Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Page 24

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Page 24
70 NÝJAR KVÖLDVÖKUR — Hafðu þig af stað, hrópaði hann byrstur. Hvað á þetta að þýða? Höggið og orðin höfðu tilætluð áhrif. Guy varð það nokkurnveginn ljóst, að hann hafði fengið skipun og lötraði af stað. Leslie greip annan handlegg hans, Payne hinn, og svo drógu þeir hann með sér. Leslie hafði enga hugmynd um, hve löng þessi erfiða ganga var. Allt í einu sá hann, að Ranworth rétti upp hendina til viðvörunar og settist nið- ur í snjóinn, þar sem hann var kominn. Með öðru móti varð ekki staðið við í slíkum stormi. Við fætur hans var sprunga.. breiðari en svo, að hún yrði stokkin. Hinir fylgdu dæmi hans og létu fallast í snjóinn. í sama bili sáu þeir ísinn hinum meg- in við sprunguna ramba til, nokkrir háir brestir bárust að eyrum þeirra, ísflekann rak lengra frá, og sprungan óx mikið. Tíu sekúndum síðar var jakinn horfinn í iðuna, en þar sem hann hafði verið, sást nú opinn sjór, sem stormurinn og kófið breytti í hvítfyssandi löður á yfir- borðinu. Mennirnir þrengdu sér þéttar saman. Enginn þeirra sagði neitt, en öllum var ljós hinn óhugnanlegi sannleikur. Allur ísflákinn var tekinn að brotna. Útbrún hans hafði nú losnað frá og sennilega tekið vélsleðann með sér. — Við verðum að ganga spölkorn til baka og grafa okkur niður, sagði Payne hásum rómi. Það er okkar eini möguleiki til að lifa moldviðrið. Þeir gengu hér um bil hundrað metra til baka, börðust blátt áfram þumlung eftir þumlung á móti, þar til þeir kom- ust í skjól við litla hæð á ísnum. Hér hafði snjónum hlaðið saman í nálega fimm feta djúpan skafl. Með miklum erfiðismunum tókst hin- um fimm mönnum að grafa holu inn í skaflinn, sem þeir skriðu inn i, Hér vonuðu þeir að fá skjól gegn storminum í bráð, að minnsta kosti, eft- ir þeirra viti, stuttan frest, áður en dauð- inn fengi fang á þeim sakir kulda og hungurs. — Ef ofviðrið brýtur ísinn, mun »Po- larity« losna, sagði Ranworth, og þá get- ur viljað til, að hún nái í okkur. — Og það er hæpið, svaraði Rogers dapurlega. Við erum mörgum mílum. vestan við hennar siglingaleið. Það er til- gangslaust að telja ástandið betra en það er. Við erum í allt annað en þægilegum kringumstæðum. Ranworth svaraði ekki. Hann vissi, að hin hreinskilnu orð hásetans gáfu í’étta mynd af ástandinu. í fyrsta sinn náði örvænting og óhugur tökum & honum. Klukkustundirnar liðu. Mennirnir þrengdu sér saman og hlýddu á storminn, sem æddi kringum þá, og brak og dynkir gáfu þeim til kynna, að ísinn héldi áfram að klofna. Annað veifið leit Ranworth á áttavit- ann. Nálin var kyrr, svo að enn hafði. ísinn, sem þeir höfðu leitað skjóls á, ekki. skilið sig frá meginísnum. Þeir urðu fljótt varir við þjáningar hungursins. Eftir uppástungu Rogers linuðu þeir þær með því að sjúga ísmola. Smám saman fengu þeir óumræðilega löngun til svefns. Að lokum virtist storminn fara að- lægja. Það dró af honuin til muna, og að- síðustu hætti að snjóa. Hinir sárþreyttu menn gátu nú athug- að, hvernig högum þeirra var komið. Tæpa fimmtíu metra frá þeim var auður sjór. Meðan á bylnum stóð, hlaut mikið að- hafa losnað af ísnum, því að fám stund- um áður höfðu þeir dregið sig helmingi lengra til baka. Isinn hafði þó brotnað

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.