Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Side 12
58
MÝJAR KVÖLDVÖKUR
Þetta er miklu þyngri dráttur en síðast.
Og Jóni gamla er rótt í skapi. En ein-
kennilega er þetta fjörlaust kvikindi!
Hananú! Jón gamli lýtur yfir borð-
stokkinn og bregður ífærunni--------
Hvert í ekkisen þó-----------!
Segldúksströngullinn liggur láréttur
undir borði, og er krækt undir kaðalvafn-
ing um miðjuna.
Einkennilegur kuldahrollsgeigur gríp-
ur Jón gamla. Hvaða bölvaðir galdrar
eru þetta og gerningar! — Hvaða dje-
skotans myrkravöld leika hér lausum
hala í þokunni? — Hann þrífur saxið og
heggur á tauminn rétt neðan við sökk-
una, sem hann hafði innbyrt. Segldúks-
ströngullinn rís hægt upp á endann og
stingur kollinum upp úr sjónum, rétt
eins og hann sé að gá upp í bátinn til
Jón gamla. Svo sekkur hann seint og ó-
fúslega.
Jóni gamla er ekki rótt. Hann sprengrær
eitthvað út í þokuna. Heyrir hróp og köll
og blótsyrði á íslenzku og færeysku, er
hann þeytist áfram í blindni, eins og
f-ælinn hestur, og liggur við hvað eftir
ánnað að hann rekist á báta, sem eru á
leið hans. En hann sinnir því ekkert. Um
þetta getur hann ekki talað við nokkurn
mann. Þetta er einkamál hans í þokunni.
— Nú er hann kominn langt á burt —
hafi hann þá ekki róið í hring. — Bezt
er að prófa dýpið. Hann hnýtir á nýjan
öngul og rennir. Nei, hérna er að
minnsta kosti tíu föðmum dýpra, svo
að ekki er það sami staðurinn.
Undir morguninn setur Jón gamli í
stórdrætti í þriðja sinn. Og nú veit hann
þegar, hvað það er. Geigurinn mikli renn-
ur af honum eins og martröð. Hann er
rólegur og kaldur, eins og hann á að sér,
meðan hann dregur dráttinn.
»Sá þykist víst eiga erindið við mig«,
hugsar Jón gamli. — »Og illt getur það
•ekki verið«. —
Svo innbyrðir hann líkið og gerir
krossmark yfir því. Leggur það síðan
gætilega í afturskutinn. Nú fylgir hvorki
neinn ótti né óhugur með þessu. Skárri
var það nú líka barnaskapurinn!
Jón gamli sezt niður á framþóftuna,
styður olnbogunum á hné sér og hvílir
hökuna í höndum sér og virðir fyrir sér
segldúksströngulinn í afturskutnum. —
Hann hugsar ekki. Hann er enginn heila-
brotamaður, Jón gamli. En hann sér. —-
Það er eins og þoku dragi frá innri aug-
um hans: —
Suður með lágum, sendnum ströndum
stefna allmörg stafnhá skip í tveimur
röðum. Hægur vestanvindurinn fyllir rá-
seglin. Forustuskipið er stærst, og seglin
röndótt. — Mennirnir eru háir vexti,
bjarthærðir og bláeygir. Jón gamli finn-
ur á sér, að þetta eru norrænir víkingar.
Forfeður hans. —■ Flotinn kemur að
stóm ármynni. Þeir sigla upp fljótið, all-
langt, og koma þar að borg einni. Þetta
er þeirra borg. Hér hafa þeir sezt að í
framandi laridi. Jón gamli veit, að það
eru fornsögurnar, sem lifnað hafa í huga
hans, og birtast honum nú í lifandi
myndum: — Göng’u-Hrólfur, Rúða, Nor-
mandí! Jú, jú. Ekki ber á öði'u.
Og nú sér haixn skýi't fyrir sér ljós-
hærða piltinn bláeyga, sem liggur þarna
í skutnum hjá honum. Hann hefur sama
svip og yfirbragð sem víkinga-höfðing-
inn. Þetta er enginn réttilegur Flandrari.
Þeir eru allir svartix-, — dökkir á brún
og brá.
Einhver einkennileg skyldleikatilfinn-
ing gagntekur Jón gamla. — »Þessi pilt-
ur hlýtur að vera af okkar fólki kominn.
— Það er ekki þynnkan í því, norræna
blóðinu! Það heldur svip sínum og ein-
kennum gegnum ættir og aldir«.
»Jú, jú, pilturinn sá ama er af okkar
bergi brotinn. Og þessvegna leitar hann
til mín! — Já, einmitt. Grunaði eklci