Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 6
100
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
ar af þeim, en alltaf heppnaðist honum
þó að finna þau að nýju nokkru lengra
burtu.
Landið fór smáhækkandi, og þar runnu
sporin saman við fleiri slóðir, sem komu
saman úr ýmsum áttum. Loks urðu þær
að djúpum troðningi, svipuðum þeim, er
myndazt hafði frá lendingarstaðnum við
vatnið hans og inn í skóginri.
Hvaðan sem þessir menn voru komnir,
sá Úlfur þegar á slóðunum, að þeir hlytu
að vera miklu fjölmennari en fjölskyldu-
hópurinn hans. Honum leizt ekki á blik-
una. Hann þræddi götuna, sem lá nú upp
á brekkubrún; þar lagðist hann á mag-
ann og skreið varlega þar til hann var
kominn svo langt, að hann sá niður hinu-
meginn. Þar blasti við augum hans stórt
vatn, og beint niður af þeim stað, sem
hann var staddur á, gekk mjór og langur
tangi út í vatnið. Tanginn var mjög
breiður fremst og sýndist mynda eyju í
vatninu. Staður þessi var enn byggilegri
en hólminn hans, og það var auðséð að
þarna var byggð. Milli trjánna gat hann
talið að minnsta kosti fimm stór bjálka-
skýli. Þau stóðu umhverfis autt svæði, og
þaðan lagði talsverðan reyk. Nokkrir
karlmenn, konur og börn voru á ferli við
kofana. Úlfur færði sig lítið eitt frá göt-
unni, því verið gat að einhver veiðimann-
anna kæmi á eftir honum á heimleið
sinni, og Úlfur kærði sig ekki um að
verða á leið hans. Hann fann góðan felu-
stað, og þaðan gat hann séð betur yfir
byggðina. Honum var hugleikið að vita,
hvort þetta fólk væri af hans kynþætti,
því honum var kunnugt um, að fleiri en
faðir hans höfðu leitað burtu úr átthög-
unum sama sumarið.
Hann komst að þeirri niðurstöðu, að
þetta fólk væri honum alveg óskylt, og
mundi reynast honum óvinveitt. Hann sá,
að kofarnir voru með öðru byggingarlagi,
en því, er hann þekkti — ekki eins hent-
ugu að hans áliti. .Þessir menn höfðu
heldur enga báta.
Þegar Úlfur hafði setið stundarkorn í
fylgsni sínu, heyrð'i hann mannamál frá
stígnum. Hann sá tvo menn, sem báru
dauðan krónhjört á milli sín. Þeir virtust
vera í æstu skapi. Þeir fóru svo nærri, að
hann heyrði hvert orð, sem þeir sögðu.
En hann gat ekki séð þá, því hann þorði
ekki að líta upp.
Úlfur skildi af samtali þeirra, að þeir
höfðu fundið óþekkta ör í hirtinum, sem
þeir veiddu, og ræddu þeir með ákefð
samskonar efni, eins og Tóki hafði gert
heima hjá sér, daginn sem hann sá
mannasporin fyrst. Skyldu einhverjir
vera hér á ferðalagi eða eiga sér byggð í
námunda? Annar maðurinn lét út úr sér
hræðilegar hótanir í garð þeirra ókunn-
ugu manna, ef þeir kæmu inn í veiðilönd
hans. Úlfur fann, að orð mannsins spáðu
engu góðu um friðsamlega sambúð í
framtíðinni.
En Úlfur var ekki í vafa um, hvaðan
örin væri. Fyrir tveimur dögum hafði
hann skotið henni á þennan sama hjört,
en hafði misst hans, og nú hafði þessi ör
vakið óþægilegan grun.
Mennirnir voru komnir spottakorn nið-
ur í brekkuna, og Úlfur sá þá nú vel.
Þeir voru stórvaxnir og sterklegir og
virtust vera á svipuðum aldri og Tóki,
og í engu eftirbátar hans. Vopn þeirra
voru að sjá mjög lík þeim, er Úlfur not-
aði. Þó veitti hann því eftirtekt, að sá
maðurinn, er síðar gekk, hafði fest tinnu-
flís í blaðið á hjartarhornsöxinni, í stað
þess að eggja það sjálft. Úlfur skildi þeg-
ar, að með þessu móti varð öxin betra
og öruggara vopn. Þetta skyldi hann hag-
nýta sér, þegar heim kæmi.
Sólin var að síga til viðar. Tveir aðrir
menn komu gangandi eftir vatnsbakkan-
um, og Úlfur gat séð alls sjö fullorðna
karlmenn á þessum stað.