Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Blaðsíða 20
14 NÝJAR KVÖLDVÖKUR keisaraveldisins víðsvegar um heim, þar sem tannhjól hinnar miklu stjórnarvélar eru að verki. — Það var barið létt að dyrum, og áður en hann hafði svarað, var hurðinni lokið upp, og Grace Lexman kom inn. Ef þú segðir um hana, að hún væri bæði röskleg og inndæl, myndi sú stuttorða lýs- ing fela í sér bæði framkomu hennar og yndisleik. Hann gekk á móti henni og kyssti hana blíðlega. »Ég vissi ekki, að þú varst kominn, fyrr en—«, sagði hún og stakk hendinni inn undir handlegg hans. »Fyrr en þú sást syndaflóðið, sem regn- frakkinn minn hafði valdið«, greip hann fram í og brosti við. »Auðþekktur er--------- o. s. frv.!« Hún hló, en varð þegar alvarleg á ný. »Mér þykir afar vænt um, að þú ert kom- inn aftur. Það er konrinn gestur«, sagði hún. Hann lyfti brúnum. »Gestur? Hver í heiminum kemur í heim- sókn í öðru eins veðri?« Hún leit dálítið einkennilega framan í hann. »Mr. Kara«, sagði hún. »Kara? Er langt síðan hann kom?« »Hann kom um fjögur-leytið«. Það var engin hrifning eða gleði í rödd liennar. »Ég skil ekkert í, hversvegna þér geðjast ekki að aumingja Kara«, sagði maður henn- ar ertnislega. »Það eru nú heilinargar ástæður til þess«, svaraði hún óvenjulega stutt í spuna. »En meðal annars«, sagði John Lexmann eftir ofurlitla umhugsun. »Þessi heimsókn hans kemur sér annars vel fyrir mig. Hvar er hann?« »Hann er inni í dagstofunnk. Setustofan í »The Priory« var gamaldags með krókum og kimum og lág undir loft- ið, og allt með »gömlum myndum og rósa- flúri og baldursbrám«, svo að maður noti orðalag John Lexmans sjálfs. Þar voru stórir og þægilegir hægindastólar, stórt pí- anó og opinn arinn af miðaldalegri gerð. Gegnt honum var daufgrænn flísaveggur,. og voru tígulhellurnar teknar að upplitast nokkuð; en það vár hið stóra gólfteppi með björtum og vinalegum litum og tveir afar miklir silfur-ljósastjakar, sem ókunnugir ráku fyrst augun í. í stofu þessari gætti skipulegs samræinis og hæglátrar og friðandi heimilis-göfgi, er gerði hana að friðsælli höfn fyrir rithöfund með næmar taugar. Tvær stórar bronsce- skálar fullar af vorfjólum og ein ineð sól- gulum skógar-prímúlum fylltu stofuna þægi- legum ilm. Er John Lexman kom inn í stofuna, reis maður úr sæti sínu og gekk á móti honum þvert yfir gólfið. Þetta var alveg óvenjulega fríður maður og fallegur á velli og bar sig vel og léttilega. Hann var hálfu höfði hærri en rithöfundurinn, en allar hreyfingar hans voru svo mjúkar og yndislegar, að þess gætti lítið, og var eins og hann vildi draga úr hæð sinni. »Ég missti af yður í borginni, svo að mér fannst réttast að bregða inér hingað og eiga á hættu, hvort ég hitti yður eða ekki«. Hann talaði í þýðum og vel tömdum mál- róm eins og sá, er dvalið hefir langvistum við brezka háskóla. Þar heyrðist enginn er- lendur keimur, og var þó Remington Kara Grikki, fæddur og uppalinn að miklu leyti í hinni órólegu Albaníu. Mennirnir heilsuðust innilega. »Þér verðið hér til miðdegisverðar hjá okkur?« Kara leit brosandi til Grace Lexman. Hún sat óþægilega teinbein með lauslega spenntar greipar í skauti sér, og andlitið al- varlegt og algerlega laust við alla upp- örvun. »Hafi frú Lexman ekkert við það að at- huga —«, mælti Grikkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.