Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 4
98 NtJAR KVÖLDVÖKUR lendingi, Heimskringlu og Ganglera. — Það mun vera óhætt að segja, að Friðgeir sé jafnvígur á bundið sem óbundið mál. Nú í sumar kom út bók eftir hann, sem heitir „í ljósaskiptum11. Eru það smásögur um dulræna viðburði, sem fyrir hann hafa borið. Segir hann mjög ljóst og skipulega frá, og ber öll frásagan vott um mjög nákvæma eftirtekt og vandvirkni, enda eru allar sögu’rnar á sínu sviði mjög merkilegar. Auk þessa, sem hér hefir verið nefnt, mun ýmislegt, bæði í bundnu og óbundnu máli, liggja í skrifborðsskúffu Friðgeirs H. Bergs. Tíminn og ástæðurnar segja fyrir því, hvort það kemur síðar fyrir al- mennings sjónir, en höfundurinn er yfir- leitt ekki gefinn fyrir það að trana sínu fram. Friðgeir H. Berg: Hvíti kofinn í Skógadal. Sólhvarfahúmið hnígur á hélaðan greniskóg; loftið er fullt af flygsum af fallandi snjó; á grenimörkinni miklu er mállaus kuldaró. Um miðja mörkina er stígur og merki höggvin á tré; þau vísa vegfaröndum, hvar vegurinn greiðastur sé. Við stíginn er hvítur kofi hjá kletti, settur í hlé. Hann er byggður af breiðum stokkum og bræddur með hrærðum leir. Inni eru arinhlóðir, hvar eldurinn sjaldan deyr; á forsæti gráfelldir góðir og gluggar á stafni tveir. Þar er altari upp við vegginn, og yfir því hangir mynd af guðsmóður, — grátinni konu, sem getur leyst frá synd og verið sjúkum sálum sígjöful heilsulind. Þar kraup og bað sínar bænir hann Bryan frá Donegal og liðsinnti langferðamönnum á leið um Skógadal. Þar átti hann í glampa frá glæðum við guðsmóður trúnaðarhjal. í kofann hvíta forðum eg kom sem förusveinn. Eg skipti við skógbúann orðum; hann var skýr í máli og hreinn, öll framkoma í föstum skorðum. Hann fór sínar leiðir einn. Efalaust átti hann sögu, þótt ekki þekkist hún nú, því að skriftum hans hljóðum hlýddi hin heilaga, milda frú, með angurblíðu í augum, sem öllum reynist trú. Sólhvarfa-húmið hnígur á hávaxinn greniskóg. Úr rofi stjörnur stara og stafa nýfallinn snjó. í héraði hrímfextra trjáa er hátign og kuldaró.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.