Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Side 45
BÓKMENNTIR
39
að deila við hana um drottins ráð,
en duttlungagjöm var hún þessi náð,
'Sem liðsmannafleyin færði í kaf,
en fékk svo landeyðum gylltan staf.
Og ranglætið djúpt hans hjarta hjó.
Hann halta fætinum niður sló.
Svo greip hann stafinn og gekk á dyr.
A gólfinu sýndist hann stærri en fyr.
En örlagaglíman er ærið hörð.
Með orkunni hnígur hver draumur að jörð.
Vér kveðjum það glæsta, sem gat ekki rætzt
en grípum það smæsta, sem hendi er næst.
o. s. frv.
Stef nefnist nýkomin ljóðabók eftir Frið-
geir H. Berg, prentuð á Siglufirði. Höfund-
urinn er víðförull og víðsýnn, hefir dvalið
uokkurn hluta æfinnar í Vesturheimi, en
hvorki glatað við það þjóðerniskennd eða
fögru málbragði. Hann er að öllu leyti vel
íarinn um móðurmál sitt og skáld gott, svo
sem þetta Ijóðakver ber með sér, gerhugull
°g orðhagur í bezta lagi.
Bókin hefst með farmannsrímum:
Með útþrá var eg alinn
hún í mér jafnan brann.
— Hafið hugann dró.
Við úfið hraun og urðir
eg yndi mitt ei fann.
— Saltan þráði eg sjó.
Víðar sléttur, vötn og græna skóga.
Ur landi bjó eg skip mitt
og lagði út á haf.
— Rán við súðir söng.
Stafaði sólin seglið
svo sindraði af.
— Dundi rá og röng.
Að kvöldi voru vötnuð hæstu fjöllin.
Mig báru vindar víða,
raig velkti úti um hríð.
— Oft í austri stóð.
En mörg í minni varir
í>ó mánanóttin fríð.
— Geislum fágað flóð
og suðurkrossins silfurbjörtu stjörnur.
Eg kom til Kóraleyja
vil sólbjart suðurhaf.
—• Stóð á pálmaströnd.
Þeim Ódáins-akri
var rósa ilmur af.
— Iðgræn undralönd
birtust þar í bliki morgunsólar.
Mér þótti sem eg hefði
þar himin sjálfan gist.
— Gleymd var fósturfold.
Svo liðu langir dagar
og leiðast tók mér vist.
—• Sagna og mæðra mold
hylla tók úr hugans undirdjúpi.
Og hrjóstur heimalandsins
í hug mér liðu þá
— vorsins skrúði skrýdd.
Þar sungu hvítir svanir
við silung'svötnin blá.
— Hló við heiðavídd.
A fornar slóðir fýsti mig að leita« o.s.frv.
Þetta er hið bezta ort og svo eru yfirleiít
kvæðin í þessari litlu bók. Höf. láta vel nátt-
úrulýsingar hvort sem hann lýsir íslenzkri
sveitafegurð, eða hinum leyndardómsfulla
þyt kanadiskra barrskóga. Þessi vísa er tek-
in úr kvæðinu Málaeldur:
Haustgulur hornbjúgur máni
til hálfs sig í skýjum fól.
í grenitré ýlfraði ugla
en úlfur i myrkviði gól.
Eg get ekki stillt mig um að benda á
kvæði eins og Gömul saga, Hvöt, Sjá jörðin
skelfur, Blessaður staður og Fögur var
sveitin. Seinasta erindið í því kvæði hljóðar
á þessa leið:
Svo fagurt gat íslenzka alþýðu dreymt
að allir, sem heyra, kætast.