Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Page 23
EINN Á HEIMSKAUTAJÖKLINUM
117
sem ég svaraði með já og nei, og svo var
skeytasendingunni lokið.
Þetta kveld var ég að því kominn að
tapa mér. Eg var sárþjáður og hugsunin
um, að ég væri kominn að dauða, vildi
ekki yfirgefa mig. Samt sem áður tókst
mér að koma niður svolitlu af mjólk og
kexi, og þegar ég vaknaði næsta morgun,
leið mér ögn skár. Um miðaftansleytið
hafði ég rænu á að draga upp grammó-
fóninn og leika á hann 3 lög. Raddir hans
hertu mig ofurlítið, og innra í mér hvísl-
aði einhver rödd: það er ekki enn úti um
þig. En björgunarmöguleikinn er aðeins
einn á móti hundrað, en samt er þar von.
Næsti hálfi mánuðurinn leið án nýrra
tíðinda. Byrd hrestist lítilsháttar. Með
ósegjanlegu þreki og viljafestu tókst hon-
um að miðla hinum litlu kröftum sínum
milli þeirra starfa, sem nauðsynlegust
voru, svo að hann fengi haldið lífi. Hann
leitaðist við að halda frá sér öllum óþægi-
legum hugsunum og einungis hugsa um
hið bjartasta og þægilegasta í lífinu, og
hvernig hann skyldi lifa, þegar heim
kæmi. Eitt með örðugustu störfunum var
skeytasendingin, bæði krafði undirbún-
ingur hennar meiri líkamlegrar orku en
hann réð yfir, og auk þess varð hann að
gæta þess vandlega, að koma ekki upp
um ástand sitt, því að hann var alltaf
jafnstaðráðinn í því að hætta ekki lífi fé-
laga sinna í björgunartilraun. Lesið gat
hann ekki vegna höfuðverkjar og eins
hins, að hann ekki treysti sér til þess að
dæla gaslampann, sem gaf bezta birtu,
þeirra Ijósfæra, sem hann hafði. En 17.
júní varð hann á ný fyrir eitrunaráfalli,
þegar hann var að fást við mótorinn.
Hann varð engu minna veikur en fyrra
skiptið.
Dagarnir næstu á eftir, segir Byrd, voru
hinir erfiðustu. Eg reyndi að halda áfram
innanhúss athugunum og störfum, en
þessi skyldustörf virtust ekki standa í
nokkru sambandi við veruleikann. Eg var
eins og tvískiftur. Meðan annar hlutinn
fékkst við störf sín, var líkt og hinn at-
hugaði hann frá fleti mínu. Innri rödd
hvíslaði stöðugt að mér: Þú getur ekk|j
haldið svona áfram, það er í rauninni
ekki þú sjálfur, sem ert að starfi, þú ert
búinn að vera.
Hinn 28. júní fékk ég undrunarverðar
fréttir frá Litlu-Ameríku. Doktor Poulter,
elzti vísindamaðurinn, stakk upp á að
senda flokk manna til mín, til að athuga
stjörnuhröp, sem að líkindum yrðu
snemma í ágúst. Eg ætlaði varla að trúa
mínum eigin eyrum, þegar orðin kváðu
við í heyrnartólinu. Þá spurði Poulter:
„Jæja, hvernig lýst þér á það“. Eg var
óráðinn. Aðeins einu sinni fyrr, hafði
nokkur maður reynt að ferðast í nætur-
myrkri Suðurheimskautslandanna, það
var leiðangur Scotts eins, sem það hafði
reynt. Þótt allt gengi upp á það bezta,
hlaut það samt að verða miklum erfið-
leikum bundið að komast frá Litlu-Ame-
ríku til jökulstöðvarinnar, og undir eng-
um kringumstæðum máttu slys koma
fyrir. Að lokum sagði ég Poulter, að þeir
skyldu fara stuttar reynsluferðir og láta
mig vita árangurinn. En um leið og ég
sagði þetta, vissi ég það, að ég mundi
ekki hafa viljaþrek til að banna þeim að
fara. Eg hafði þá þolað of mikið, til þess
að ég mundi varpa nokkru hálmstrái frá
mér. Allan seinnipartinn lá ég og hugsaði
um það, hvort unnt yrði að fylgja slóð-
inni frá haustinu. Vegna sprungnanna í
ísinn, var leiðin krókótt. Leiðin hafði í
marz verið mörkuð með flaggstöngum
með 6 mílna millibili, en þær gátu hafa
fokið niður, svo að allar líkur bentu til,
að stórar eyður væru á milli þeirra hing-
að og þangað á þessari 123 mílna leið. Eg
reyndi að hugsa hlutlaust um málið, og
erfiðleikarnir á hinni fyrirhuguðu ferð
virtust mér verða stöðugt meiri og meiri,