Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Qupperneq 14
Percy B. Westerman:
Æfintýri úr íshafinu.
Jakob Ó. Pélursson íslenzkaði.
(Fi-amJi.).
VII.
Vélsleðinn reyndur.
JÞað tók ekki langan tíma að koma vél-
sleðanum út á ísinn. Hann var næsta lít-
ill og líktist mest hinum venjulegu heims-
skautssleðum. En í stað þess að vera
dreginn af hundum, var hann knúinn á-
fram af loftskrúfu, sem var í sambandi
við fjögurra strokka benzínvél.
— Ég get svo sem haft með mér riff-
ilinn, sagði Aubrey Hawke og lagði
skinnstranga í sleðann. Við fáum ef til
vill tækifæri til að skjóta eitthvað.
— Hvers vegna vefjið þér hann eins
og smurling? spurði Guy.
— Til þess að brenna ekki á mér fing-
urna, svaraði Hawke. Ef menn snerta
frosið járn, hefur það lík áhrif og væri
það rauðglóandi. Legðu riffilinn undir
sætiö,, Guy. Leslie, þú skalt setjast rétt
fyrir framan mig. Þú getur tekið við
stýrisstönginni, þegar ég hef reynt hana.
Sleðinn var með þrem sætum og með
togaraskrúfu. Yfir blöðurn hennar voru
stálhlífar.
Sleðinn rann á stuttum stálmeiðum
með hvössmn eggjum. Við þá var fest
stutt stýrisstöng úr askvið.
— Þetta er nokkurskonar reynslu-
akstur, áður en við förum að nota stóra
sleðann, sagði Aubrey Hawke. Ég hef
aldrei fyrr stýrt sleða, sem knúinn er
með loftskrúfu, svo að ég hygg, að ég
þarfnist æfingar. Leggizt nú báðir niður
og dragið húfunrar vel niður á höfuðið.
Drengirnir hlýddu. Á meðan gekk
Hawke fram fyrir sleðann og bjóst til
að setja vélina af stað. Það gerði hann
með því að snúa skrúfunni. Guy braut
heilann um það fullur eftirvæntingar,
hvað gerast myndi, þegar vélin færi af
stað.
Skyldi Hawke fá tíma til að komast
í sætið, áður en sleðinn þyti af stað með
fjörutíu mílna hraða á klukkustund?
Vélin var óþjál. Sakir hinna miklu
kulda voru strokkarnir frosnir. En þeg-
ar skrúfunni hafði verið snúið nægilega
oft, kveikti benzínið að lokum. En ennþá
gerði sleðinn enga tilraun til að renna af
stað, þótt hann titraði allur við gang
vélarinnar.
Næstum því letilega gekk Hawke að
sætinu, kom sér þar þægilega fyrir og
hreyfði við nokkrum handföngum.
Snúningshraði skrúfunnar jókst
skyndilega. Sleðinn tók kipp og rann af
stað og náði fljótt fjörutíu rnílna hraða
á klukkustund.
Þeir voru ekki nema þrjár mínútur
að aka út á yztu ísbrún. Hawke hægði
þá ferðina og beygði gætilega til vinstri.
í sama bili lyftist vinstri meiðurinn um
tvö fet, svo að við sjálft lá, að farþeg-
arnir yltu út á ísinn.
Þegar sleðinn komst aftur í samt lag,
jók Hawke hraðann til hins ítrasta. Sleð-
inn þaut áfram, eins og í hann hefði