Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Qupperneq 22
68
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
svo fljótt sem hann gat, og knúði jafn-
framt hreyflana til hins ítrasta. Sleðinn
tók kipp og hleypti óðfluga undan.
— Bölvaður nokkuð! Við höfum tæp-
lega undan honum! hi'ópaði Ranworth,
sem hafði gengið aftur í ásamt Guy og
Rogers til að hafa auga með hinum sókn-
harða hval.
— Nei, það gerum við ekki, sagði Ro-
gers rólega. Má ég skjóta á hann?
Ranworth gaf samþykki. Hásetinn tók
þá riffil úr farangrinum, skrúfaði aðra
afturrúðuna úr og lagði riffilinn á lá-
túnsbrúnina.
— Framhjá til allrar bölvunar! hróp-
aði hann. Það er sjálfum mér að kenna.
Það er veltan á sleðanum, sem veldur
því. Ég hefði átt að hugsa mig betur um.
Rogers lyfti rifflinum aftur, en nú
gætti hann þess vel, að hann kæmi ekki
við brúnina. í þetta skipti fór kúlan í
bakið á hvalnum.
Æðisgenginn af sársauka þyrlaði hann
upp sjónum með sporðinum og stakk sér
á kaf. En stuttu síðar kom hann aftur
upp og hóf óbilgjarn nýja ofsókn.
Geturðu ekki látið vélina vinna hrað-
ar? spurði Ranworth.
— Hún gerir það sem hún getur, svar-
aði Leslie.
Hvalurinn var nú tæpa fimmtíu metra
á eftir. Ranworth virtust kringumstæð-
urnar ískyggilegar, einkum þar sem hin-
ar litlu riffilkúlur virtust ekki hafa nein
áhrif á hvalinn.
— Verið þér rólegir, sagði Rogers ör-
uggur. Ég skal kitla hann, svo að hann
verði ánægður.
Skotið reið af meðan hann mælti þessi
orð. Svo heppilega tókst, að kúlan lenti
í vinstra auga hvalsins. Hann gaus blóð-
litaðri vatnssúlu í loft upp, stakk sér
og kom ekki framar í ljós.
— Nú fer að verða liðin klukkustund,.
Rogers, sagði Ranworth og leit á úrið.
Allir höfðu nú gengið fram í af'tui’, og
þótt sleðinn hefði farið um fimmtíu
enskar mílur meðfram ísnum, var ekkert
merki sjáanlegt um færa leið í gegnum
hann.
Hásetinn ypti einungis breiðu öxlunum
sínum.
Enn voru fimm mjnútur eftir af tím-
anum.
Þarna er staður, sem mér sýnist ekki
svo fráleitur, sagði Payne og benti á stað
nokkurn i ísbrúninni, sem ekki sýndist
sæbrattur, heldur með jöfnurn halla nið-
ur.
Þeir stýrðu sleðanum þar að.
Er þeir nálguðust, urðu þeir þess vís-
ari, að ísnum hallaði ekki eins jafnt og
virzt hafði í fyrstu. Með aðgæzlu og"
góðurn stjórntökum gæti þó ef til vili
tekizt að koma sleðanum upp á ísinn.
— Já, það ætti að geta heppnazt, hélt
Ranworth. En við vitum ekki, hvernig
ísinn er þarna uppi. Það er nefnilega
gagnslaust, ef hann er rofinn af einlæg-
um sprungum, sem við gétum ekki kom-
izt yfir. Stöðvaðu vélina, Leslie. Við stýr-
um sleðanum inn að ísnum og göngum í
land. Það borgar sig.
Sleðanum var stýrt gætilega inn að
ísnum og tveim stjórum kastað á land.
Væri sleðinn vel festur, var ólrætt að
láta hann eiga sig, þar sem ekki var út-
lit fyrir nein veðrabrigði.
Rogers hoppaði upp á hálan ísinn með
klakagref að vopni og byrjaði að höggva.
þrep í hið harða og slétta yfirborð.
Þegar hann var búinn að höggva eins
konar stiga upp eftir hallanum,, var kaðli
kastað til hans. Hann festi kaðalinn við
klakagrefið, sem hann hafði höggvið fast
í ísinn. Hinir ferðalangarnir handstyrktu
sig á kaðlinum upp á ísinn.
Þessir fimm æfintýramenn gengu nú í
halarófu inn eftir ísnum. Ranworth gekk
fyrir og tók stefnuna eftir áttavita. Til