Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 8
150 NfjAR KVÖLDVÖKUR ég hélt að það hlyti að vera þú. Og hann sagði: „Þú hefir blessun mína og beztu óskir, drengur minn.“ „Ó —“ hvíslaði Ruth blóðrjóð og með blikandi augum. Arni tók ekki eftir því. „Og svo var það þá Tit! Hvað gerði hún hér?“ „Hún var að hjálpa mér. Ég hefi haft svo mikið að gera. Núna er hún á bíó með Eker!“ „Jæja, það var þá heppni. Það hefir verið nærri því vonlaust að fá að vera aleinn hjá þér —“ „Við höfum þó oft verið alein------- „Alein! Ég get þó ekki farið að biðja þín á bíó eða úti á götu!“ Ruth hló. „Hefirðu ef til vill hugsað þér að gera það núna? Þrátt fyrir það að faðir þinn gaf Tit blessun sína?“ „Ruthie!“ Hann tók yfir um hana um- svifalaust og dró hana að sér. „Þetta með kvonbænir er annars ekkert annað en hjal og málvenja, finnst þér það ekki? Hafirðu ekki vitað það áður, þá hefirðu þó síðan kvöldið góða á Frognerseteren vitað að ég elska þig — og þú! Þér þykir líka vænt um mig, er það ekki satt?“ „Jú-ú,“ tautaði Ruth — -------og rétt á eftir: „Ó, lofaðu mér að ná andanum allra snöggvast!“ Og svo aftur eftir ofurlitla stund: „Líttu á hárið á mér núna!“ „Það er inndælt. Pabbi sagði að hárið ó Tit væri svo fallegt —“ Hann þagnaði allt í einu. „Skelmirinn þinn, það hefir samt verið þú, því að pabbi sagði að þú hefðir falleg- ast hárið, sem hann hefði nokkurn tíma séð, og enginn í víðri veröld hefir annað eins hár og þú!“ „Þá hefir það líklega verið ég sjálf samt sem áður,“ sagði Ruth hlæjandi. „Þú sagðir Tit!“ „Ég sagði —“ Og Ruth sagði frá og Árni sagði írá, Ruth gleymdi að hún var ekki búin að ganga frá blómunum, og Árni gleymdi að hann átti að hitta eldri samverkamann sinn. Er Ruth mundi eftir blómunum, mundi Árni eftir samverkamanninum, en það eð það var nú orðið of seint að hitta hann, hjálpaði hann Ruth með blómin. „Þú verður að venja þig við þetta,“ sagði Ruth og rétti honum vatnskönnuna. „Láttu allar plönturnar þarna fá sinn sopann hverja! Svona já! En þú verður að læra að sulla ekki á gólfið, annars get ég ekki notað þig hérna.“ „Það væri hræðilegt,“ tautaði Árni og vandaði sig af fremsta megni. „Ertu nú ánægð, fröken forstjóri?“ „Ekki svo afleitt,“ sagði Ruth. „Nú verðurðu að þurrka upp allt vatnið sem þú hefir sullað niður, og tína upp öll blöð- in sem þú hefir rifið af, og svo geturðu fengið frí.“ „Þurrka upp? Á* ég að þurrka upp?“ „Auðvitað, ungi maður!“ „Allright, en fyrst —“ „Ungi maður,“ sagði fröken forstjóri fyrir innan græna dyratjaldið. „Það fer ekki vel á því að kyssa forstjórann í við- skiptatímanum! “ „Þetta er ekki viðskiptatími,“ sagði hinn ungi maður. „Og annars kyssi ég þig alveg eins og mér sýnist, og nú veiztu það!“ * ❖ * Hefði Ruth ekki legið glaðvakandi af eintómri sælukennd, myndi hún alls ekki hafa heyrt að það var fleygt smásteinum á gluggann hennar. Nú lá hún og furðaði sig á, hver það gæti verið, og hvers vegna það væri gert. Að líkindum var það ein- hver sem fór gluggavillt. Hún þekkti að minnsta kosti engann, sem hugsast gæti

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.