Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 19
STARFANDI STÚLKUR
161
ekki dansað við Ruth. Var það ef til vill
af sömu ástæðu, að Ruth hafði notað
heimskulega orðið „stórfínn“?
Hann sneri sér við til að líta á eftir
henni. En þau sátu þegar við borðið og
skáluðu í kampavíni.
Rétt á eftir, er hann og hans dama
höfðu setzt niður, gaf hann þjóninum
merki að koma.
„Eina Cliquot, þakk.“
Eitt ár af ævi minni fyrir að vita nú
hugsanir Ruth!
-----Hugsanir Ruth voru ekki svo mik-
ils virði. Hún var nefnilega blátt áfram
hugsanatóm. Hún var eintóm tilfinning.
Fann það svo átakanlega, að kvöldið það
arna var eitt hinna allra verstu, sem hún
hafði lifað. Rönning skyldi samt ekki
verða þess var og um fram allt Árni ekki
heldur. Hún dansaði, spjallaði, drakk og
borðaði alveg eins og í vímu. Ef aðeins
daman hans Árna hefði ekki verið svona
sæt. Hver skyldi það vera? Ef til vill
bernskuvinkona hans, Sissí. Bara það
væri svo, en hún hélt það samt ekki, því
að hann virtist vera svo ástfanginn, og
það hafði hann aldrei verið í Sissí. Að
minnsta kosti ekki síðan hann var fjórtán
ára, það hafði hann sagt henni sjálfur.
Nei, þetta var að verða alveg óbærilegt.
Var klukkan ekki bráðum eitt? Árni og
hans dama stóðu upp, það var fararsnið á
þeim. Hann lét hana ganga á undan, nú
voru þau í þann veginn að fara fram hjá
hennar borði.
Hún sneri sér fljótt að Rönning:
„Æ, segið ekki að það sé bráðum kom-
inn tími til að fara! Tíminn hefir flogið!“
Jæja, henni finnst tíminn hafa flogið,
hugsaði Lindgren með sér, hann hneigði
sig kurteislega um leið og hann fór fram
hjá.
Rönning leit sem allra snöggvast hissa
á hana.
Hún roðnaði.
„Þér lituð út eins og þér ætluðuð að
segja það,“ sagði hún til skýringar.
„Jæja,“ tautaði hann og horfði hugsi á
eftir Lindgren og hans dömu.
Skömmu seinna fóru þau líka.
Er þau skildu, voru þau sammála um,
að þetta hefði verið skemmtilegt kvöld.
Þau myndu líklega hittast bráðum aft-
ur. Já, en hún ætlaði að fara heim til sín
núna um hríð, að minnsta kosti í þrjár
vikur. O, hafði hún ekki nefnt, að hún
ætlaði að taka sér frí eftir nokkra daga!
Já, hún ætlaði það líka, og hún gat vel
látið það eftir sér núna, hún hafði bæði
Tit og Aggí í búðinni.
*
Fyrri part næsta dags gerði Ruth báðar
vinkonur sínar hissa, er hún sagði þeim
frá hinni fyrirhuguðu ferð sinni.
„Ég er svo þakklát af því að þú treystir
okkur svo vel,“ sagði Tit og varð alveg
viðkvæm við tilhugsunina.
„Auðvitað treysti ég ykkur. Hverjum
ætti ég annars að treysta? Og þar að auki
eruð þið báðar svo duglegar, að það kem-
ur til að ganga eins og í sögu. Þú, Aggí,
neyðist til að leggja fram eina tvo tíma í
viðbót, því að Tit getur ekki verið ein;
en það verða auðvitað aukatekjur fyrir
þig, og það er alltaf eitt eða annað, sem
þig langar til að kaupa, svo að þetta er
þér vonandi aðeins gleðiefni.11
„Það er þó alveg satt og víst,“ sagði
Aggí frá sér numin. Hægindastól.11
Tit fór að hlæja. „Hvar ætlarðu að skáka
þeim hægindastól, það er mér ráðgáta, en
þú hefir líklega hugsað það út.“
„Vertu alveg viss!“
Ruth notaði nú nærri allan fyrrihluta
dagsins til að segja fyrir. Hún endurtók
það sama hvað eftir annað og var sýnilega
óróleg og eirðarlaus.
„Nú sting ég upp á að þú hvílir þig,“
21