Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 33
M. Hull:
Arabahöfðinginn.
Ástarsaga úr eyðimörkinni.
Helgi Valtýsson þýddi.
(Framh.)
Það var sennilega liðin rúm klukku-
stund, er hún hrökk upp og glaðvaknaði.
Hún lá grafkyrr og gægðist varlega gegn-
um löng og þétt augnahárin. Tungls-
ljósið flæddi inn í herbergið — ekkert
var að sjá — en hún hafði greinilega
fundið til þess, að hún væri ekki alein í
herberginu. Rétt í því hún vaknaði, þótt-
ist hún nærri því viss um að hafa séð
einhvern skugga hverfa últ úr dyrunum.
Hún brá sér fram úr rúminu og út á sval-
irnar — en þar var enginn. Hún teygði
sig út yfir handriðið og gægðist niður,
en sá hvorki né heyrði neitt merkilegt.
Henni var dálítið einkennilega við, en
gekk svo inn á herbergið og kveikti raf-
Ijósið. Enginn af munum hennar var
horfinn, hvorki úrið hennar né fílabeins-
skreytta marghleypan, sem lá á borðinu
við höfðalagið hennar. Hún hleypti ofur-
lítið brúnum og litaðislt um á ný. „Mig
hlýtur að. hafa dreymt þetta,“ tautaði
hún efablandin, en mér fannst sannar-
lega, að það væri einhver — há, stór
hvítklædd vera! Eg fann það, að hún var
hérna! Hún dokaði enn við fáeinar mín-
útur, svo yppti hún öxlum, slökkti ljósið
og fleygði sér upp í rúmið, og fimm mín-
útum síðar var hún aftur sofnuð vært
og rólega. Taugaveikluð var Díana Mayo
ekki.-------
II.
Díana var búin að kveðja hótelgestina,
sem höfðu fylgt henni úr garði, eins og
ákveðið var, og hafði nú riðið margar
mílur vegar inn eftir eyðimörkinni og
þótt ferðalagið afar skemmtilegt. Nú
voru þau nýkomin að vinjum þeim, þar
sem gista átti fyrstu nóttina, og reyndist
þar allt viðbúið móttöku þeirra. Búið var
tjalda og koma farangrinum fyrir, og
allt á reiðum höndum, er til þurfti að
taka. Hvorki Sir Aubrey né Stevens þjónn
hans, sem var góðu vanur og vandlátur
mjög, engu síður en húsbóndi hans, er
hann hafði fylgt á öllum ferðum hans,
frá því er Díana var barn að aldri, —
höfðu ú'.t á neitt að setja..
Díana litaðist um í litla ferðatjaldinu
sínu með mesta ánægjusvip. Tjald þetta
var miklu minna en tjöld þau, sem hún
áður hafði vanist, og blátt áfram hlægilega
lítið í samanburði við tjaldgímaldið, sem
hún hafði haft á Indlandi árið áður, því að
þar var bæði búningsherbergi og baðher-
bergi. En að þessu sinni hafði hún ásett
sér að komast af án allra þessháttar þæg-
inda.
Litla ferðarúmið hennar, baðker úr sinki
og ofurlítið borð, sem hægt var að brjóta
saman, og ferðakoffortin hennar tvö fylltu
allt tjaldið. Stærra var húsrýmið ekki. En
Díana hló aðeins að erfiðleikunum og
óþægindunum, er þeim fylgdu. Vatnið úr
baðkerinu hafði skvetzt út yfir alit rúmið
þegar hún var að skvampa í því, og sáp-
una fann hún aftur alveg frammi í tá á
öðru stígvélinu síniu. Hún hafði farið úr