Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 12
154 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ( ef ég ætti að verða þar einn einasta dag eftir að Eker kemur aftur. Ég hata Eilert- sen & Sönner A.S.“ Ruth steinþagði. „Nú!“ „Hvað?“ „Ég spyr hvernig þér lítist á?“ Ruth varð ósjálfrátt á að brosa. „Gerirðu það? Já, hvernig býst þú við að mér lítist á þetta?“ „Þú heldur auðvitað að ég sé bandvit- laus!“ „Einmitt!“ „Ég get fengið að vera skrifstofustúlka hjá Berit Borg.“ „Já, það er sveimér flott framtíð,“ sagði Ruth. „Bara fyrst um sinn, skilurðu.“ „Og síðan?“ Tit svaraði ekki. Hún tók fyrir sig af pönnukökunum og borðaði ofurlítið. Svo sagði hún eftir dálitla þögn: „Mér þykja pönnukökur*) ekkert góð- ar! Hvers vegna í heiminum tókum við pönnukökur?“ Ruth sat kyrr og horfði á hana án þess að svara, og Tit hélt áfram: „Svo var það nú annars pikkoló-staðan, sem þú lofaðir mér. Ég átti að vera í bláum einkennis- búningi og með húfu á hálf-tólf.“ Ruth hló. „Mig minnir, að ég ætlaði mér ekki að hafa neinn pikkoló. Annars —“ hún varð hugsi, „Það gæti samt skeð, að ég þyrfti á þér að halda, ef það reyndist að þú vær- ir hneigð fyrir blóm.“ „Nú!“ „Já, því ég — — Ef þú vilt, geturðu til bráðabirgða fengið stöðu fröken Beck; hún hefir haft orð á að hún eigi að fá að fara til Danmerkur. Það er ekki mikið í það varið — stöðuna á ég við — en fyrst *) Hér er átt við eggjakökur (»omelett«) með fleskbitum í, grænmeti, sultu o. s. frv. Þýð. um sinn er það þó betra en ekki neitt, og seinna verður hún ef til vill betri.“ Þegar ég gifti mig, verð ég að hafa ein- hverja manneskju í búðinni, sem ég get reitt mig á, hugsaði Ruth, og ef Tit yrði dugleg, þá hittist það alveg ágætlega á. „Já, hvað segirðu um þetta?“ „Hjartans þakkir. Þú ert sannarleg perla,“ sagði Tit, „og ég er agalega þakk- lát fyrir að fá að vera hjá þér, þangað til ég fæ eitthvað annað. Ó, Ruth, mér finnst ég vera eins og gúmmíbolti, sem fleygt hefir verið einu sinni rækilega hart niður á jörðina. Hann sprettur upp aftur, eins og þú veizt! I fyrsta sinn ef til vill ennþá^ hærra en staðurinn var, sem honum var fleygt frá. Svo drattar hann niður aftur —■ hvað eftir annað — og í hvert sinn verða sprettirnir minni. Loksins sprettur hann alls ekki upp framar, hann veltur út í horn og liggur þar kyrr. Og gleymist.“ „Veslings gúmmíbolti!“ Tit andvarpaði. „í hvaða spretthæð ég er núna, er ég ekki alveg viss um, en ég vona að það verði enn nokkur bið á því, að ég velti út í horn og leggist þar fyrir.“ „Það gæti líka viljað til, að einhver gripi boltann á lofti, svo að hann dytti ekki niður aftur,“ sagði Ruth á líkinga- máli Tit. „Já, er það ekki eitthvað í þá áttina, sem þú ert að reyna núna?“ spurði Tit og leit hlýlega á Ruth. Ruth hló. „Jú, og mér tekst það líka. Ég hefi allt- af verið svo dugleg í boltaleik. Og ef þú ert nú orðin södd, þá skulum við fara. Fröken Beck er einsömul, og þar að auki — ég er bundin klukkan sjö.“ „Lindgren líklega," sagði Tit út í bláinn. „Já, Árni Lindgren,“ sagði Ruth* og roðnaði. Tit var í svipinn með allan hugann við sjálfa sig og tók því ekki eftir að Ruth

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.