Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 42
184
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Díana leit á hann hissa, og þvínæst um
öxl til fylgdarmannanna. Mennirnir voru
komnir á bak. Brosið hvarf úr augum
hennar. Mústafa Alí var að vísu farar-
stjóri; en hún var þó foringi leiðangurs
ins! Hefði honum ekki skilizt það fyrr, þá
var nú kominn tími til þess, að hann fengi
að vita það. Hún leit á armbands-úr sitt.
„Það er ríkulegur tími!“ sagði hún
kuldalega.
Mústafa Alí beygði sig djúpt á ný. „Það
er langt til næstu vinja, og þar verðum
við að gista í nótt,“ flýtti hann sér að
segja í mótmælaskyni.
7 Díana sveiflaði öðrum fætinum í brúnu
reiðstígvéli yfir hinn, tók fullan lófa sinn
af sandi og lét hann renna hægt út um
greipar sér. — „Við getum þá riðið hrað-
ara,“ sagði hún rólega og horfði á sand-
kornin, sem glitruðu í sólskininu.
Mústafa Alí yppti öxlum óþolinmóðlega
og maldaði í móinn. „Mademoiselle ætti
að leggja af stað núna.“
Díana leit snöggt upp — og brá fyrir
leiftri í augum hennar. í rödd hans hafði
falist einskonar skipunar-keimur, þrátt
fyrir alla auðmýktina og fleðuskapinn.
Hún sat kyrr og var ósköp róleg og
fyllti aftur lófa sinn af sandi. Fararstjór-
inn stóðst ekki hið rólega augnaráð henn-
ar, augu hans hvörfluðu til og frá, og að
lokum leit hann undan.
„Við leggjum af stað, þegar mér sýnist,
Mústafa Alí!“ sagði hún stutt í spuna.
„Þér getið sagt mönnum yðar fyrir, en
sjálfur verðið þér að hlýðá skipunum
mínum. Ég skal gera yður aðvart, þegar
ég er tilbúin. Og nú getið þér farið!“
Hann stóð enn stundarkorn hikandi og
ruggaði dálítið á hælunum án þess að
ákveða sig.
„Ég sagði yður að fara!“ tók Díana
upp aftur byrst og smellti með fingrun-
um aftur yfir öxl sér. — Það hafði hún
lært af frönskum liðsforingja í Biskra, —
og lét Mústafa Alí fara án þess að gefa
honum frekari gaum, og leit heldur ekki
um öxl til að sjá, hvaða fyrirskipanir
hann gæfi mönnum sínum. Hún leit aft-
ur á úrið. Það var ef til vill orðið nokkuð
framorðið, og næsti áfangastaður kann-
ske lengra í burtu, heldur en hún hafði
hugsað sér. En Mústafa Alí hafði samt
orðið að læra að hlýða, þótt þau þyrftu
að ríða til miðnættis, áður en þau næðu
næsta áfanga. Hún var meira að segja að
vona, að þau kæmu ekki þangað fyrr en
seint um kvöldið. Það hefði verið eitt-
hvað annað að fara einsömul ríðandi inn
í töfraveldi eyðimerkurinnar og vera al-
veg laus við þennan hávaðasama símas-
andi hóp, sem hafði algerlega truflað
hinn djúpa og hátíðlega frið og kyrrð
þessarar ægilegu auðnar. Hvað það hlyti
að vera dásamlegt! Hún var alltaf öðru
hvoru að líta á klukkuna, og það brá fyr-
ir glettnissvip í augum hennar. Hún ætl-
aði sér.að láta Mústafa Alí bíða a. m. k.
eina klukkustund, og þá hlaut honum lík-
lega að skiljast, að það var hún — og
aðeins hún —• sem hér réði lögum og lof-
um. Ein klukkustund frá eða til gat svo
sem ekki gert neinn verulegan mismun.
Hana dauðlangaði til að líta við, og sjá,
hvernig Mústafa Alí tæki þessu; en hún
gerði það samt ekki. Það gat vakið eftir-
tekt og misskilning.
Þegar hin ákveðna klukkustund var
liðin, stóð hún upp og gekk í hægðum
sínum í áttina til Arabanna. Fararstjórinn
var hálf gremjulegur á svipinn, en hún
gaf honum engan gaum, og er þau lögðu
af stað, fór hún að tala um Biskra, svo
að hann varð að ríða við hliðina á henni
og lét munninn ganga í sífellu.. Hana
langaði minnst af öllu til að heyra nokk-
uð um Biskra, en það var einmitt það,
sem honum var ætíð tíðræddast um, og
hún hugsaði sér, að það væri bezt að
grípa ekkert fram í fyrir honum, því að