Nýjar kvöldvökur - 01.04.1935, Side 49
JÁRN-MARÍA
95
leyfis að fá að kyssa hana, — þessvegna
-varð henni svo mikið um, að hún fór að
hágráta.
Um kvöldið sat hún úti fyrir húsinu
•sínu. Gegnum hálfopnar dyrnar sást í
lágt rúmfleti, með rauðu áklæði yfir, eitt
af þessum fletum, sem maður sér víða í
verstu afkimunum í Marseille og Toulon.
En María var alveg hugfangin, hún var
full af einhverri ólýsanlegri gleði, og þó
langaði hana helzt til að deyja, því að
hún fann á sér, að annan eins dag myndi
hún aldrei lifa aftur. Rétt í þessu heyrði
hún skrölt í vagnhjólum. Hún þekkti
þetta skrölt í háu og mjóu hjólunum á
harðri götunni. En hver fær lýst undrun
hennar, þegar vagninn kom nær og var
fullur af blómakörfum. Og þessi blóma-
vagn var dreginn af allri setuliðsdeild-
inni, sem hrópaði nú glaðlega til hennar:
»Járn-María, hér eru blóm, blóm,
blóm! Þú átt öll þessi blóm!«
Og Barnavaux, fótgönguliðinn með
fallegu augun, sem glottu svo eijikenni-
lega undan hjálminum, gekk nú til henn-
ar og kastaði silfurpeningi í kjöltu henn-
ar- —
»Hérna hefur þú einn piastra, Járn-
María!«
María var eins og hún vaxnaði af
svefni og starði á peninginn.
»Já, já, einmitt það«, sagði hún svo.
»Jæja, komdu inn fyrir Barnavaux«.
En Barnavaux svai’aði: »Nei, ekki
núna. í dag er hvíldardagur og hátíðis-
fdagur fyrir alla. Samkvæmt hærri skip-
un! Og héðan af heyrir þú herdeildinni
:til«.
Hún glápti á hann, án þess að botna
í neinu, en hermennirnir, þessir 300 sem
lifðu, gengu hægt fram hjá henni, heils-
uðu að hermannasið og köstuðu skínandi
silfurpeningi í kjöltu hennar. Svo fóru
'þeir.
María var alein eftir. Alveg yfirbuguð
horfði hún á fjársjóðinn. Hún var hálf
hrædd við þessa fúlgu- Henni fannst ó-
mögulegt að hún ætti þetta, hún hafði
ekki unnið fyrir þessu fé, — það kom frá
hreinni uppsprettu. Loksins reis hún á
fætur og batt peningana innan í klút.
Þessi sterka kona, sem ekki hafði látið
neitt á sig fá, skalf eins og hrísla.
Það var komið myrkur, þegar hún bað
um áheyrn hjá yfirhershöfðingjanum.
Hann tók strax á móti henni og horfði
rannsakandi augum á þessa skjálfandi
konu.
»Ég get ekki tekið við þeim«, byrjaði
hún. »Ég get það ekki. Ég get ekki notað
þessa peninga eins og hina, sem ég vinn
mér inn. En á ekki að fara að byggja hér
sjúkrahús... eru þessir peningar ekki
nógir fyrir ókeypis rúmi?«
Svona stendur á því, að enn þann dag
í dag stendur hvítt spjald á einu rúminu
í sjúkrahúsinu og á það er letrað: Nr. 1.
Gefið af Maríu F.—
Og þessi saga er sönn.
Og nú skal ég segja frá því, hvernig
Járn-María elskaði, og hvernig hún loks
dó. Ég skal ekki fullyrða að hún hafi dá-
ið af ást, það er nú samt staðreynd, að
það fólk er til, sem deyr af ást — ekki
aðeins í sögunum, heldur líka í veruleik-
anum, lífinu. En hin ofsalega ást, sem
Jám-María bar til Rogers læknis, hefir
vafalaust flýtt fyrir dauða hennar. En
hún hefir ekki trúað neinum fyrir þess-
ari ást sinni; það var hennar leyndarmál,
sem hún tók með sér í gröfina. Sönn
kona geymir alltaf skírlífi sitt á vissan
hátt, hvað sem fyrir kemur. María gat
ekki geymt hreinleika líkama síns, hon-
um fórnaði hún fyrir hina hryggilegu at-
vinnu sína. En hreinleik sálarinnar kunni
hún að geyma, því sál hennar var full af
hreinum og óeigingjörnum kærleika.