Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 39
AR AB AHÖFÐIN GINN 181 yfir þurrum og heitum sandinum, hin fín- gerðu línurit fjarlægs pálmalundar, er bar við himininn — allt þetta var eins og gamlar og kærar endurminningar, sem runnu upp í huga hennar og veittu henni djúpa gleði og innilegri, en hún nokkru sinni áður hafði orðið fyrir á ævinni. Hún var frá sér numin af hamingjuþrungnum fögnuði. En hve það var dásamlegt, að vera ung og hraust og heilbrigð — hún var eins og sköpuð fyrir þetta líf — og hamingjusöm að fá að njóta þess og barnslega glöð og hreykin af að sitja á baki hins fjörkvika, fráa gæðings, sem bar hana. Hún hafði hlakkað mjög til ferðar- innar, og nú virtist raunveruleikinn ætla að taka langt fram öllu því, er hún hafði gert sér í hugarlund. Og í heilan mánuð átti þessi unaðstíð að vara! Það var ann- ars leiðinlegt, að hún skyldi hafa lofað Aubrey að hitta hann aftur svo bráðlega. Það væri annars gaman að vita, hvernig hin tilvonandi Lady Mayo myndi líta út! Hún öfundaði hana alls ekki, en aumkaði hana heldur ekki. Amerískar konur kunnu venjulega þá list að halda á lofti virðingu sinni og mannigldi á leiksviði mannlífsins, og þá einnig 1 hjónabandinu. Hún brosti og laut áfram og klappaði hestinum á hálsinn. Aubrey bróðir henn- ar og væntanleg kona hans var svo smá- vægilegt umhugsunarefni í samanburði við það, sem þessa stundina fangaði eft- irtekt hennar og fyllti huga hennar allan. Úlfaldalest, sem fyrir nokkru hafði sézt yzt við sjóndeildarhring, færðist nú smám saman nær og nær. Díana stöðv- aði hest sinn og horfði á hina geysi-löngu úlfaldalest, sem nú fór hægt og sígandi fram hjá. Hún hafði ætíð gaman af að virða fyrir sér þessar stóru hálslöngu skepnur, sem rugguðu sér á hægu skeiði, svo að hálsarnir sveifluðust til eins og skipsmöstur. Þetta var feikna mikil lest. Klyfjarnar virtust vera þungar, og til hliðar við kaupmennina, sem riðu á nokkrum úlfaldanna, og all marga sund- urleita fylgdarmenn, riðu nokkrir menn á litlum ösnum, aðrir hlupu samhliða lestinni, og heilmargir voru vopnaðir. Það tók æði tíma, áður en lestin öll var komin fram hjá. Á tveim þrem úlföldum sátu hjúpaðar mannverur, og Díana vissi að það hlutu að vera konur. Henni fannst nærri hlægilegur hinn mikli mismunur á þeim og henni sjálfri. Henni varð hálf einkennilega við, aðeins af að horfa á þær — henni fannst sér liggja við köfn- un. Hvernig var annars lífi þeirra háttað? Skyldu þær nokkurntíma gera uppreist gegn þrældómi þeim og oki, sem þær voru undir gefnar? Skyldu þær nokkurn- tíma þrá frelsi það, sem hún naut í full- um mæli? Eða skyldi vani og siðvenjur hafa fest svo djúpar rætur hjá þeim, að þær hefðu enga hugsun á neinu, er lægi utan þeirra eigin þröngu takmarka? Henni var það hreinasta viðurstyggð, að hugsa um þessa tilveru þeirra. Og henni var jafnvel ógeðfellt að hugsa sér hjóna- bandið í þess æðstu mynd, grundvallað á samúð og gagnkvæmri virðingu beggja aðila. Jafnvel Aubrey var þessi hugsun mjög á móti skapi; og fyrir hana, sem var kaldgeðja og hlédræg að skapgerð, var það hræðilega andstyggilegt að hugsa til þessa. Það vakti hjá henni hæðnis- blandna undrun, að konur skyldu geta lagst svo lágt að sætta sig við návist hjónabandsins og hið þrælbundna ófrelsi, sem því var samfara. Allur hugur henn- ar og eðli gerði öfluga uppreist gegn því að vera þannig nátengd öðrum og al- gerlega háð vilja hans og duttlungum, háð manni, sem krefðist hlýðni og auð- sveipni í öllum réttindum hjónabandsins og gat gengið hart eftir rétti sínum. Það var svo sem fyllilega óaðgengilegt, eins og það var, hjá konum á vesturlöndum; en að hugsa sér austurlanda-konur, sem

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.