Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 30

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 30
172 NtJAR KVÖLDVÖKUR vonlegt var, að þeifcta litla skinn, sem al- ið var á rjóma, meðan hann sjálfur fékk ekki annað en áir eða súrmjólk að drekka, — ætti fyllilega skilið að njóta dálítils af ánægjunni. Ef svo hörmulega skyldi fara að kötturinn hrykki upp af, gat Jónas gert sér vonir um að fá rjóma annað slagið. Hann náði í eldspýtu, lyfti upp öðrum fæti, strauk eldspýtunni kröfifcuglega, eins og hann hafði séð föður sinn gera og bar síðan eldinn að þráðarendanum. Síðan hentist hann á dyr eins og kóifi væri skotið. Úti á hlaðinu voru hin börnin og áttu sér einkis ills von. Jónas gat narrað þau í burt, en varð sjálfur eftir á miðju hlað- inu og beið eftir hvellinum. En ekkert heyrðist. Jónas skyldi ekkert í því og læddist varlega að glugganum og gægðist inn. Jújú, kötturinn og flaskan voru á sama stað, en enginn eldur sjáanlegur. Það er víst best að gæta vel augnanna, hugsaði Jónas og beygði sig niður. Það er sjálf- sagt engin hætta, hugsaði hann og rétti sig upp. Köitturinn og flaskan hlið við hlið. — Ætti eg ekki að fara inn? hugs- aði hann svo, — og svo fór hann inn, enn stansaði minsta kosti tíu sinnum á leið- inni og beið þess að hvellurinn kæmi. Þegar hann leit inn í stofuna var köttur- inn og flaskan enn á sama stað, og eldur- inn enn ekki sjáanlegur. Bandspottinn hafði ekki brunnið nema að flöskutapp- anum. Nú varð Jónasi Ijóst að þráðurinn var með öllu ónýtur, en meðan hann var að svipast eftir öðrum betri, kom stjúpa hans heim. Skelfingin gagntók hann, svo hann henti púðurflöskunni beint inn í bakaraofninn, gaf kettinum langt nef, og skundaði svo öruggur fram hjá kerl- ingunni út á hlað. Kerling sá óðar að skálkur var í dreng, og flýtti sér að komast fyrir hvað hann hefði nú hafzt að, áður en hann kæmist úr skotfæri. Um leið og hún opnaði dyrnar á stof- unni — kom það! Ofninn var eins og fallbyssukjaftur, eldblossinn stóð fram úr honum, og kött- urinn — forhlaðið — hentist eins og byssukúla yfir í vegg. Kerlingin féll aft- ur á bak á gólfið svo buldi í. Nei, nú skyldi hún!....... I einu hendingskasti þaut hún á eftir sínum heittelskaða fóstursyni. Þegar hann sá hana koma, flýtti hann sér að komast í skjól við stóra steininn í kálgarðinum. Eins og sakir stóðu hafði hann enga löng- un til að verða á vegi hennar. Og nú hófst eltingaleikurinn í kringum stóra siteininn. Rétt hjá honum lá grenihrísla, sem stormurinn hafði brotið. Jónas og fóstra hans lögðu samtímis af stað, en Jónas var kominn lengra, þegar kapp- hlaupið byrjaði og í hvert sinn, er hann kom að hríslunni henti hann sér létti- lega yfir, meðan fóstra hans varð að taka upp pilsin og klöngrast yfir með mestu erfiðismunium. Þannig gekk það góða stund. Bæði þögðu, en stundum varð þeim litið hvoru á annað. Jónas var kunnáttumaðurinn en kerlingin viðvan- ingurinn. Jónas var því hinn brattasti, þegar kerlingin tók að mæðast. Það vakti góðar vonir hjá honum og sigurvissu. Að hlaupa aftur á bak var sérgrein Jónasar, en að þessu sinni varð honum hált á glæsimennskunni, enda lá hann eins og skata fyrr en hann vissi af. Hann ætlaði sér að rísa sifcrax á fætur og byrja á nýj- an leik, en guð sé oss næstur! — Kerl- ingin var þá búin að hremma hann! Annari hendinni greip hún í eyrað á honum en með hinni lamdi hún hann lengi og innilega með spýtukybbi, er hún fann.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.