Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 5
Leif K. Rosenthal
Ulfs saga.
í þýðingu eftir Margeir Jónsson og Jóhann Björnsson.
V.
NÝIR LANDNEMAR.
Sumarið, haustið og veturinn leið við-
burðalítið. Fólkinu leið vel á eyjunni
sinni, það hafði nóg til að bíta og brenna,
því að veiðiföngin brugðust ekki. Sól
hafði af hendingu komizt að því, að kjöt-
ið mátti vindþurrka, og þessi aðferð
reyndist þeim hagnýt veturinn eftir, því
að þær kjötbirgðir, sem voru til um haust-
ið, geymdust sæmilega og komu í góðar
þarfir, þegar úlfarnir eða hríðarnar
hindruðu veiðarnar.
Úlfur hafði stækkað mikið og safnað
kröftum. Hann var orðinn eins hár og
Örn, en grannur og liðlega vaxinn. Hann
var fullkomlega hlutgengur við dýraveið-
ar, á við föður sinn og Örn. Og nú var
orðið einum fleira í kofanum en áður.
Síðastliðið sumar hafði Sól eignazt dreng.
Hann var nefndur Björn, og varð
snemma- mjög efnilegur, og vorið eftir
var hann farinn að vappa úti við og leika
sér eftir föngum að því, er fyrir augun
bar. Örn og Sól höfðu nú byggt sér ann-
an kofa til íbúðar, skammt frá hinum. Þá
var það dag nokkurn að Tóki kom af
veiðum sínum, mjög alvarlegur í bragði.
Talsverðri vegalengd fyrir sunnan vatn-
ið hafi hann séð mannaspor í leirflögum.
Af sporunum réði hann, að mennirnir
höfðu verið tveir, að elta elg, enda fann
hann leifarnar af dýrinu skammt í burtu.
A þessu stigi málsins mátti gera ráð
fyrir, að þessir nýju aðkomumenn reynd-
ust fjandsamlegir. Að vísu var hugsan-
legt, að þeir gerðu ekkert illt af sér, ef
þeir héldu áfram ferð sinni, en væru þeir
margir og tækju þeir sér bólfestu í nánd,
mátti búast við, fyrr eða síðar, ósamlyndi
út af veiðunum.
Langvarandi áhyggjur voru fjarri
manni með Tóka skapgerð. Ef hinir
ókunnu menn vildu berjast, þá var að
taka því, sagði Tóki, en þangað til væri
sjálfsagt að vera vel á verði við öllum
viðsjárverðum árásum.
Að öðru leyti liðu dagarnir tilbreyting-
arlítið fyrir eyjarbúum. Þessi tíðindi, sem
Tóki hafði fært, smágleymdust fyrir öðr-
um atvikum lífsbaráttunnar.
Og þegar langur tími leið, án þess að
nokkuð bæri til nýrra tíðinda, álitu allir,
að hinir ókunnu hefðu haldið leiðar sinn-
ar, án þess að komast á snoðir um manna-
byggðina.
En það átti fyrir Úlfi að lig'gja að sann-
færast um, að þetta var fljótfærnisleg
ályktun. Einu sinni nokkru eftir þetta
fór Úlfur lengra suður á bóginn en hann
var vanur, að leita að veiðidýrum.
Þá rakst hann á mannsspor, sem lágu í
vesturátt, og af dýpt sporanna mátti ráða,
að maðurinn hafði borið þunga byrði.
Úlf langaði til að vita, hvert sporin lágu,
og reyndi að rekja þau.
Með mikilli varúð læddist hann gegn-
um skógarrunnana og hlustaði með ná-
kvæmri athygli eftir hverju hljóði, sem
barst að eyrum hans.
Sporin lágu inn á milli nokkurra gróð-
urlítilla mela, og var erfitt að fylgja
þeim þar. Stundum missti hann því sjón-
13*