Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Síða 27
ÆFINTÝRI ÚR ÍSHAFINU
73
setti Leslie vélina af staðr setti loftskrúf-
urnar í samband og lét hjólin falla.
— Allt tilbúið, sagði hann.
— Af stað þá, en hægt! skipaði Ran-
worth.
Ranworth stýrði sleðanum að ísbrún-
inni, þar sem hún var lægst, þangað til
framhjólin náðu upp á brúnina. Frarn-
hluti sleðans hófst upp úr sjónum; en í
næstu andrá rann hann aftur af brún-
inni og í sjóinn með allmiklu skvampi.
Hvað eftir annað gerðu þeir sömu til-
raun, en hún reyndist árangurslaus.
— Reynið meiðana, sagði Rogers.
Ranworth féllst á það.
Hjólin voru dregin upp, svo að sleðinn
hvíldi á stálmeiðunum, og loftskrúfurnar
tóku aftur að snúast.
I þetta sinn virtist heppilega ætla að
takast. Sleðinn komst meira en hálfa leið
fyrir tilverknað hinna kraftmiklu loft-
skrúfa. Svo dró mjög úr ferðinni, þang-
að til sleðinn staðnæmdist efst í brekk-
unni, og loftskrúfurnar unnu nákvæm-
lega jafnt og þyngdaraflið.
— Láttu sleðan renna hægt niður aft-
ur, sagði Ranworth. Við eyðum bara
straumi til einkis.
Sleðinn rann nú aftur ofan að vatns-
borðinu.
— Ég er hræddur um,. að við verðum
að hætta við að reyna til uppkomu hér
og freista heldur vestar, sagði Ranworth.
— Höfum við ekki eitthvað af segldúk
naeðferðis? spurði Leslie skyndilega.
— Jú, nokkra stranga. Hví spyrðu um
það?
— Ef við gætum lagt segldúk á ísinn
undir hjóliri, mundu keðjurnar fá betra
viðnám.
•— Að mér heilum og lifandi, — þetta
niun rétt hjá þér, hrópaði Ranworth. Þú
hugvitsmaður, Leslie. Við skulum
reyna þetta. Svo bætti hann við með
Jægri röddu: Ég get ekki skilið, hvað
gengur að þeim Rogers og Payne. Þeir
eru ef til vill dálítið þreyttir; en það er
nærri því líkt og þeir búi yfir uppreisn.
Payne heyrð orð Ranworths.
— Uppreisn, — hér? endurtók hann.
Ég þekki ekkert til slíks. En ég og félagi
minn réðum okkur ekki til að vera með
í heimskupörum á þessu óbjörgulega far-
artæki. Fáið okkur almennilegan bát, þá
skulum við líka vera almennilegir. En ef
þið viljið eyðileggja góðan segldúk á
þenna hátt, þá getið þið sannarlega hjálp-
að ykkur sjálfir. Hvað segir þú, félagi?
— Ég segi það sama,, sagði Roger
dræmt. Ég er orðinn langleiður á þessu
öllu.
Ranworth gekk eitt spor áfram og
staðnæmdist frammi fyrir Payne.
— Heyrið, Payne, sagði hann alvar-
lega. Þér björguðuð lífi okkar nýlega,
og við erum ykkur þakklátir fyrir það.
Nú reynið þér að eyðileggja hið góða,
er þér hafið gjört, og hafið í hótunum
um að hindra leiðangurinn í að ná tak-
marki sínu. Ef til vill eruð þér ekki enri
búnir að ná yður eftir hinar hræðilegu
stundir á ísnum, svo að ef þér gerið
skyldu yðar nú, mun ég g'leyma' fram-
komu yðar.
— Og ef ég hef nú ekki löngun til
þess? spurði Payne.
— Þá skal ég sjá um að þér megið til.
Payne hló óskammfeilinn.
— Munið, að við erum tveir gegn ein-
um, sagði hann. Drengina tvo reiknum
við ekki. Þeir koma ekki til greina, þeg-
ar svo langt er komið að um kúgun er
að ræða.
Ranworth gekk hratt nokkur skref
aftur á bak og tók upp skammbyssu.
— Annað hvort hlýðið þér, áður en ég
hef talið upp að tíu,. eða ég skýt yður,
Payne, sagði hann rólega. Einn, tveir,
þrír —
10