Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 35
ARABAHÖFÐINGINN
177
um beint framan í hann. Þau virtust vera
enn dekkri, er hún horfði á hann.
„Jú, — ég hefi hugsað mikið um það í
dag, Díana! Þessi leiðangur, sem þú ert nú
að leggja út í — alein úít á eyðimörkina —-
er blátt áfram hreinasta fjarstæða!“
„Er ekki orðið heldur langt áliðið dags
til þess að komast að þeirri niðurstöðu11,
svaraði hún kaldhæðnislega. En hann lét
sem hann heyrði það ekki.
„Þú hlýtur þó sjálf að sjá, að þetta er
hreinasta fásinna, er þú nú stendur and-
spænis veruleikanum í fullri alvöru! Það
er alveg óhugsandi, að þú getir ráfað ein-
sömul um eyðimörkina allan næsta mán-
uð aðeins með þessa bölvaða svarthöfða
til fylgdar. Þrátt fyrir það þó að fjár-
haldsmennska mín lögum samkvæmt rynni
út í septemberlok síðastliðið, þá ber ég þó
enn einskonar siðferðislega ábyrgð á þér.
Og þó að ég hafi alið þig upp eins og
dreng og litið á þig sem yngri bróður, en
ekki systur, verður þó eigi hjá þeirri stað-
reynd komizt, að þú ert stúlka — mjög
ung stúlka. Og það er ýmislegt, sem kona
alls ekki má gera. Hefðir þú verið piltur,
eins og ég alltaf hefi óskað mér, þá hefði
verið öðru máli að gegna; en þú ert nú
enginn piltur, og þessvegna er þessi fyrir-
ætlun þín alveg ófær!“ Rödd hans var
þrungin af óþolinmæði og gremju.
Díana kveikti letilega í vindling, sneri
sér í stólnum og hló háðslega. „Hefði ég
ekki lifað samvistum við þig alla æfi,
Aubrey, þá myndi þessi bróðurlega um-
hyggja þín ganga mér til hjarta. Eg
myndi þá hafa trúað því, sem þú sagðir.
En af því ég þekki þig svo vel, er mér
ljóst, að það er ekki kvíði og umhyggja
fyrir mér, sem knýr þig, heldur blátt á-
fram hitt, að þér þykir það óskemmtileg
tilhugsun að halda áfram ferðinni án mín.
Þú hefir smám saman vanist svo á það að
hafa mig hjá þér — það er svo skolli
þægilegt að gi'ípa til mín og láta mig létta
af þér ýmsum leiðindum og óþægilegri
fyrirhöfn, sem alltaf kemur fyrir á ferða-
lagi. Þú varst þó að minnsta kosti hrein-
skilnari í Biskra, því þá settirðu þig upp
á móti þessu án þess að tilfæra nokkrar
ástæður fyrir því. Hversvegna hefirðu
frestað því, þangað til nú í kvöld, að bera
fram þessar efasemdir þínar?1
„Af því að ég hélt, að nú myndir þú,
loksins, vera orðin svo hyggin, að þú
skildir þetta sjálf. í Biskra var alls ekki
hægt að ræða þetta við þig. Þú bjóst þig
ósköp rólega undir leiðangur þenna án
þess að taka nokkurt tillit til vilja míns
og óska, og ég lét þig fá að fara þínu
fram, af því ég var sannfærður um, að
þegar þú værir hingað komin, myndi þér
að lokum verða það ljóst, að þetta er al-
veg ókleift. Díana! Hættu nú við þetta
brjálsemis-flan þitt!‘
„Nei!‘
„Díana! Taktu nú sönsum!“
„Aubrey! Ég hefi þegar sagt mitt síð-
asta orð í þessu máli, og enginn mann-
legur máttur megnar að aftra mér frá að
fara. Öll þessi svonefndu rök þín sann-
færa alls ekki mig, sem þekki þig svo
vel. Þú ert að hugsa um sjálfan þig og
makræði þitt, en alls ekki um mig. Þú
neitar því heldur ekki, sökum þess, að
þú blátt áfram getur það ekki — af því
að það er satt, sem ég segi!“
Þau stóðu andspænis hvort öðru, sitt
hvoru megin við borðskriflið. Sir Aubrey
roðnaði af reiði, og sjóngler hans datt úr
augnatóftinni og small við einn vestis-
hnappinn.
„Þú ert bölvaður þverhaus, skal ég
segJa þör, og það hefirðu verið alla þína
daga!“ sagði hann nötrandi af bræði.
Hún leit á hann, og um einbeitnislegan
munn hennar komu kaldhæðnislegir
drættir, og minnti svipur hennar þessa
stundina greinilega á bróðurinn, sem
stóð rétt hjá henni.
23