Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 9
STARFANDI STÚLKUR 151 að vildi inn til hennar á þessum tíma dagsins. Hún reyndi því að láta vera að Reyra þessa smá-smelli á rúðunni, en allt :í einu hrökk hún upp. Einhver hafði kall- að: „Ruth!“ Hún þaut út að glugganum og gægðist út. Þar stóð Tit. An þess að mæla orð opnaði hún glugg- ann og fleygði lyklinum sínum niður, svo :fór hún í kímónóslopp og stóð kyrr og beið, og hjartað lamdist hart í barmi hennar. Tit kom inn og lokaði hurðinni hægt á eftir sér. Munnur hennar var eldrauður í •snjóhvítu andlitinu, og bláu augun hennar litu svört út bak við lituð augnahárin. „Hvað er að?“ stundi Ruth upp. „Ekki neitt. Ekki neitt — — Ekki nokk- ur skapaður hlutur, nema að hann hélt að ég væri svona, sem þú segir að ég líti út.“ „Þorparinn sá arna!“ hvæsti Ruth. „Þorpari?“ endurtók Tit hálf ósjálfrátt. „Nei, því þá það? Þegar ég lít svona út, -eins og ég sé að bjóða upp á----ósvífnar málaleitanir-----“ „Sagði hann það?“ „Nei, sagði hann það!“ Tit vissi auðsjá- anlega ekkert hvað hún sagði. Hún hallaði sér upp að hurðinni og leit út eins og hún myndi þá og þegar hníga niður. „Komdu,“ sagði Ruth. „Farðu úr yfir- höfninni. Þú verður hér í nótt. Þú getur sofið í mínu rúmi og ég á legubekknum.“ „Ekki að tala um það,“ sagði Tit, en hún lagði samt frá sér hattinn og kápuna. „Setztu niður,“ sagði Ruth í skipunar- róm og ýtti hægindastól til hennar. Tit hneig niður í hann. „Viltu fá kaffi?“ Ruth hafði alltaf kaffi að grípa til, er einhver vandamál bar að höndum. Það hafði hressandi áhrif og hreinsaði alveg ótrúlega til í þokufullum heila, að því er henni virtist. „Já,“ sagði Tit stuttaralega, hnipraði sig saman í stólnum og lokaði augunum. Að stuttri stundu liðinni var Ruth kom- in með kaffið. „Hérna, Títan. Drekktu nú dálítinn kaffisopa, þá jafnarðu þig víst aftur.“ „Þakk.“ Þær drukku kaffi og borðuðu nokkrar brauðsneiðar steinþegjandi. Loksins sagði Tit: „Eg var svöng. Við borðuðum humar í majones með víni — mikið vín.“ „Auðvitað,“ sagði Ruth biturt. „Það var alls ekki auðvitað,“ sagði Tit með ákafa. „Við erum ekki vön að drekka mikið af víni.“ „Nei, nei,“ sagði Ruth hæglátlega, „en í kvöld gerðuð þið það samt.“ „Við gerðum það víst.“ Löng þögn. Tit sat brött og horfði beint fram undan sér. Allt í einu seig hún saman. „Og svo Ruth-------“ Ruth greip fram í: „Þú þarft ekki að segja mér neitt. Gleymdu bara öllu sam- an, Títan. Hann er ekki þess virði að þú látir hann valda þér vonbrigðum.“ „Þú skilur það ekki, Ruth,“ kveinaði Tit. „Ég elskaði hann. Ég hefi ekki hugsað um aðra en hann síðan á verzlunarafmælinu.“ „0-o,“ tautaði Ruth. „Þú ert að hugsa um Ansgar! Ó, það var bara af því að ég var svo óhamingju- söm af því að Sverrir kærði sig ekkert um mig. Meðan ég hélt að það værir þú. En síðan-----Ó, ég hefi dáðst að honum, litið upp til hans, virt hann og metið. Ég hefi sett hann upp á háborðið —“ „Jæja, það var þá líka staður til að skáka karlmanni á,“ tautaði Ruth. „Hann datt líka greinilega ofan af því,“ sagði Tit. „Fór hann í mola?“ „Já,“ sagði Tit þungbúin. „Límdu hann saman og settu hann skör lægra,“ sagði Ruth. „Ekki einu sinni á skemil,“ sagði Tit áköf. „Ég er búin með karlmennina.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.