Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Qupperneq 34

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Qupperneq 34
128 NÝJAR KVÖLDVÖKUR inu, þar sem hún hafði búið með honum, og hún brosti sárt og biturt, og ótti og ör- vænting blikuðu í augum hennar eins og í hundeltu dýri. Á eftir henni — hver? Hún gæti drepið hana, þessa ókunnu konu, sem óhjákvæmilega myndi verða eftirmaður hennar, drepið hana með köldu blóði! Hún varð hrædd við sjálfa sig og grúfði sig niður í svæflana og hélt höndunum fyrir eyrun, svo að hún heyrði ekki hina illu, freistandi rödd, er raun- verulega virtist vera rétt hjá henni og hvísla í eyra hennar. Persneski hundurinn, sem lá í fremra herberginu, hafði öðru hvoru ýlfrað ofur- lítið og verið órólegur — nú ýtti hann forhenginu til hliðar og kom labbandi hnarreistur inn yfir hin þykku gólfteppi. Hann nuddaði lubbakolli sínum upp að hnénu á henni, vældi ofurlítið og starði beint upp í andlitið á henni, og er hún loksins sinnti honum, flaðraði hann upp um hana og stakk votu trýninu upp í andlitið á henni. Hún tók höndunum ut- an um hausinn á honum og nuddaði kinn sinni upp að stríðhærðum feldi hans. Jafnvel hundurinn varð henni til hugg- unar í einverunni, og þau þráðu bæði hinn sama húsbónda og herra. Loksins ýtti hún hundinum frá sér, en tók svo í hálsbandið á honum og leiddi hann með sér inn í hitt herbergið, þar sem logaði dauft á einum lampa. Hún hélt áfram að hinum dyrunum og ýtti forhenginu til hliðar, og í sama vetfangi reis þar upp lítil hvítklædd vera og stóð frammi fyrir henni. „Eruð það þér, Gaston?“ spurði hún ósjálfrátt, þótt hún vissi vel, að spurn- ing var óþörf, þar eð hann svaf alltaf í tjaldgöngunum, er húsbóndi hans var að heiman! „A votra service, madame!“ Hún stóð þögul nokkur augnablik, og Gaston stóð þögull við hlið hennar. Hún hefði átt að muna, að hann var þarna, hinn tryggi og fórnfúsi Gaston. Stuttu eftir að hún kom til tjaldbúðar höfðingj- ans, hafði hún orðið þess vör, að tryggð hans og trúmennska við húsbónda sinn náði einnig til hennar, og frá þeim degi, er þau bæði sameiginlega höfðu horfst í augu við dauðann, hafði hann blátt áfram dýrkað hana. Úti var einnig kæfandi molluhiti. Hún starði út í myrkrið, en gat ekkert séð í daufri birtu nýkveikts mána. Hún steig tvö-þrjú spor út undir sóltjaldið til að geta litið upp í stjörnuhimininn. Hún hafði oftsinnis virt fyrir sér hið dásam- lega stjörnuskraut hinnar suðrænu næt- ur. Hún hafði þá setið sæl og hamingju- söm í armi Ahmed Ben Hassans. Þessar stjörnur voru ætíð nátengdar hinum eld- heitu suðrænu nóttum í huga hennar. Hann elskaði þessar stjörnur, og er hann var í því skapi, þreyttist hann aldrei á því að virða þær fyrir sér, er þau höfða setið saman langt fram eftir nóttu þarna undir sóltjaldinu, og hann hafði kennt henni að þekkja stjörnurnar og aðgreina. þær og sagt henni óteljandi fagrar ara- biskar helgisögur, er á einhvern hátt vora tengdar stjörnunum, ung rödd hans hafði orðið svo undarlega fjarlæg í eyrum hennar, og hún hafði sofnað í armi hans. Hann gat þá setið langalengi grafkyrr og starað upp í himininn og reykt hvern vindlinginn eftir annan. Skyldi hún nokk- uru sinni framar fá að sitja þartnig í armi hans og virða fyrir sér dásamlegan stjörnuhimininn og finna hin sterku slög hjarta hans rétt við kinn sína? Hún fann sáran sting í hjarta við tilhugsunina. Myndi yfirleitt nokkuð verða, eins og það áður var? Allt var orðið breytt, síðan Raoul hafði komið þangað. Hún varpaði öndinni þreytulega. „Madame er þreytt í kvöld?“ var sagt kurteislega við hliðina á henni.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.