnt, hvar
sem leitað var. Jón gamli hafði engum
fullorðnum á að skipa. Börnin voru öll í
ómegð. — Svona er að vera seint giftur.
Og konan var hætt að fara með honum
á sjóinn, síðan börnunum fjölgaði stöð-
ugt.
Nú lá Jón gamli í þoknnni með hálf-
hlaðinn bát. Fiskurinn hafði verið hand-
óður um hríð, en var nú tregari með
kvöldinu. Hann hafði heyrt í strand-
ferðaskipinu, er það var að mjakast fram
hjá. Og hann hafði rétt aðeins orðið var
við ölduhreyfinguna frá því á lögndauð-
um sjónum. Um hríð hafði hann vitað af
bátum í kring um sig. Nú var allt horfið
og hljótt. Kyrrð og myrkur umhverfis
hann á alla vegu. Eins og hann væri al-
einn í öllum heiminum. Þokan vafðist
þétt utan um hann. Engin átt var fram-
ar til. En Jón gamli var vanur einver-
unni og myrkrinu. Hann hræddist hvoi'-
ugt. Bæði eru meinleysis grey. Það þekkti
hann af langri reynslu.
Allt í einu hrekkur hann við. Hátt í"
lofti yfir höfði hans birtist einhver risa-
vera, og ógurlegir vængir blaka hægt og
hljóðlaust. Jón gamli bítur á jaxlinn og
athugar þetta nánar. Það er reiðinn og
seglin á franskri skonnortu. Skrokkurinn
er hvítgrár á lit og rennur því alveg sam-
an við þokuna. Skipið rekur lrægt með5
sjávarfallinu, og Jón gamli er alveg und-
ir hliðinni á þvi. Hann er fljótur að átta,
sig. Hann hefur með sér tvær mjólkur-
flöskur aukreitis.
»Biskví! — Biskví!« kallar hann og
veifar flöskunum.
Flandrararnir hleypa niður körfu,. sem
hann lætur flöskurnar í, og fær hann
hana svo niður aftur fulla af Flandrara-
kexi. En sú glaðning handa krökkunum
og konunni með kaffisopanum! Blessaður
matur! — Það er ekki á hverjum degi
bakkelsi á Höfða. — óekkí. Það er nú
síðúr en svo. —
Jón gamli fær enda og bindur bátinn
sinn aftan í skonnortuna. Svo hallar
hann sér útaf í skutinn og lætur sér
renna í brjóst. Hann hafði tekið daginn
snemma, og nú hlaut að vera framorðið.
Jón gamli hrekkur upp við mikinn há-
vaða og háreysti. Margir menn tala ákaft
hver í munninn á öðrum. Það er uppi á
frönsku skonnortunni aftur á. Háa-rifr-
ildi og róstur! Jón gamli rís upp í bátn-
um og sér þá skáhallt inn yfir þilfarið.
Skonnortan er orðin allhlaðin. Þokan er
jafnsvört og áður, en þó sér hann greini-
lega, það sem fram fer á þilfarinu.
Ungur piltur, ljóshærður og bláeygur,
hlær og gasprar og virðist vera að erta
roskinn mann svartskeggjaðan og svip-
þungan. Nokkrir hinna virðast hallast á
sveif með unga piltinum, og öðru hvoru
liggur við handalögmáli. Svo segir ungi