Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Qupperneq 41
AR ABAHÖFÐIN GINN
135
irgefið fólk mitt, og — ég er of mikill Ar-
abi til þess að geta látið þig fara ein-
samla í ferðalag. Það yrði óbærilegt líf
fyrir þig. Þú meinar, að sökum þess að
þú elskar mig núna — og Guð einn má
vita, hvérnig þú getur elskað mig, eins
■ og ég hefi þó verið þér! — En sá dagur
og tími mun koma, að þér verður ljóst,
að ást þín til mín getur ekki bætt þér
það upp, að þú verður að búa hérna á
eyðimörkinni. Og auk þess er óhugsan-
legt, að þú getir gifzt mér. Þú veizt, að
ég er ekki fær um að lifa lífi mínu við
hlið virðingarverðrar eiginkonu. Þú veizt,
hve líferni mitt hefir verið bölvað og sví-
virðilegt. Endurminningin um það myndi
alltaf standa á milli okkar — þú myndir
aldrei geta glejunt því, aldrei geta borið
traust til mín. Og jafnvel þótt þú gætir
gleymt og fyrirgefið — af miskunnsemi
þinni — þá veiztu samt, að það er ekki
-auðvelt að búa með mér. Þú þekkir
stjórnlausa skapgerð mína, þegar það er
eins og einhver djöfull hlaupi í mig, ég hefi
ekki hlíft þér til þessa og myndi ef til vill
heldur ekki gera það framvegis. Held-
urðu virkilega, að ég myndi þola að sjá
þig verða að hata mig meira ár frá ári,
eftir því sem tímar liðu? Nú finnst þér
ég vera hjartalaus og grimmur, en ég er
að hugsa um, hvað þér sé fyrir beztu í
framtíðinni. Binn góðan veðurdag munt þú
hugsa til mín með vinsemd sökum þess,
að ég hafði þrek til að láta þig fara. Þú
•ert svo ung, og einmitt nú áttu að byrja
á lífinu. Þú ert enn nógu sterk til þess að
geta útmáð úr lífi þínu endurminninguna
um þessa síðustu mánuði — að gleyma
fortíðinni og lifa aðeins í framtíðinni.
■ Enginn þarf nokkru sinni að vita neitt
það. Það er engin hætta með - mann-
°rð þitt. í eyðimerkurkyrrðinni gleymist
■allt. Mústafa Alí er í mörg hundruð
enskra mílna fjarlægð, en þó eigi svo
langt undan, að hann áræði að segja
nokkuð. Og mína menn þarf alls eigi að
nefna: þeir tala og þegja eftir því, sem
ég óska. Þá er aðeins Raoul eftir, og hon-
um getum við treyst. Þú verður að fara
heim aftur til lands þíns og þjóðar, til
þess lífs og lifnaðarhátta, sem þú hefir
vanist, en ég á enga hlutdeild í né á þar
heima — og innan skamms mun allt þetta
virðast þér aðeins sem ljótur draumur".
Svitinn spratt út á enni hans, og hann
kreppti ósjálfrátt hnefana af áreynslu
þeirri, er það kostaði hann að stilla sig
og tala á þennan hátt, en hún faldi and-
litið í höndum sér og leit ekki á hann.
Hún heyrði aðeins hina djúpu, þýðu
rödd hans, er kvað upp örlög hennar og
lokaði fyrir henni dyrum hamingjunnar,
rólega og næstum því kæruleysislega.
Hún varð gagntekin af skjálfta frá
hvirfli til ilja. „Ahmed! Ég get ekki far-
ið!“ hvíslaði hún.
Hann leit einkennilega á hana og ná-
fölnaði; svo kippti hann höndunum frá
andliti hennar. „Guð minn góður! Þú
meinar þó ekki — ég hefi þó ekki — þú
ert þó ekki —“ stundi hann upp hásum
rómi og horfði áhyggjufullur á hana.
Hún gizkaði á, hvað hann átti við, og
blóðroðnaði. Freistingin til að ljúga að
honum, og láta svo kylfu ráða kasti um
framtíðina, varð henni nær því ofurefli.
Aðeins eitt lítið orð — og hún myndi aft-
ur hvíla í faðmi hans — en svo seinna? —
Óttinn við það, er síðar kynni að verða,
olli því, að hún þagði. Hún fölnaði aftur
og hristi höfuðið þögul og alvarleg.
Hann sleppti höndum hennar og andaði
léttilega og þerraði svitann af enni sér.
Svo lagði hann hönd sína á herðar henni
og ýtti henni blíðlega á undan sér í áttina
yfir að hinu herberginu. Sem allra
snöggvast þybbaðist hún ofurlítið. Augu
hennar voru full af örvæntingu, og hún
leitaðist við að mæta augum hans, en
hann forðaðist það og leit undan, og