Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 22
164
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
„Þú! Hvað vilt þú?“
Hann kom inn til hennar og lagði hend-
urnar á axlirnar á henni.
„Elsku Ruth, þetta er orðið alveg óbæri-
legt. Ég elska þig meira en allt annað. Ég
þoldi ekki —• — hann þarna náungann. Og
þú sagðir að tíminn hefði flogið. Mér
fannst kvöldið í gærkvöld vera þúsund ár.
Ruth, vilt þú og verzlunin verða konan
mín?“
„Hvort við viljum!‘^
Hún rak upp fagnaðaróp og vafði hand-
leggjunum um hálsinn á honum, og hann
lyfti henni upp og setti hana á hennar
eigið borð. Sjálfur stóð hann við hliðina á
henni og hélt utan um hana.
„Ég hataði þessa ungu stúlkuna í gær-
kvöld,“ sagði Ruth og faldi eldrautt and-
lit sitt við barm hans.
„Það var Sissí,“ sagði hann þurrlega,
eins og það eitt væri nægileg skýring.
„0,“ sagði Ruth. „En þú keyptir rósir
handa henni.“
„Rönning hafði fyrst keypt handa þér.“
„Þið höfðuð kampavín!11
„Þið fyrst.“
Löng þögn. Svo sagði Árni:
„Það versta er, að ég verð að fara frá
þér í fyrramálið. Ég ætla í hálfsmánaðar
ferð til Þýzkalands. Þú skilur, ég varð að
komast eitthvað burt úr borginni og frá
þér.“
Ruth hló.
„Það gerir ekkert til. Ég fer nefnilega
líka burt í fyrramálið. Heim. Af nákvæm-
lega sömu ástæðum.“
„Ó, það er alveg fyrirtak,“ hrópaði Árni,
„þá verðurðu heima, þangað til ég kem til
að heilsa upp á foreldra þína. Svo fer þú
með mér til Óslóar og heilsar upp á for-
eldra mína og lítur eftir fylgifiskum þín-
um í búðinni.“
„Lít eftir?“
„Já, í það skiptið áttu aðeins að líta
eftir og segja fyrir, því þú átt að fara um
hæl heim aftur og útbúa þetta, sem þið
ung'u stúlkurnar kallið heimanfylgju, því
að þið getið víst ekki gift ykkur án henn-
ar.
„Hin fróma, unga stúlka, ég, beygir sig
í hlýðni fyrir skipunum þínum,“ sagði
Ruth hlæjandi.
„Litla, starfandi stúlkan mín,“ tautaði
Árni með andlitið á kafi niðri í hrokknu
hári hennar.
„Ég vona að þú þurfir aldrei að iðrast
þess, að þú giftist bæði verzluninni og
mér,“ sagði Ruth stillilega. Svo rétti hún
úr sér og augu hennar ljómuðu, er hún
sagði:
„Þú skalt aldrei þurfa þess, því ég skal
sýna bæði öllum heiminum og þér, að
starfandi stúlka getur verið bæði góð hús-
freyja, eiginkona og móðir.“
„Starfandi stúlka!“ sagði Árni og þrýsti
henni fastara að sér. „í sál minni er nú
ekki framar minnsti snefill af efa.“
Skrítlur.
Maður nokkur settist af vangá .á ný-
málaöan bekk, reis í ofboði á fætur aftur
og mælti: »Þetta var afleitt; nú fór
málningin í buxurnar mínar«.
»Það gerir ekkert til«, svaraði málar-
inn með mestu hægð; »eg strýk yfir
hann aftur hvort sem er!«
Tveir flækingar gengu um þar sem
bóndi var að sá. »Þú mátt reiða þig á
það«, kallaði annar flækingurinn tíl
bóndans, »að við skulum bráðlega app-
skera ávöxtinn af vinnu þinni«.
»Það vona eg líka«, svaraði bóndinn,
»því að eg er að sá hampi«.