Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 38
180
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
En hún skeytti því engu, er hann sagði,
starði aðeins á steininn, sem hún hafði
ekki hæft. „Ég skil ekkert í þessu! Hvern-
gat ég nú misst marks? Steinninn er þó
eins stór og heilt hús! tautaði hún hugsi
og miðaði marghleypunni á ný.
En Sir Aubrey þreif í sama vetfangi
um úlnliðinn á henni.
„í guðanna bænum, Díana! Gerðu þig
nú ekki að athlægi í annað sinn! Þú hefir
sveimér gert þig nógu lítilfjörlega í augum
fylgdarmanna þinna!“ hvíslaði hann að
henni og leit á Arabana, sem biðu skammt
frá þeim.
Díana hikaði lítið eitt og stakk síðan
marghleypunni ’aftur í belti sitt. „En ég
skil ekkert í þessu!“ sagði hún á ný. „Það
hlýtur að vera birtan!“ Svo steig hún á
bak hesti sínum, reið upp að hlið Sir Au-
brey og rétti honum höndina.
„Vertu nú sæll, Aubrey! Þú getur búizt
við mér mánuði eftir að þú ert kominn
vestur. Ég síma til þín frá Cherbourg.
Góða ferð! Ég skal vera stundvís!“ bætti
hún við hlæjandi. Svo gaf hún Mústafa
Alí bendingu og sneri hesti sínum til
suðurs.
Hún reið lengi hljóð og þegjandaleg.
Deilan við Aubrey hafði gert hana hugsi.
Henni var full ljóst, að á þetta fyrirtæki
hennar var litið sem mestu óhæfu, en
uppeldi hennar hafði kennt henni að
bjóða siðvenjum og almenningsálitinu
byrginn. Er hún í upphafi hafði gert á-
ætlun um þennan leiðangur sinn, hafði
henni ekki einu sinni dottið í hug, að
nokkur myndi finna að því eða hafa neitt
út á það að setja — en auðvitað hefði það'
heldur ekki skipt neinu máli fyrir hana.
Hún hefði hvort sem var farið sínu fram.
Er svo gagnrýnin og aðfinnslurnar yfir
þessari áætluðu skemmtiferð út í eyði-
mörkina komu úr öllum áttum, varð hún
fyrst hissa, en þótti síðan gaman að því.
En smám saman tók gamanið að grána,
og að lokum gramdist henni allmjög allt
þetta hjal og þvaður, sem umkringdi hana,
hvar sem hún fór, og elti hana á röndum.
En að fólk skyldi ekki geta látið hana í
friði og séð um sig! Og það tók alveg út
yfir allan þjófabálk, að Aubrey skyldi
syngja með í þessum kór og gera annað
eins veður úr þessu þvert ofan í allt, sem
hann til þessa hafði haldið fram! Hún var
reið og hugsaði með andstyggð til alls
þess, sem hann hafði sagt bæði í gærkvöld
og í morgun. Það var algerlega ósamrým-
anlegt öllu því, sem hann hafði prédikað
fyrir henni alla hennar ævi. Því meir sem
hún hugsaði um þetta, þess ákveðnari var
hún í því að fylgja fram sinni eigin bjarg-
föstu sannfæringu og víkja aldrei hárs-
breidd frá henni! Aubrey bar sjálfur á-
byrgð á þessum skoðunum, hann hafði
sjálfur innprentað henni þær, og vildi
hann nú snúa við þeim baki — hann um
það! Hefði Aubrey raunverulega talið, að
hér væri hætta á ferðum, þá hefði hann
þó sannarlega einu sinni getað yfirbugað
leti sína og makræði og farið með henni
— það var þó aldrei nema einn einasta
mánuð um að ræða! En nei! Hann var
sjálfselskan og síngirnin eintóm og hugs-
aði aðeins um sjálfan sig. Og hún var
mesti þverhaus, svo eigi var við neinni
tilslökun að búast af hennar hálfu. Það
hefði verið til of mikils mælzt!-------
Þetta var þá eyðimörkin! Loksins var
hún þá lögð á stað í leiðangur þann, sefn
hana hafði dreymt um og búið sig undir
árum saman. Hún hafði ekki getað hætt
við þessa ferð. Hún brosti geiglaust að
öllu þessu hættu-hjali: Hvernig ætti
nokkuð illt að geta fyrir hana komið á
eyðimörkinni, blessaðri eyðimörkinni
hennar, sem hún hafði þráð alla ævi!
Henni virtist ekkert koma sér ókunnug-
lega fyrir sjónir, heldur fannst henni eins
og hún hefði þekkt það alla ævi. Glóheit
sólin á heiðum himni og hillinga-tíbráin