Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1937, Blaðsíða 25
BÓKMENNTIR 167 ‘er meðfædd, andspænis örðugleikanum Æð geta trúað: Og sárlega brunnu sál minni í hans síðustu orð í hljóði: Mig langar svo ákaft að lifa á ný eitt ljósfagurt sumar góði. Þar er víst enga sól að sjá, né sumar að heyra og finna. Og gneypur hafði eg hlustað á, því hvar voru svör að inna. Inni var kyrrðin þrungin af þrá, sem þunglynd og ákaft syrgir, að hverfa lífinu og Ijósinu frá á leiðir, sem myrkrið byrgir. Og hugur minn spurði hljóða tóm: Ef hylur þú land í kafi — hví bera eii til strandar strá eða blóm straumar af tímans hafi? Svo fer skáldið að lýsa því, hvernig :sólin skín úti björt og hlý, hvernig lífið sé þar í algleymingi, ungamæðurnar kalli á börnin sín úti í heiðinni og svan- irnir syngi í kór yfir hinni ljómandi jörð. En er nokkuð af þessu nema hverfult tál? Er ekki fegurðin öll á fljúgandi hvörfum, sem fjúki lauf fyrir vindi? Það eru snillingstök á framsetningunni: „Ilmblærinn strauk yfir vötn og völl — öll veröldin bjartari og stærri. Ó, blessaða líf! Það var bæn þín öll, hún brotnaði himninum fjarri.“ Og ályktunarorð kvæðisins eru þessi: Og síðan jafnan ef sólskin er og sit eg í stofunni þinni, þá vaknar ei hlátur í hug mér eg heyri hvíslað þar inni: Móðir sól er of mild og hlý og máttug í sínu ljóði. — Mig langar svo ákaft að lifa á ný eiitt ljósfagurt sumar, góði. Eg er hér ekki að deila við höfundinn tun hvort móðir sól sé of máttug í sínu Ijóði, lífið veki stærri vonir, en það geti uppfyllt. Gleði trúarinnar er einmitt í því fólgin, að öðlast sannfæringuna um það, að lífið sé ekki aðeins þess um megnugt að uppfylla vonirnar og þrárn- ar, heldur yfirstigi óður lífsins langsam- lega alla vora ímynduh. En þetta gleður mig, að hitta á þessari efnishyggjuöld skáld, sem skynjar andlag trúarinnar í svo björtu og skínandi ljósi, að það tekur hug hans fanginn, enda þótt tískan og tíðarandinn hneppi hann jafnframt í her- fjötur efans og örvæntingarinnar. Kvæð- in eru fleát ort í þessari innri baráttu milli rómantíkurinnar og raunhyggjunn- ar, þar sem tilfinningarnar fylgja öllnm þeim fagnandi úr hlaði, sem halda inn á draumaveginn, en skynsemin leitast við að ganga hinn breiða veg hversdagsleik- ans. En hversu sál hans þjáist í sólskins- leysi efnishyggjunnar, vitnar kvæðið Surtshellir: Lokast svartir hamrar hljóðir hverfa dagsins röðulglóðir döggum hlúðar heiðaslóðir, allir geislar góðir, grátklökk hvíslar bergsins lind innst í myrkri: litli bróðir, litli bróðir. Hverfur, hverfur huga mínum himininn með stjörnum sínum, allt sem best eg átti og geymdi, allt sem hjartað sælast dreymdi o. s. frv. Og í kvæðinu Trúboð lýsir hann harmi sínum yfir br.una skurðgoðahofsins: Ei krýpur neinn framar hér fram að kveldi hjá fórnareldi und stjörnuhiminsins hátignarveldi. Eins kemur fram í kvæðinu: Til þín Mekka, hníga allir draumar höfundarins í austurátt til hinnar helgu borgar trúar- innar og vonarinnar, þó að sjálfur ör- vænti hann um að komast þangað. Og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.