Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Síða 49
TÍU ÁRUM SEINNA
143
sem tíu ár — sagði hann svo. — Við höf-
um hyllt árið sem er að koma, án þess að
nokkurt okkar renni grun í, hvað það
muni færa okkar — ef til vill iðrumst við
þess seinna meir, að hafa tæmt þessa
skál.
— Hvers vegna svo sem? spurði Lisa.
— Sennilega vegna þess, að á þeim
rtíma verðum við búin að glata hugsjón-
um okkar og trúnni á lífið, — svaraði
Zhann.
— Það væri synd að segja, að þú litir
björtum augum á tilveruna, — sagði
Molly.
— Það geri ég kannske ekki — en ég
hefi á réttu að standa! Mennirnir vænta
hins bezta af framtíðinni, vegna þess, að
óhöpp og mistök liðnu áranna verða ekki
aftur tekin. Þeir vona, að með góðum
óskum og áformum geti þeir breytt
framtíðinni til batnaðar.
— Heldurðu ekki að menn geti það
líka? sagði Molly brosandi.
-—• Ef til vill geta menn það, •— en gera
menn það? Hugsaðu um hvernig mörg
góð tækifæri þú hefir látið ganga þér úr
. greipum, og hve mörgum dýrmætum
. stundum þú hefir eytt til ónýtis, þessi
fáu ár, sem þú ert búin að lifa, Molly —
og alveg eins munt þú eyða lífi þínu eft-
irleiðis. — Nei, það er skapgerð og eðlis-
far mannsins, sem skapar framtíð hans —
• og — eðli sínu og hæfileikum geta menn
— því miður ekki breytt.
— Það er þó sorglegt að hlusta á þig,
lagsmaður, — sagði Codrik.
— Áramótin eru alltaf sorglegur at-
burður! hélt Páll áfram, jafn alvarlegur
og fyrr. Þarna horfir maður á sjálfan sig
og vini sína hafa oltið þó dálítinn spöl
undan brekkunni árið sem leið — og
niaður reynir að hughreysta sjálfan sig:
Næsta ár skulum við þó komast eitthvað
‘^PP á við — en það bara skeður aldi'ei!
—JÉg vil nú bara vona, að það sé þó
ekkert okkar enn á þessum vegi glötun-
arinnar — við, sem erum tæpast komin
af barnsaldri — greip nú Guy Hamilton
fram í. Við skulum talast við að tíu ár-
um liðnum. Þá verðum við færari um, að
dæma um þessi mál!
— Já, hrópaði Lísa áköf. — Þetta er
ágæt hugmynd. Við skulum hittast hér
öll sömul, á þessum sama stað, að tíu ár-
um liðnum! Þá getum við fengið að vita,
hvort Páll eða Guy hafa rétt fyrir sér!
Við skulum halda upp á áramótin 1938!
Enginn nema Lísa gat fengið svona
hugmynd í höfuðið, en allir tóku henni
fegins hendi!
— Þá segjum við það! sagði Guy Ham-
ilton. — Við hittumst hér, við þetta borð
eftir tíu ár! Þau okkar, sem þá verða gift,
taka með sér mennina sína og konur! Og
sá okkar, sem þá verður efnaðastur, borg-
ar brúsann! Lofum við þá þessu — öll!
— Ekki held ég að ég komi! sagði Páll,
sneri glasinu sínu hugsandi milli fingr-
anna.
Hvers vegna ekki? hrópuðu þau öll ein-
um munni.
— Eftir tíu ár? Þá verðum við öll á
fertugsaldri — höfum sennilega skift um
skoðanir, vini og allt viðhorf til lífsins, og
eigum enga samleið lengur.
— Ekki get ég skilið það! Við sem er-
um einmitt svo góðir vinir, sagði Codrik.
— Já, einmitt þess vegna efast ég um,
að við verðum það eftir tíu ár!
— Ó, Páll! þú verður að lofa að koma!
sagði Lísa, og lagði hendina á handlegg
hans.
— Ég get ekki neitað þér um neitt —
sagði hann. — Ég skal koma!
Yfirþjónninn kom nú að borðinu, beygði
sig yfir Guy, og sagðist vona, að allt hefði
verið eins og þau óskuðu.
— Ágætt! svaraði Guy. — Og við vilj-
um gjarnan biðja um þetta borð aftur, á
gamalárskvöld — að tíu árum liðnum!