Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Síða 17
ULFS SAGA
111
skömmu síðar sá hann fimm úlfa koma
æðandi út úr skóginum, og þyrpast kring-
um inngönguopið, er lá niður að húsinu
hans.
Undir eins og Úlfur sá úlfana, fleygði
hann sér niður bak við jakahrönn, og það-
an gat hann séð til úlfanna.
Og hann sá hvernig þeir toguðu í skinn-
ið, sem fest var fyrir opið, og reyndu að
ná því burtu, en þeim tókst það ekki. Og
þó að líf hans væri í hættu, stóð honum
ekki á sama um litla kjötforðann, sem hann
átti í kofanum, því að þegar úlfunum
tókst ekki að krafsa skinnið frá, byrjuðu
þeir að grafa niður í fönnina meðfram
.inngönguo^inu, en þetta gekk þeim erfið-
lega og sízt betur en Úlfi, þegar hann var
að grafa sig út úr fönninni fyrrum.
Og nú gat Úlfur séð að þeir hægðu á
sér, og hann fór að hugleiða það, hvernig
hann ætti að bjarga sjálfum sér, ef úlf-
arnir kæmust á snoðir um hvar hann
væri, því að þarna var hvorki tré eða
annað fylgsni, og það var ójafn leikur,
að vera einn á móti fimm úlfum.
Og svo fór eins og hann hafði óttast
mest, hann hreyfði sig lítilsháttar, og einn
úlfurinn virtist veita því athygli, því að
hann sperrti eyrun, og horfði fast í áttina
til Úlfs. Svo var eins og hann gæfi hinum
úlfunum merki, því að þeir hættu snögg-
lega við krafsið, og litu allir í sömu áttina,
og svo lögðu úlfarnir allir af stað, og
skokkuðu í halarófu beint að jakahrönn-
inni, sem huldi Úlf.
Það varð ekki komizt hjá orrustu við
úlfana, en Úlfur ásetti sér að gefast ekki
Upp fyrr en í fulla hnefana. Afstaða hans
var að því leyti góð, að úlfarnir urðu að
klifra upp jakahrönnina, sem var rúmlega
tveggja mannhæða há, og flughál. í flýti
stakk hann örvum sínum í beltið, lagði
spjótið og öxina á hjarnið fyrir framan
sig og beið átekta.
Hann mældi fjarlægðina með augunum-
Hann ákvað að skjóta, þegar fyrsti úlfur-
inn væri í skotfæri; að skjóta fyrr var að
tefla á tvær hættur, og þegar sá úlfurinn,
sem á undan var, — kom í gott færi,
skaut Úlfur. Örin kom í brjóstið á úlfin-
um, sem skrækti hátt við og valt dauður
á ísinn. Úlfarnir, sem næstir voru hon-
um, réðust þegar á hinn fallna félaga sinn
og rifu hann í sig. Við þetta fékk Úlfur
ráðrúm til að benda 'bogann að nýju.
Síðustu tveir úlfarnir hlupu fram hjá fé-
lögum sínum, án þess að líta á hræið.
Úlfur skaut, og særði þann er á undan
var, en ekki mjög hættulega. Sá, sem á
eftir var, staðnæmdist snöggvast, en um
leið yfirgáfu hinir hræið, og allir snerust
þeir að Úlfi.
Og ennþá hvein í bogastrengnum, og
enn féll eitt villidýrið dautt niður. Úlfur
fékk nú ekki svigrúm til að skjóta fleiri
skotum, því að fremsti úlfurinn var að
klifra upp á jakabrúnina. Úlfur greip
spjótið og rak hann í gegn, en í sama vet-
fangi réðist sá er síðastur var á hann.
Úlfur hafði ekki tíma til að beygja sig eft-
ir öxinni, því að gapandi kjaftur dýrsins
ógnaði honum. Úlfur þreif til hans með
heljarafli, hóf hann á loft, og þeytti hon-
um niður af ísbrúninni-
Þegar úlfurinn kom fótum fyrir sig,
var hann lítið eitt haltur, en hugði þegar
til áhlaups aftur, ásamt þeim er særzt
hafði áður. Nú hafði Úlfur náð öxinni,
og stóð nú aftur betur að vígi, og þegar
særði úlfurinn klifraði upp á jakann, féll
hann dauður niður með klofinn hausinn.
Og nú var seinasti úlfurinn eftir. En
þegar hann sá ófarir félaga sinna, vafð
hann hræddur og hljóp í burtu eins hart
og hann gat og inn í skóginn. Úlfur skaut
á eftir honum, en hitti hann ekki.
Fjórir úlfar lágu þarna í valnum, það
var vel af sér vikið fannst Úlfi, og hann
var ánægður með dagsverkið. Hann fló
af þeim skinnin og flutti þau með sér til