Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 47
BÓKMENNTIR
141
þekkja F. H. B. Þeim er það fullljóst, að
hann er enginn flysjungur og svo dulur
maður um eigin hagi, að hann mundi
manna sízt fara að skýra frá hlutum sem
ekki hefðu raunverulega fyrir hann bor-
ið, þá er hann einnig maður athugulli en
almennt gerist, og veitir það einnig sög-
unum aukið gildi. Hitt verður síðan hlut-
verk annarra, að leita skýringar á fyrir-
brigðum þessum.
Sögurnar eru allar vel sagðar, svo að
lesandinn lifir víða með höfundinum at-
burði þá, sem frá er skýrt, enda er það
vel kunnugt að F. H. B. hefir gott vald á
máli, bæði bundnu og óbundnu. Eg býst
við að menn meti sögurnar misjafnt, en
merkilegastar þykja mér Verkfærakistan,
Óvenjulegur andstœðingur og Svi-pleg
lest, þótt allar séu þær sín með hverjum
hætti. Verkfærakistan lætur menn gruna
ótalmargt, sem hvílir þar að baki atburð-
unum. Óvenjulegur andstæðingur mundi
hafa orðið ein hin rammasta draugasaga
í fornum stíl, ef þjóðtrúin og fjarlægðin
hefðu farið um hana höndum og sagan
gerzt fyrir einum eða tveimur mannsöldr-
um. Svipleg lest er einhver hin einkenni-
legasta sýn, sem ég minnist að hafa heyrt
getið. Það mun erfitt að segja, hvort þarna
hafi raunverulega svipir hins slátraða
fjár verið á ferð, eða einungis táknræn
mynd, sem sýnt hefir hver þjáning og ógn
hefir fylgt dauða þess, en margt getur
manni dottið í hug í sambandi þar við, en
ef slíkur óhugnaður stendur í sambandi
við slátrun dýra, sem þó er leitazt við að
framkvæma á sem mannúðlegastan hátt,
hvílíkar ógnir kynnu þá ekki að leynast
í lofti á þeim slóðum, sem þúsundir
manna eru brytjaðir niður í heiftarhug, á
vígvöllum styrjaldanna.
Mörgum mun þykja gaman að sjá það
í kveri þessu, að hinn alkunni Þorgeirs-
boli skuli hafa flutt sig til Ameríku og
leikið þar bellibrögð sín jafn rösklega og
hér norður á Islandi.
Það er trúa mín, að þetta litla kver F.
H. B. eigi vinsældum að fagna, enda á
það slíkt fyllilega skilið.
Akureyri 17. september 1939.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Steingrimur Matthíasson: Frá
Japan og Kína. Bókaútgáfan
Edda. Prentverk Odds Björnsson-
ar. Akureyri. 1939.
Fyrirsögn bókar þessarar gefur ekki al-
veg rétta hugmynd um innhald hennar.
Ferð til austurlanda hefði verið heppi-
legri titill, því að bókin er frásaga höf-
undarins um ferð frá Kaupmannahöfn
um Cardiff í Englandi, þaðan suður Mið-
jarðarhaf og gegnum Suesskurð til Ceyl-
on; þaðan austur Bengalskahaf og suður
Malakkasund til Singapore, norður með
Kínaströndum til Honkong; þaðan til Port
Arthur og austur til Japan og heim aftur
um Singapore, Ceylon, Suesskurð, Mið-
jarðarhaf og til Le Havre í Frakklandi og
þaðan til Kaupmannahafnar.
Það var 27. okt. 1903, sem höfundurinn
lagði af stað í ferð þessa frá Kaupmanna-
höfn og til Kaupmannahafnár kom hann
aftur 3. maí árið eftir. Hann var þá að-
eins 27 ára gamall, og segir hann í inn-
gangi að ferðasögunni að sig hafi langað
til Austurheims frá því hann var barn að
aldri, að hann heyrði unga og fallega
stúlku syngja lagið og orðin: „Til austur-
heims vil ég halda“. Skipið, sem hann fór
með, hét Prins Valdemar og var hann ráð-
inn skipslæknir. í þessari ferðasögu lýsir
Steingrímur löndum, jurtagróðri, dýralífi,
sjúkdómum, trúarbrögðum, vinnubrögð-
um og háttum manna og þjóða, sem hann
sá og kynntist. í bókinni er því feikna
mikill fróðleikúr. En hún er skrifuð af
eldmóði þeim, lífsfjöri og gamansemi, sem