Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Síða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Síða 11
í AUSTFJARÐA-ÞOKUNNI 57 pilturinn eitthvað hlæjandi og í storkun- arróm, snýr sér við og gengur fram þil- farið. Roskni maðurinn verður svartur í framan af bræði. Hann þrífur langa og oddhvassa járnstöng (»mærlespir«), hleypur til og setur liana milli herðaunga piltsins, svo að út stendur um brjóstið. Hátt vein kafnar í miðju kafi, en marg- raddað hræðsluóp kveður við. Þetta hefur allt gerzt í augnabliks svipan. Þrír menn stökkva á þann svartskeggjaða og eiga fullt í fangi með að halda honum. Hann er alveg trylltur. Loksins geta þeir velt honum um koll. Allt er í uppnámi á skonnortunni. Jón gamli stendur höggdofa og horfir á. Svo sker hann í flýti á fangalínuna og lætur reiða frá skonnortunni. Hnútinn gefur hann sér ekki tíma til að leysa. —■ Hann er ekki uppnæmur fyrir öllu, Jón gamli, en þetta vill hann ekkert eiga við. Flandrarar eru nú einu sinni ekki eins og annað fólk, og yið þá er bezt að eiga ekkert útistandandi. Þeirn er til alls trú- andi, en einkis treystandi, ef því er að skipta. Jón gamli rær nokkur áratog burt frá skonnortunni, svo hún hverfur í þokuna. Einhverstaðar úti í myrkrinu heyrir hann í Færeyingum. Annars gleypir þok- an allt. Hann teygir úr sér og geispar og hristir af sér svefnmókið. Þetta er allt eins og vondur draumur, eins og líka við er að búast í bannsettri ekkisen þok- unni. Svo sezt hann að fiski og dregur drjúgum. Alltaf er hún söm við sig, blessuð björgin. Hann situr hugsi dá- btla stund. Suðurfallið hlýtur að vera homið, og þá má ef til vill átta sig. — Allt í einu er hann kominn undir kinn- onginn á skonnortunni aftur, og rétt f því er hvítum segldúksströngli hleypt b»gt út fyrir borðstokkinn. Allir taka °fan. Skipstjórinn tautar nokkur orð. Svo er strönglinum sökkt í sjóinn. Jón gamli rær út í þokuna á ný. Hon- um er ekki um þetta franska nábýli. — Hann rær og rær, unz hann kemur á milli báta og heyrir mannamál á þrjá vegu. Þar rennir hann og hittir þegar á fisk. Urn hríð dregur hann nú vænan þorsk og stórýsu. Hugur hans er í jafn- vægi, og hann raular rímnalag fyrir munni sér: »Andri hlær svo höllin nær við skelfur — —«. Allt í einu kippir þungt í og stendur svo fast. Spraka! Sú er víst væn! — Jón gamli dregur með jöfnum, löngum tök- um. Furðulegt hve skepnan er róleg, jafn stór og þessi hlýtur að vera. Nú er drátturinn kominn undir borðið. Jón gamli þrífur ífæruna og beygir sig út yfir borðstokkinn. Hann hrekkur við. Hvítur segldúks- ströngull stingur kollinum upp úr sjón- um. öngullinn situr undir kaðalvafningi rétt við gildari endann. Jón gamli áttar sig fljótt og jafnar sig. Hann losar krókinn og lætur ströng- ulinn síga niður aftur. Hann sígur hægt og hikandi. Það er eins og honum sé ó- ljúft að sökkva. Jón gamli situr hugsandi stundarkorn og heldur á önglinum í hendinni. Skárri er það nú annars tilviljunin að tarna! Hann hlýtur að hafa reitt í áttina til frönsku duggunnar, þótt hann hafi ekki orðið þess var. Eða hvar var hún núna? — Þoka, þoka, sótsvarfa þoka, sem gleypir allt líf. Allt hljóð. — Hann leggst á árarnar og kippir alllangan spöl út í bláinn. Það er þó alltaf skemmtun og tilbreyting í því að heyra straumgjálpið við stefnið og kinnungana. Nú er fiskur’ tregur um hríð. Það líða eflaust tvær—þrjár stundir. Þá setur Jón gamli í stór-drætti á ný. f þetta sinn er það þó eitthvað lifandi! Það kippir fast í og byltist til, um leið og hann setur í það. Svo dregur hann jafnt og þétt. — 8

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.