Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Qupperneq 35

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Qupperneq 35
ARAB AHÖFÐIN GINN 129 Díana hrökk við — hún hafði algerlega gleymt nærveru Gastons. „Það er svo heitt! Inni er alveg kæfandi hiti“, sagði hún eins og í afsökunarskyni. Tryggð Gastons og trúmennska var þessháttar, að hún leitaði ætíð verkle'grar úrlausnar. „Madame veut du Café“ sagði hann freistandi. Það var allsherjarmeðal hans, en að þessu sinni fannst Díönu það nærri því hlægilegt. Hún hafði sjúklega löngun til að hlæja. Hún vissi varla, hvort hún ætti að hlæja eða gráta, en stillti sig — „Nei, það er alltof framorðið11. „Það skal vera búið á einni sekúndu!“ sagði Gaston og gerði sér far um að sann- færa hana. Hann vildi ógjarnan missa af þeirri gleði að fá að þjóna henni. „Nei, Gaston, það fer bara í taugarnar á mér!“ svaraði hún alúðlega. Gaston andvarpaði nærri því hátíðlega. Taugar hans sjálfs voru eins og stálþræð- ir, og hann gat drukkið ódæmin öll af svörtu kaffi á öllum tímum sólarhringsins. „Une limonade?“ sagði hann þá í þeirri von, að hún léti þá ef til vili freistast. Hún bað hann þá að koma með svala- drykkinn, frekar til að gleðja hann, en af því að hana langaði í hann. „Monseigneur verður lengi“, sagði hún hægt og starði út í myrkrið. „Hann kemur bráðum“,' sagði Gaston með sannfæringu. Kopec er farinn að 'verða órólegur — og það er hann alltaf, þegar monseigneur fer að nálgast“. Hún leit allra snöggvast á hundinn, sem sást ógreinilega í myrkrinu rétt við hlið- ina á Gaston. Svo leit hún aftur upp til stjarnanna og gekk síðan inn aftur í tjaldið. Allur óróleiki hennar og kvíði var nú horfinn, eftir að hún hafði talað við Gaston, sem bæði var vel skynsamur og framúrskarandi hagsýnn. Fyrr um kvöld- ið, er hún hafði orðið nær örvita af angist og kvíða, hafði henni gleymzt, að hún hefði aðeins þurft að kalla, þá myndi hann þegar hafa verið kominn, tryggur og kurteis eins og hans var venja. Hún tók upp bókina, sem hafði dottið á gólf- ið, lagðist aftur upp í rúmið og neyddi sig til að lesa, en þótt augu hennar fylgdu línunum, var hugur hennar allur fjarri bókinni og fullur eftirvæntingar, og hún lagði eyrun við hverju hljóði, er gæti boð- að komu hans. Og loksins, loksins. — Fyrst eins og óljóst hugboð — hugaröldur, er heili hennar tók á móti — og hún þaut upp og hlustaði 1 spennandi eftirvæntingu, munn- ur hennar var hálfopinn, og hún þorði varla að draga andann, og er hann loks- ins kom, skeði það samt allt í einu og ó- vænt, þar eð myrkrið var svo dimmt, að hinn fámenni hópur var ósýnilegur, unz þeir voru komnir fast að tjaldbúðunum, og hófatak hestanna heyrðist ekki í mjúk- um sandinum. Hávaði sá og umgangur, er koma hans olli meðal manna hans, kyrrð- ist brátt — sem allra snöggvast heyrðist hringl í beizlum og reiðtýgjum og vopna- kliður — hestur hneggjaði — og þar næst, í kyrrð þeirri er fylgdi eftir á, heyrði hún hann koma inn í tjaldið. Hjarta hennar lamdist um, eins og það ætlaði alveg að sprengja brjóst hennar — hún heyrði lágt samtal, hina lágu og rólegu rödd höfð- ingjans, og hröð og fjörleg svör Gastons, svo flýtti þjónninn sér út. Hún beið þög- ul og grafkyrr í þrunginni eftirvæntingu, svo að eyru hennar námu hvert minnsta hljóð og hreyfingu, fingur hennar gripu fast í mjúka dýnuna, og hún dró andann í djúpum sogum til að reyna að sljákka hjartslátt sinn. Þrátt fyrir hitann í tjald- inu varð hún allt í einu gagntekin af kuldahrolli. Hún var náföl í framan — varir hennar urðu alveg hvítar — og augu hennar voru hitagljáandi, er hún starði á forhengið milli herbergjanna. Hún var svo nákunnug öllu í hinu her- 17

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.