Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Side 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1936, Side 47
Sigurður Einarsson: Konungur konunganna. Ég hef komizt yfir ritgerð í franska tírna- ritinu Vei, um konung konunganna, Haile Selassie, senr mér þykir að ýmsu eftirtekt- arverð. Hún er skrifuð af frönskum nranni, sem sennilega þekkir konunginn betur en nokkur annar Evrópumaður, ef til vill bezt allra manna, að undantekinni fjölskyldu hans. Maður þessi heitir dr. Sassord og hefur árum saman verið einkalæknir kon- ungs. í ritgerð þessari lýsir hann svo nokk- uð þessum einkennilega manni, sem um allt virðist vera ólíkur öllum þegnum sinum, og að öllu til yfirburða. Saga þessa manns og valdataka hefur áður verið nokkuð rakin í útvarpinu og skal íarið fljótt yfir það. 28. nóvember 1909 dó Menelik keisari eftir langa legu. Dauða hans var bókstaflega haldið leyndum þang- að til 11. desember 1913. Þá var látið upp- skátt um dauða keisarans, og nú kom til að skipa eftirmanninn. Hinn eðiilegi eftir- uiaður var Lij Yasu, og varð hann nú keis- arb og á meðal þeirra höfðingja, sem söfn- uðust saman í þeirri góðu borg Addis A- heba til að hylla hann, var grannur óásjá- ^egur maður, sem enginn hefði veitt at- hygli ef hann hefði ekki borið blóð kon- ungsfjölskyldunnar í æðum sér. Þetta var Prins Tafari, þá með öllu óþekktur maður. Éitt vissu rnenn, að faðir hans, Ras Ma- konuen, hafði verið náfrændi og aldavinur Meneliks. Lij Yasu og prins Tafari voru gamlir kunningjar, en engir vinir. Þá var Prins Tafari landstjóri í Harrar. Engum koni til hugar, að hann yrði nokkru sinni keisari, og allir gerðu ráð fyrir að inetorða- gnni hans væri meira en fullnægt, með landstjórastöðunni. En Lij Yasu gerðist verkfæri Evrópiskra áhrifa og linur við múhameðstrú, og móðgaði þannig hinn al- máttuga klerkaflokk landsins. Klerkar sögðu honum upp trú og hollustu og leystu menn af eiðum við hann. Prins Tafari var kjörinn ríkiserfingi og Zaoditu varð um stund drottning. Margra klukkustunda bað í ísköldu og margvígðu heilögu vatni, í sambandi við allalvarlega Iungnabólgu, gerði enda á hinn heldur viðburðalausa stjórnarferil hennar. Ras Tafari varð keis- ari, hann var krýndur hinn friðhelgi og voldugi konungur konunganna yfir öllurn Abyssiníulöndum og hjálendum. Tók hann sér þá nafnið Haile Selassie I. Þar með hefst menningarsaga Abysssiniu í evrópsk- um skilningi á menningu, segir dr. Sassord. Ég hef dögum oftar séð þenna mann og talað við hann. Og hver viðræða jók aðdá- un mína á hinum undursamlegu hæfileik- um hans og virðingu mína fyrir dugnaði hans. Hann er gjörólíkur öllum mönnum þjóðar sinnar og ber af þeirn öllum. Keisarahöllin í Addis Abeba er ömurleg- ur staður. Hugsið ykkur stóran, myrkan sal, þar sem er svo skuggsýnt að maður sér ekkert, er maður kemur að utan, við fyrstu sýn. Langar raðir af dökkum og gyltum hægindastólum frammi fyrir flosklæddu hásæti. Keisarinn situr þar. Hann situr fullkomlega hreyfingarlaus í algerðri hvíld og ró. Hinar undurfögru hendur hans hvila á silkiskikkjunni grafkyrrar. Höfuðið er mjög fallega lagað, ennið hvelft, nefið langt og rís í mjúkri bogalínu, munnurinn markaður djúpri íhugun, neðri vör ofurlítið 6

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.