Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Page 30

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Page 30
76 NÝJAR KVÖLDYÖKUR hefur verið grafið. T. d. hét Stabiæ-gat- an áður Via pumpaiana. Skal henni lýst hér að nokkru. Hún er sjö metra breið frá einni húsaröð til annarar; í miðjunni er fjögra metra breið frá einni húsaröð til annarar; í miðjunni er fjögra metra breið akbraut, lögð stórum hraunhellum,. sem eru mismunandi að lögun, en þó felldar nákvæmlega saman hver að ann- ari. Er brautin slétt og hæst í miðju, svo að vatn leitar af henni að gangstéttun- um til beggja hliða. Eftir akbrautinni miðri eru tvö samhliða spor eftir hjólin á kerrum þeim, sem notaðar voru til flutninga innanborgar. Eru hjólspor þessi víða töluvert djúp og gatan þröng, svo að erfitt hefur verið að mætast, og auk þess eru víða háar steinstillur yfir þvera götuna, svo að gangandi menn gætu komizt á milli gangstéttanna þurr- um fótum. Stillurnar voru alveg nauð- synlegar, því að í steypiskúrum þeim sem stundum skella yfir í Suður-Ítalíu, hefur regnvatnið runnið í lækjum, ekki sízt í Stabiæ-götunni, sem hallar mjög suður á við. En stillurnar voru líka nauðsynlegar í þurrkatíð, því að vatn það, sem leitt var inn í borgina, var yfir- leitt svo mikið, að það flóði meira og minna út frá vatnsbólum gatnanna. Frá- ræsla borgarinnar var ófullnægjandi svo vatnið varð að renna eftir götunum og skolaði um leið burtu ýmsu rusli, sem fleygt var úr húsunum. Vegna þessa voru gangstéttirnar hafðar háar, brún- irnar hlaðnar úr stórum, tilhöggnum steinum, en bilið upp að húsveggjunum var fyllt samanþjappaðri móhellu. I gangstéttunum lágu blýpípur þær, sem leiddu vatnið um alla borgina; hefur vatnsleiðslan í Pompeji verið ágæt og ber ágætan vott um hreinlæti og snyrti- mennsku borgarbúa. Víða eru götuvatns- ból, þ. e. a. s. ferstrendir stöplar, sem ná meðalmanni í mitti eða svo, hlaðnir úr höggnu hraungrýti eða kalksteini; spratt upp úr þeim rennandi vatn, komið úr aðalleiðslu götunnar, og þangað hafa sótt neyzluvatn sitt þeir borgarmenn, sem höfðu ekki leiðslu alla leið inn í hús sín. Það má gera sér fulla grein fyrir því, hvernig til hefur hagað í götum borg- arinnar. Kyrrlátu og fáförnu götumar má þekkja á því, að vagnsporin eru þar grunn eða svo sem engin og sölubúðirnar fáar. Nútímamönnum hefði fundizt lítið til þeirra koma, af því að húsveggirnir voru sléttir að mestu og allir eins, gluggasmugur fáar og litlar og hvergi tré- eða blómgarðar, sem að götunni vissu. Mest hefur lífið og fjörið verið í Stabiæ-götunni og í námunda við hana, því að í henni hafa verzlunarbúðirnar og gistihúsin verið flest. Vagnaumferðin hefur verið tiltölulega lítil, enda voru þeirrar tíðar vagnar litlir og harla ófull- komnir; aðallega voru það tvíhjólaðar kerrur, fjaðralausar, með klunnalegum hjólum,. enda voru þær mest notaðar til flutninga, en minna til ferðalaga. Þegar einhver þurfti að bregða sér á milli húsa, þá varð hann að nota fæturna eða láta þrælana bera sig í burðarstól, og ef hann þurfti að skreppa bæjarleið, þá fór hann ríðandi. Við skulum gera okkur í hugarlund að við sláumst í för með ókunnugum ferðamanni, sem í fyrsta sinn kemur til Pompeji. Hann kemur ríðandi inn um Stabiæ-hliðið og nemur staðar við eitt gistihúsið í Stabiæ-götunni. Hestur hans er látinn inn í hesthús að húsabaki, en sjálfum er honum vísað til herbergis uppi á lofti. Þegar hann hefur snætt og dustað af sér mesta ferðarykið, gengur hann út á götuna til að skoða sig um. Hann lendir þar í háværri, símasandi mannmergð, sem patar ákaft höndum; flestir tala mállýzku borgarinnar, en auk

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.