Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Page 25

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Page 25
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU 71 mest í nánd við þá. Til hægi'i og vinstri breiddi hann sig' ennþá mörg hundruð metra út og fram,. svo að það hafði myndazt þarna stór flói, krökkur af litl- um, fljótandi jökum af margvíslegri stærð og lögun. — Nei, ég get nú ekki stillt mig leng- ur, sagði Payne. Ég fer til að skyggnast um. Ranworth svaraði ekki. Hann hafði heyrt orð hásetans, en þreytan og hungr- ið gerðu hann kærulausan. Payne stóð á fætur. Ofurlitla stund stóð hann og starði í áttina til suðurenda flóans. Svo reikaði hann út í nepjuna. Engum hinna varð orð af munni. Stundu síðar reis Leslie upp og reyndi að hreyfa sig. Limir hans voru blýþung- ir, Hann vissi, að hann hlaut að hafa • sofið. Kalt var honum ekki. Hann hafði gleymt því óttalega við kringumstæðurnar. Hann fann til blekkj- andi öryggiskenndar. Það eina.. er hann hafði löngun til, var að sofa — sofa... — Það er hættulegt, tautaði hann geyspandi. En svefn í nokkrar mínútur gerir ekkert mein. Höfuð hans féll niður aftur. En um leið kipptist hann til og rak upp hljóð -af sársauka. Hann hafði látið fallast með kinnina ofan á klakagref, og hvöss eggin skarst inn í holdið. Leslie tók hendinni um sárið og settist upp. Hann var gramur; ekki eingöngu yfir óhappinu, heldur öllu fremur yfir hinu fullkomna kæruleysi félaga sinna um hljóð hans. Þá skildist honum fljót- lega, að þeir voru aðeins þrír þarna,. og að þeir sváfu allir fast, svefni, sem end- ast mundi þeim til bana, væru þeir ekki vaktir. -— Guy! Guy! hrópaði hann í eyrað á hvílunaut sínum. Er hann fékk ekkert svar hristi hann sofandi drenginn óþyrmilega. En þótt nýtt líf færðist í Leslie við þá áreynslu, hafði hún engin sjáanleg áhrif á Guy. •—- Ef til vill er hann þegar ‘ dáinn,. hugsaði Leslie, og svo tók hann að berja á félaga sínum eins og óður væri, þang- að til hann hreyfði sig, umlaði syfjulega og lauk loks. upp augunum. Leslie hætti ekki að berja á honum, fyrr en hann gat komið honum í skilning um, hvar hann væri. — Hértu þig nú upp! hrópaði Leslie. Við verðum að vekja hina, ef það er þá ekki um seinan. Þeir áttu ekkert örðugt með Rogers. Óðar og hann opnaði augun, mundi hann, hvernig ástatt var. — Það er illa gert að lofa okkur ekki að sofa, sagði hann blátt áfram. En fyrst við erum byrjaðir, er bezt að halda á- fram. Hvar er félagi minn? Hvorki Leslie eða Guy vissu, hvað orð- ið var af Payne. — Það var leiðinlegt,. hélt Rogers á- fram. Hann var ágætur maður. En hvernig er það með foringjann? Þeir sneru nú athyglinni að Ranworth. Leslie og Guy nudduðu handleggi og fæt- ur hins meðvitundarlausa manns, en Ro- gers neri snjó um andlit honum, þangað til hann opnaði augun. —i Upp með hann! skipaði Rogers. Þeir reistu Ranworth upp þrátt fyrir mótbárur hans og þrengdu honum til að ganga. Strax og þeir námu staðar féll höfuð sjúklingsins ofan á bringu, og hefðu þeir ekki stutt hann, mundi hann hafa hnigið niður í snjóinn. — Halló! Hátt, skært hróp vakti athygli þeirra. Þeir litu yfir um flóann og komu auga á einhverja mannveru í hálfrar annarar mílu fjarlægð. Vegna loftslagsins heyrðu þeir röddina óvenju skýrt og greinilega. — Halló! svaraði Rogers. Hver er þar?

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.