Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 13
STARFANDI STÚLKUR 155 roðnaði. „Já, ég fer beint heim og í rúmið, ég svaf sama sem ekkert í nótt. Kærar þakkir fyrir núna — og fyrir allt.“ „Sjálfþakkað. Ég sé þig vonandi bráð- um aftur?“ „Ákveðið!“ * -Y- :Ji „Við sitjum hérna og spjöllum dálítið saman, áður en við förum, getum við það ekki?“ Árni dró Ruth niður á dívaninn og tók utan um hana, og Ruth hagræddi sér í armi hans og kinnkaði kolli. „Jú. Ég þarf líka að tala um nokkuð við þig. Það er um Tit.“ „Hvers vegna eigum við að tala um frö- ken Bull? Við eigum að tala um okkur sjálf og okkar framtíð.“ „Tit verður á vissan hátt brot af okkar framtíð.“ „Það var einkennilegt!11 „Ekki eiginlega einkennilegt. Ég skal segja þér — ja, ég get auðvitað ekki sagt þér leyndarmál hennar, nema aðeins það, að út úr ástarævintýri hefir hún sagt upp hjá Eilertsen-------“ „En hve það var léttúðugt af henni,“ greip Árni fram í. „Já,“ Ruth varð að játa það, „það finnst mér nú líka, en þar sem ég sjálf hefi verið jafn léttúðug, ber mér ekki að finna að þessu hjá henni. Ég hefi boðið Tit stöðu hjá mér. Fyrst um sinn aðeins það starf, sem fröken Beck hefir, en þegar ég gifti mig, verð ég að hafa einhvern í búðinni, sem ég get reitt mig á, því ég hefi þá ekki hugsað mér að vera þar allan daginn sjálf, og svo hugsaði ég, að þegar Tit væri orðin nógu dugleg og kunnug öllu, gæti hún verið fulltrúi minn þegar-------- Árni greip fram í fyrir henni með þvi að ýta henni frá sér. „Segðu mér,“ sagði hann forviða, „í- myndarðu þér, að þú eigir að halda áfram með verzlunina þá arna, þegar þú giftist mér?“ „Hvort ég eigi að halda áfram verzlun- inni?“ Ruth varð meira en hissa. „Auðvit- að. Hvað hélztu að ég ætlaði að gera?“ „Selja hana eins fljótt og auðið er, fara heim til foreldra þinna og búa þig undir að giftast elskhuga þínum,“ sagði Árni í hálfgerðu spaugi. En Ruth varð þess vör, að þar bjó al- vara undir. „Árni, þú segir þetta þó ekki í alvöru!“ „í fullri alvöru, Ruth. Ekki eitt einasta augnablik hefir mér komið til hugar, að konan mín ætti að vinna fyrir sér sjálf. Það er líka alveg ónauðsynlegt. Ég inn- vinn mér svo mikið, að ég get veitt þér gott heimili og flest allt af því, er þú myndir óska þér, ef þú ert ekki allt of heimtufrek, og það held ég ekki að þú sért. Hvers vegna ættirðu þá að hafa verzlun?“ „En elsku Árni, hvers vegna ætti ég ekki að hafa hana?“ Ruth stóð alveg á öndinni, er hún spurði um þetta. „Af því að ég á að sjá fyrir þér. Ég á að veita þér allt sem þú þarft. Af því að gift k^na á að vera heima, af því — já, af því að ég vil ekki, að þú skulir vinna til þess að græða fé.“ Ruth var orðin náföl. Hún losaði sig hægt úr armi hans og stóð upp af dívan- inum. „En Ruthie, þú átt þó ekki við, að þú sért ófús að sleppa verzluninni?“ „Jú,“ sagði Ruth í hásum róm, „ég á við það. Ég á meira að segja við það, að ég vil ekki sleppa henni. Það geturðu ekki heimtað af mér.“ „Ég hefi talið það alveg sjálfsagt.“ „Ég líka, að ég héldi henni áfram. Hún er orðin eins og hluti af sjálfri mér. Það er ekki eins og með skrifstofustöðu, sem maður sleppir með gleði og er þakklátur 20*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.