Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 28
E. M. Hull Arabahöfðinginn. jr- Astarsaga lír eyðimörkinni. Helgi Valtýsson þýddi. (Niðurlag). TÍUNDI KAFLI. Það var komin nótt. í tjaldinu var kæf- andi hiti. Díana hafði sveipað um sig þunnum morgunslopp og lá ofan á rúm- inu og hallaðist upp að mörgum koddum, svo að þægilegt ljós frá litlum lestrar- lampa við hlið hennar féll á bók, sem hún hélt á í hendinni, en las þó ekki í. Það var síðasta bók Raouls, sem hann hafði komið með, en nú var henni ómögu- legt að halda huganum við lesturinn, og lá því bókin ólesin í skauti hennar, en hugur hennar flaug sínar leiðir víða vegu. Nú voru liðnir þrír mánuðir síðan nótt- ina minnisstæðu, er Saint Hubert hafði nærri því gefið upp alla von um að geta bjargað lífi höfðingjans — nótt þá, er hafði marga daga og nætur til fylgdar, og var allur sá tími þrunginn pínandi eft- irvæntingu, og hafði það breytt Díönu svo mjög, að hún var aðeins bleikur skuggi af sjálfri sér, og mótað Raoul ævi- langt. Sökum hreysti sinnar og afburða líkamsbyggingar hafði höfðinginn lifað af sár sín, og þegar fyrstu vikurnar voru liðnar, hafði honum batnað óvenju ört með degi hverjum. Er hinn fyrsti ótti Dí- önu og ógurlegi kvíði fyrir að missa hann var um garð genginn, hafði það verið henni dásamleg hamingja og óslitin gleði að fá að annast hann og stunda. Hún hafði ásett sér að lifa með líðandi stund án þess að hugsa um, hvað við myndi taka í framtíðinni, og hún hélt dauðahaldi í þann ásetning og gladdist við það að fá að vera í návist hans og vera honum til einhverrar hjálpar. Það voru eigi mörg orð, sem farið höfðu þeirra á milli allan þennan tíma. Hann gat legið stundum saman þegjandi og með lokuð augu. Og með henni sjálfri bjó eitthvað, sem hún gat eigi spornað við að gerði hana þögula, er þau voru tvö ein. Aðeins einu sinni hafði hann drepið lítillega á hinn ægilega og ógleymanlega dag. Er hún laut ofan yfir hann til þess að hjálpa honum með eitthvað, hafði hann gripið létt utan um úlnlið hennar, og í fyrsta sinn, síðan hún flúði undan formælingum hans nóttina fyrir viðburðina miklu, hafði hann litið á hana kvíðafullum spurnaraugum. „Kom — ég — í — tæka tíð?“ hvíslaði hann hægt og seint, og er hún drap höfði í svars skyni og leit niður og blóðroðnaði, hafði hann snúið andlitinu frá henni án þess að segja nokkuð meira, og hann var ennþá eigi orðinn sterkari en svo, að kuldahrollur fór um hann allan. En það var aðeins skamma hríð, sem hún naut þeirrar hamingju að stunda hann. Er hann tók að frískast, sá hann alltaf um að vera ekki aleinn með henni og krafðist þess, að hún riði út á hverj- um degi tvisvar sinnum, annað hvort með Saint Hubert eða með Henri, en bað kuldalega að hafa sig afsakaðan og einnig Gaston, sem og var farinn að ríða út.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.