Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 37
ARAB AHÖFÐIN GINN
131
þess til, að hann væri að tína borðbúnað-
inn saman og raða honum á bakkann til
að fara með hann út. Svo heyrði hún
rödd hans, lítið eitt háværari en áður:
„Monseigneur désir d’ autre chose?“
Höfðrnginn hlaut að hafa gefið honum
eitthvert merki þess, að hann óskaði
einkis frekar, þar eð hún heyrði ekkert
svar.
„Bon Soir, monseigneur“.
„Bon Soir, Gaston“.
Díana dró andann hratt og djúpt. Með-
an maðurinn var þarna inni, virtist lienni
tíminn alveg endalaus — og nú óskaði
hún þess, að hann hefði ekki farið. Hvað
— hvað myndi nú ske? Nú var hún ein-
sömul með honum í fyrsta sinni, eftir að
Saint Hubert var farinn, alein og ein-
mana. Á milli þeirra var aðeins eitt for-
tjald, en það fortjald þorði hún ekki að
draga frá og ganga inn til hans. Hún
þráði hann, þráði að fara til hans, en
áræddi það ekki! Ást hennar'bauð henni
að vera hugrökk og ganga inn til hans —
en svo kom angistin og kvíðinn og fjötr-
uðu hana þar sem hún var komin, og hún
varð yfirsterkari í svipinn. Hún titraði öll
og andvarpaði þungt, er hún minntist
eins kvölds hinna tveggja sælumánaða,
er svo skjótt höfðu orðið aðeins draum-
ur einn — dásamlegur draumur. Hann
hafði komið seint heim, og er Gaston var
farinn frá honum, hafði hún læðst inn til
hans rjóð og heit í kinnum og bjarteygð
eftir væran svefn, og hann hafði sett
hana á hné sér og komið henni til að
bragða á'arabiska kaffinu, sem hún hafði
andstyggð á, og hann hafði skemmt sér
eins og barn yfir grettum hennar og begl-
um. Og meðan hún hvíldi í fangi hans
með höfuðið hvílandi á öxl hans, hafði
hann sagt henni frá viðburðum dagsins á
ferðalagi hans til annarra tjaldbúða, hann
spjallaði um menn sína og hesta, og hafði
síðan smámsaman vikið tali sínu að
fjölda einstakra atriða, er snertu framtíð
hans — í raun og sannleika hafði þetta
verið trúnaðarsamræða eiginmanns við
konu sína, er samtímis var góður vinur
hans og félagi. Sú hugsun hafði líka hrif-
ið hana með sársaukablandinni gleði, svo
að hún hafði skolfið í faðmi hans, og
hann hafði þá staðið upp í skyndi skelk-
aður og sagt, að henni væri kalt, og
síðan hafði hann lyft henni upp á armi
sínum, svo að kinn hennar hallaðist upp
að kinn hans, og borið hana inn í innra
herbergið.
Það sem hún þá hafði gert, gat hún
með engu móti gert nú. Hann virtist nú
svo einkennilega fjarlægur og ókunnug-
legur, svo gersamlega ólíkur manni þeim,
sem hún hélt, að hún væri farin að skilja.
Hún var algerlega rugluð, og fanh til
ægilegrar þreytu, og ruglingslegar hugs-
anir fylltu höfuð hennar, er hún hugsaði
til framtíðar þeirrar, er blasti við henni
eins og hrikaleg vofa. Hún áræddi ekki
að hugsa neitt frekar, átti aðeins eina ósk
og þrá: að fá að hvíla í faðmi hans og
gráta út sorg sína og kvíða við barm
hans.
Hún hneig niður á gólfið og faldi and-
lit sitt í rúmteppinu.
„Ó, Guð minn góður! Gefðu mér ást
hans!“ bað hún hvíslandi og endurtók
bæn sína upp aftur og aftur, unz endur-
minningin um nótt eina fyrir mörgum
mánuðum síðan, er hún á þessum sania
stað hafði beðið Guð að láta bölvan sína
hrína á honum, rann svo skýrt upp í
huga hennar, að hún hr-ökk við og titraði
af ótta.
„Ég meinti það ekki!“ kjökraði hún.
„Ó, Guð minn góður! Ég meinti það ekki!
Eg vissi þá ekki — taktu það aftur — ég
meinti það ekki!“
Hún grúfði andlitið niður í rúmteppið
og reyndi á þann hátt að kæfa ekkann.
Enn var kyrrt og hljótt í hinu herberg-
17*