Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 11
ÚLFS SAGA 105 Tóki og Úlfur grófu djúpa gröf aS húsa- baki, og lögðu Örn í hana ásamt öllum vopnum hans, fylltu síðan gröfina, en Sól og Bí horfðu þögular á. Nú mátti engan tíma missa. Tóki afréð að þennan dag skyldi lagt upp, en til frekari varúðar, var beðið til myrkurs, því að þá var árásarhættan minni frá villimönnum, sem áttu óhægra með njósnarferðir um skógana að næturlagi. Þegar skuggsýnt var orðið, steig Tóki ásamt konu sinni í annan bátinn, og Úlf- ur og Sól, sem hafði Björn litla í fangi sér, í hinn. Svo reru þau hljóðlega að norðurenda vatnsins og fóru þar í land. Þau gengu þegar í skóginn, og héldu áfram í myrkrinu þangað til Tóki áleit hættulaust að hvíla sig. Tóki hélt vörð meðan hin lögðust til svefns. í morgun- sárið vakti Tóki Úlf, og bað hann að reyna að veiða eitthvað þeim til matar, en sjálf- ur kvaðst hann ætla að halda áfram með konurnar. Úlfi var óljúft að fallast á þetta, hann áleit að þau væru enn innan árásarsvæðis villimannanna, en Tóki sat við sinn keip, og Úlfur varð að láta undan. Eftir nokkurn tíma, hafði honum tek- ist að veiða tvo fugla, en þá sneri hann til þess staðar, sem meðfædd ratvísi hans bennti honum á að hann mundi hitta Tóka. Þegar Úlfur kom þangað var eng- inn kominn. Úlfur hugsaði með sér, að konurnar hefðu seinkað ferð Tóka, og hann sneri þess vegna í áttina þangað, sem þau höfðu lagt upp frá. Hann kom eftir litla stund í rjóður í skóginum, þar fann hann föður sinn. Hann lá þar á grúfu, og skammt frá hon- um lá kona hans. Þau voru bæði dáin, og í bökum þeirra stóðu margar örvar. Sól og Björn sáust hvergi. Og ekkert bennti á að Tóki hefði komið neinni vörn %rir sig. Foreldrar Úlfs höfðu bæði ver- ið myrt úr launsátri óvinanna. Úlfur stóð lengi og horfði á lík sinna föllnu foreldra, sem þrátt fyrir sína kald- rænu, frumstæðu háttu, höfðu elskað hann og verndað gegn hættum, eftir megni, og hann hafði einnig elskað þau, og eiginlega aldrei hugsað út í það að hann þyrfti nokkurn tíma að skiljast við þau. Eins og í leiðslu leitaði Úlfur að slóð fjandmannanna. Hann sá að þeir höfðu leitt Sól á milli sín. Ætti hann að reyna að frelsa hana? Hví þá það? Hann vissi, að samkvæmt siðvenju villimanna, mundi verða farið vel með hana, og hún mundi fá einn þeirra fyrir eiginmann. Úlfur gat á hinn bóginn engin þægindi boðið henni. Nýjar hættur og miklir erfiðleikar mundu steðja að þeim, á reiki um hina stóru skóga. Nei, hugsaði Úlfur, og hann stað- næmdist skyndilega. Svo sneri hann hægt við og gekk þang- að, sem lík foreldra hans lágu. Og hann gróf gröf undir stóru tré, tók svo líkin og lagði þau bæði í hana, að því búnu laut hann höfði, og leit niður í gröfina — það var síðasta kveðjan til hinna dánu ást- vina. Honum lá við að gráta, en hin óblíðu uppeldiskjör höfðu hert hann svo, að meðfæddur kjarkur hans vann bug á þeim tilfinningum. Hljóður og beygður af fargi einstæð- ingsskaparins fyllti hann gröfina, og þétti svo moldina með fótunum. Svo lagði hann af stað inn í skóginn og hélt til — norðurs. VII. EINMANTLEGT LÍF. Að segja frá öllu því, er dreif á daga Úlfs næstu fjögur árin, mundi verða til- breytingarlitlar frásagnir, af veiðúm hans, hættulegum bardögum við villidýr- in, og yfirleitt öryggisleysi einstæðings- ins, sem stundum ætlaði að yfirbuga hann. 14

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.